30 mars, 2006

Sýnin 2

Ég misskildi eitthvað þetta með sýnin og Svíþjóð. Að sjálfsögðu fara þau ekki bara í DHL beint til Svíaríkis. Þetta eru auðvitað gríðarlega dýrmætur og viðkvæmur farmur, sem fer einhverjar sjúkrahússkrókaleiðir.

Það er staðfest að sýnin komu í gær (á miðvikudag) til Sverige, og eru nú í rannsókn þar.

Eigum við ekki bara að krossleggja fingur og svo sem hvað annað sem okkur dettur í hug, og vona að einhverskonar niðurstaða komi fyrir helgi!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Vilhjálmur.
Var að horfa á Skallagrím tapa fyrir Keflavík 129-79. 50 stiga munur er þetta eðlilegt, nóg um það. Krosslegjum fingur og læri tækifæri.

kv. úr Borgarnesi
Á.Guð

arniogbrynja@visir.is

Hildigunnur sagði...

allir puttar og tær krossaðir/ar hér (það er orðið erfitt að ganga og borða...) Áfram Villi!

Nafnlaus sagði...

Blessaður Villi. Krossa fingur, blýanta og annað sem lauslegt er og vona það besta. Þú stendur þig eins og hetja. Baráttukveðjur frá Brussel. Hrafnkell.

Nafnlaus sagði...

Jú Villi minn það er sko "allt í kross" hjá mér og minni stórfjölskyldu þín vegna.
GO VILLI GO!!

Lübchen

Nafnlaus sagði...

Hæ, hó!
Það var gaman að hitta þig í gær en ég var nú reynar líka í smá sjokki á eftir... Sjokkið sem maður fær stafar auðvitað af því að maður gerir einhvern veginn ekki ráð fyrir að fólk á okkar aldri sé að díla við þennan sjúkdóm. En miðað við að þetta er staðbundið þá á ég von á að allt gangi vel. Alla vegana, vertu jákvæður og þá fer allt vel! :-) Ég einhvern veginn fann það strax að ekki væri allt í lagi, þú er alltaf svo hress og í þetta skiptið fann ég að eitthvað mikið var að. Og svo er ég víst þannig gerð að ég dreg svoleiðis upp úr fólki.
Ég ætla að fylgjast með þér á netinu, hlakka til þegar jákvæðu fréttirnar koma um að allt æxlið sé farið!!!
Þurfum endilega að skella okkur yfir einn kaffibolla við tækifæri, þurfum að rifja upp gamlar minnningar úr MH.
Baráttukveðjur,
Ragnheiður úr MH.

Nafnlaus sagði...

Hæ, Villi. Ég sá þig ábyggilega halla þér ósköp hversdagslega upp að strætóskýli sunnan við Suðurver í gær. Ég fékk einhvern veginn svo sterklega á tilfinninguna þegar ég sá þig svona í sjónhendingu þar sem ég ók framhjá (Ég var ekki á hjólinu, aldrei því vant, af algerlega "óviðráðanlegum orsökum") að þú værir svo mikið að "stúdera" mannlífið í skýlinu og jafnvel bara mannlífið yfirleitt. Þú fyrirgefur mér vonandi hvað ég tala beint út um meintar hugrenningar þínar, kannski er ég bara að steypa tóma þvælu. Mig langar til þess að fá að hitta þig við tækifæri. þangað til hugsa ég til þín, almáttugur Skaparinn blessi okkur öll og hafðu það sem allra best. Já, eitt enn meðan ég man: Ef mér skjöplast ekki þá átti Stefán, bróðir þinn, snilldarhugmynd að nafni á Kammerkór Langholtskirkju; "Graduale Oldsmobile". Þú hlýtur að vera búinn að heyra þetta en mér finnst þetta mjög fyndið. :o) Sjáumst, meistari.

E.C.

hildigunnur sagði...

það var gaman að sjá þig í óperunni. Hugsa hlýtt til þín og legg fingur í kross.
Kross
á kross
í kross
fingur í kross og allt í kross.
Lífið er bara eins og krossgáta vantar bara að geta ráðið hana.
Baráttukveðjur.
Gugga

Lilý sagði...

Saell Villi minn
Ég sendi thér hlýja strauma og styrk til ad standa gegn thessu mótlaeti.
Ég fylgist med og krossa fingur med thér.

Kvedja, Lilý

P.s. ég hlakka mikid til ad syngja med thér aftur.

Nafnlaus sagði...

Villi minn !!
Vonumst eftir góðri niðurstöðu frá Svíþjóð. Allt krosslagt í bak og fyrir á mínu heimili.
kv. Elma

Nafnlaus sagði...

Ég skil ekki af hverju það kemur alltaf mitt nafn þegar Gugga kommentar....en ég krossa fingur líka!

Hildigunnur

Nafnlaus sagði...

Sæll Villi.
Í dag er mánudagurinn 3. apríl og ég var í fyrsta sinni að heyra af veikindunum þínum.

Ég held með þér Í þessarri baráttu og mun hugsa til þín reglulega.

Skúli