22 mars, 2006

Góðar og slæmar

Maður heldur að það sé betra að fá fréttirnar, heldur en ekki, en ég er ekki svo viss lengur.

Talaði við lækninn í morgun, hann sagðist hafa borið myndir og rannsóknir undir svíana, og þeir komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri mjög óvenjulegt (þá staðsetning og stærð). Annað hvort væri þetta svokallað chondrosarcoma eða osteosarcoma. Hvorutveggja eru illkynja æxli, chondro er frá brjóski, en osteo frá beini. Ef um chondrosarcoma er að ræða, er sennilega hægt að skera það beint í burtu, en sé þetta osteosarcoma, þá þarf að öllum líkindum lyfja- eða geislameðferð áður en skorið er.

Góðu fréttirnar eru þó þær, að eftir yfirgripsmikilar rannsóknir, hafa ekki fundist nein meinvörp, þannig að þetta virðist staðbundið og að svíunum finnst líklegra að þetta sé chondro, sem er betra.

Á morgun á ég svo von á því að vera sendur í vefjasýni, og niðurstöður úr því, sem skera úr um tegund æxlis, koma líklega ekki fyrr en eftir helgi. Þannig að það er meiri bið, gaman...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meiri bið....
Ekki alveg það sem þurfti, þó það þurfi. það hugsa allir til þín hér á þessum bæ.
Kveðja
Gunni, Vigdís og krakkarnir

Hildigunnur sagði...

úfff!

tojtoj og góðar óskir og allt!