04 júní, 2009

Svona eru þau í dag!

Eftir bað og kvöldmat í kvöld kúrðu systkinin saman uppí sófa og mauluðu epli. Bergur er orðinn nokkuð vel gróinn og helst að maður sjái roða í andlitinu, en allavega ekki lengur sár.

Sigrún og Pálmi fengu að fara í kádiljákinn með Gunnari Snorra, það var greinilega alveg sérlega skemmtilegt.

Posted by Picasa

01 júní, 2009

Í Dag

Svona leit Bergur út í gær.

Hér er hann búinn að fara í bað og hreinsa sig svolítið eftir hádegi í dag, 31. maí.

Við skulum bara átta okkur á því hver er miðpunktur athyglinnar:)


Gunni og Vigdís komu við á leið úr Kaldárseli með Sigrúnu Amínu, Pálma Hrafn og Árna Val. Við grilluðum pulsur (eða pylsur) og þetta var sérlega skemmtileg stund.
Posted by Picasa

27 maí, 2009

Í morgun

Hulda Valgerður glaðbeitt að vanda:)


En Bergur greyið ekki sérlega hressilegur eftir nóttina:(

Svo fórum við með hann seinnipartinn til að láta kíkja á hann á heilsugæslunni, og þá kom í ljós að hann var kominn með sýkingu í andlitið. Hann fær því sýklalyf til að drepa það niður.

Svo er endurkoma á slysó á morgun og vonandi allt niðrí móti eftir það.
Posted by Picasa

26 maí, 2009

Hér eru myndir af slasinu

Bergur teygði sig í kaffikönnu (mokka sem sett er á hellu, tveggja bolla) sem var á eldavélinni og sturtaði úr henni yfir sig.
Við hentumst með hann í baðkerið og smúluðum hann þangað til sjúkrabíllinn kom. Síðan fórum við á slysó og fengum sérlega góða þjónustu, hjúkkurnar blésu sápukúlur til að dreifa athygli drengsins meðan hreinsað og bundið var um sárin á öxl og bringu.
Hann fékk svo vaselín í andlitið yfir blöðrurnar og við svo send heim. Lýtalæknirinn leit við og sagði að þetta væri vel sloppið, Bergur myndi gróa hratt og örugglega og ekki fá nein ör.

Svona leit drengurinn út þegar við komum heim af slysó.

Hér er svo mynd af því hvernig hann leit út daginn eftir, þá var bruninn sem sé kominn meira fram. Skrýtið hvernig þetta þróast.

Hér er svo Hulda að keyra bróður sinn í vagninum, þetta er nú alls ekki alslæmt:) jafnvel bara bráðskemmtilegt
Posted by Picasa

Hér eru góða myndir af dótturinni.



Posted by Picasa

20 maí, 2009

"Litli" tónlistarmaðurinn



Hér sjáum við hinn raunverulega litla tónlistarmann. Hulda Valgerður er sérlega fylgin sér og nýtur þess að spila og syngja.

Í matjurtagarðinum



Hér erum við í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn þar sem húsbóndinn hefur leigt sér jörð, 40 fermetra.
Núna verða allir að lifa af jörðinni, eins og þau systkyn sýna framá, til dæmis með því að borða mold:)

03 maí, 2009

Afmælisstúlkan Hulda Valgerður

ásamt Bergi bróður sínum.

16 febrúar, 2009

15 janúar, 2009

09 janúar, 2009

Litlu krúttin

25 desember, 2008

Í Blöndubakka og Hringbraut

Ansi eru þau flott saman. Meiri myndarfjölskyldan:)

Afmælisdrengurinn Daði Már sem er 11 ára í dag. Þarna er líka Daníel Breki glaðbeittur að sjá.

Langmæðgurnar flottar í rauðu. Hulda Valgerður meira að segja með veski og grifflur í stíl við húfuna og trefilinn.
Posted by Picasa

Aðfangadagskvöld


Hvað skyldi nú vera í pakkanum?


Og með afa og ömmu, allir kátir og glaðir:)



Bergur að sýna mömmu og Huldu hvernig á að gera þetta.



Stefán og Hulda saman á jóladag í Blöndubakkanum.
Posted by Picasa

Aðdragandi jóla

Húrra, Stefán frændi er kominn heim!
Hinar stórglæsilegu frænkur í jólaþorpinu í Hafnarfirði. Sigrún Amína heldur á Huldu Valgerði.

Og Bergur Þorgils í fangi móður sinnar á sama stað.

Gunnar Snorri ömmubróðir kíkti í heimsókn með pakka á aðfangadag, það var rosa stuð hjá strákunum.
Posted by Picasa

17 desember, 2008

Smá sería af Huldu Valgerði




Posted by Picasa

Nokkrar myndir úr desember

Bergur fann pils af systur sinn og peysu sem hún á líka núna, fannst tilvalið að prófa aðeins. Mjög þægilegt og skemmtilegt:)


Hér er listræn mynd eftir húsmóðurina, tréð í garðinum heitir hún (þ.e. myndin).

Nú og systkinin í baði saman, það er sérlega gaman.


Herdís kom í heimsókn og kenndi Bergi að byggja hús. Það var alveg geðveikt stuð, eins og sjá má.
Posted by Picasa

12 desember, 2008

smáauglýsingin

Jæja kæru vinir. Nú auglýsum við eftir notaðri myndbandstökuvél. Hún þarf að vera þokkaleg, má gjarnan vera nett og létt. Einnig þarf hún að vera stafræn (digital). Ábendingar vel þegnar.