18 mars, 2006

Blogg um bloggið

Nær allir bloggarar sem ég les, skrifa reglulega um það að blogga, og nú er mitt fyrsta á leiðinni.

Þessi síða er hugsuð sem fréttamiðstöð vina og kunningja. Eins og ég hef fundið pínulítið fyrir, á ég greinilega marga vini og kunningja sem vilja gjarnan styðja mig og styrkja í þessari stöðu sem upp er komin. Eiginlega töluvert fleiri en ég hélt...

Það er gott að finna stuðninginn, en stundum verð ég oggulítið þreyttur á að svara sömu spurningunum aftur og aftur, sérstaklega ef ég veit ekki svarið sjálfur. Svo stendur nú líka misvel á, tilfinningalega séð, þannig að saklaust samtal getur orðið hrein þrekraun og snúist í skrýtinn hring.

Þess vegna ætla ég að biðja ykkur, kæru vinir, að fylgjast með hér og á móti lofa ég að setja allar mögulegar upplýsingar um "brenniboltann" á bakinu, um leið og þær berast. Í bili er ekkert nýtt að frétta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Villi. Þú ferð til Svíaríkis og sýnir þeim hvernig það er að vera með íslenskt eðalblóð í æðum. Læknavísindin eru þannig að þau leysa mál sem upp koma og íslenska heilbrigðiskerfið, nú með stuðningi frá því sænska, er viðurkennt sem eitt hið besta í heimi. Þú ert í góðum höndum og fyrr en varir verður þú farinn að þvælast fyrir okkur hinum í öllum mögulegum og ómögulegum kórum.
Kveðja og gangi þér vel!
Eiríkur Hreinn