26 júní, 2008

20 júní, 2008

Fjölskyldan


Bergur lætur vel að systur sinni, hallar hausnum að hennar og segir aaahhh. Pabbanum og mömmunni finnst það voðalega sætt og skemmtilegt.
Posted by Picasa

19 júní, 2008

Skírn Huldu Valgerðar 17. júní 2008

Hér er skírnarbarnið í fangi ömmu Helgu sem hélt henni undir skírn.

Gunni og Embla skírnarvottar fá lesturinn um hvað það þýðir að vera skírnarvottur, þ.e. að sjá til að stúlkan fái kristilegt og gott uppeldi.

Og hér er stórfjölskyldan, Hulda Valgerður og Bergur Þorgils ásamt foreldrum sínum og öllum þeim sem teljast til afa og ömmu. Við höldum að engan vanti í þessa myndatöku! Teljum aftari röð frá vinstri, Agnes og Bergur, Erling (maður Sjafnar), Helga og Sigurjón (foreldrar Villa), Hulda og Bergur (foreldrar Agnesar), Óskar og Kristín (Óskar er blóðfaðir Agnesar). Neðri röð frá vinstri: Sjöfn (blóðmóðir Agnesar), Hólmfríður (amma Agnesar, móðir Óskars), Valgerður og Vilhjálmur (amma og afi Villa, foreldrar Helgu) og loks sjálfur faðirinn, Vilhjálmur Þór.

Glaðbeitt að vanda, Hulda og Bergur með Berg og Huldu.
Posted by Picasa

12 júní, 2008

Gengið í júní





Því miður er þetta myndband á hlið vegna vankunnáttu starfsmanns. Vinsamlegast snúið ykkur til starfsmanns á upplýsingaborði, eða snúið tölvunni á hlið.

11 júní, 2008

Aðeins meira

Melkorka móðursystir skrapp heim í prufu, kom aðeins við til að líta á frænku sína.

Við skruppum á Skagann til að heilsa upp á Ninnu frænku og Ásmund.

Og gamli Bergur með fangið fullt af dýrgripum. Þetta er lífið.
Posted by Picasa

Hér er Hulda Valgerður

Í baði númer 2 með mömmu

Kannski líkist hún bróður sínum svolítið núna?

Með Gúu frænku.

Anton íþróttagarpur hafði hana örugglega í fanginu.
Posted by Picasa

Myndir af Bergi

Mér finnst ekki gaman að vera í kjól.....

Og þó, það venst:)

Með mömmu í sólinni í Reykholti

Og hér er ég með hinum frábæra nafna mínum Þorgils Mána.
Posted by Picasa

17 maí, 2008

Ekki má gleyma þessum

Mamma með börnin, Bergur aðeins að rannsaka systur sína.
Ásta Bjarney með Huldu, ansi hreint myndarlegar saman:)

Nafnarnir Óskar Þorgils og Bergur Þorgils, bloggarinn gat ekki gert upp á milli þessara mynda svo hann setti bara báðar inn.

Posted by Picasa

Fyrir tengdamóður mína...

Hún Hulda tengdamóðir mín kvartaði yfir því að ekki væru til svona svipbrigðamyndir af Huldu Valgerði, eins og af honum Bergi Þorgils bróður hennar. Nú að vanda er brugðist hratt (eða að minnsta kosti örugglega) við og hér koma myndir af dömunni með vonandi hina ýmsu svipi.

Hér er líklegt að frökenin sé að hugsa um móðurbrjóstið, enda sleikir hún út um.

Hvað er þetta maður, ætlarðu að setja linsuna alveg upp í mig???

Hei Bergur bróðir, eigum við að koma út að leika...


Ull á þig, hehehe
Posted by Picasa

14 maí, 2008

Jamm

Hulda og Bergur með Berg og Huldu
Stelpurnar í fjölskyldunni

Og hjartansprinsiminn, mannsins sonur, monsjör Þorgils
Posted by Picasa

Nýjar myndir

Hér eru allir nema mamman...

Hulda Valgerður nýkomin úr fyrsta baðinu, ekkert sérlega ósátt.


Hér er ansi góð mynd af þeim langmæðgum Huldu Valgerði og Helgu ömmu

Hvað er í gangi hér? Hver er í búrinu og hvers vegna?
Posted by Picasa

04 maí, 2008

Hulda Valgerður!

Hér eru systkinin Hulda Valgerður og Bergur Þorgils.

Afi Villi og Amma Lala (Valgerður) komu að líta á stúlkuna nýfæddu. Amma Hulda og afi Bergur voru líka ásamt ömmu Helgu og afa Sigurjóni. Þá ákváðum við að nota tækifærið til að nefna hana, því við vorum búin að ákveða nafnið. Vorum ekki viss um að við gætum haldið því leyndu fram að skírn, enda ekkert gaman að kalla krílið Lillu eða eitthvað svoleiðis þegar miklu betra nafn er tilbúið og passar svona líka vel. Við vildum gjarnan halda í heiðri þá hefð að nefna í höfuðið á fólki sem okkur er kært og hefur reynst okkur vel.

Hér eru þær Hulda og Valgerður broshýrar með ömmu- og langömmustelpuna Huldu Valgerði og Bergur Þorgils fylgist vel með og passar sig á að missa ekki af neinu!
Posted by Picasa

03 maí, 2008

Smá vídeó tekið áðan

Og svo það sé alveg kristaltært, þetta er stúlka

Fædd kl. 00.47, 3. maí 2008

Posted by Picasa

myndir




Posted by Picasa