17 ágúst, 2006

Passíusálmur 51

Reyndar bara póstur númer fimmtíuogeitt. Fannst bara svo flott að vitna í Stein Steinarr.

Allt um það. Núna ætti ég að vera að gera eitthvað annað en að blogga, til dæmis kontrapunkt, eða hvíla mig. En það er nú svo margt annað spennandi...

Nú eru 10 skipti af 25 búin í geislum. Það þýðir að meira en 1/3 er búinn, og ég klára meðferð á fimmtudegi eftir nákvæmlega 3 vikur.

Aukaverkanir vegna meðferðar virðast koma og fara, þ.e. ég er mismunandi vel upplagður milli daga. Suma daga er ég eiturhress og frískur, aðra er ég frekar þreyttur og dasaður.

000---000---000---000

Og á landsspítalanum
er laglegur maður
með mikið enni
og móleitt hár.

Sem leiðist að vera krossfestur
á hverjum degi...

000---000---000---000

En endar ekki passían á sigri í upprisunni?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hittir naglann á höfuðið, eins og alltaf.

Frábær færsla.

Þú ert frábær......alltaf.

Kv. Olla.

Hildurina sagði...

Knúsímúsírúsí, þú ert hetja Villi, Kaffi á mánudaginn?? 101? knús

BbulgroZ sagði...

Góður : )

Knús...ee nei bara djók...

Nafnlaus sagði...

Það er ekki ofsögum sagt. Þú ert Snillmaster 2010 og hetja í þokkabót. Ljúflingur.

Nafnlaus sagði...

E.C.

Nafnlaus sagði...

Kæri frændi minn. Ég er búin að fylgjast með þér hér á síðunni og dást að þér fyrir dugnaðinn og jákvæðnina og hreinskilnina og svo ertu svona assgoti góður penni ;-)

Svo er hér atvinnuauglýsing sem frábærum deildarstjóra fatlaðra nemenda í F.Á.:

Á sérnámsbraut vantar stuðningsfulltrúa til starfa. Um er að ræða 60% stöðu frá kl. 8-12:30. Vinsamlegast látið mig vita hef þið þekkið einhverja góða manneskju (ekki yngri en 18 ára) sem gæti hugsað sér að starfa með fötluðum nemendum, í ótrúlega spennandi starfi undir leiðsögn kennara. Laun eru ekkert vandamál þegar kemur að því að fylla út skattaskýrslu og ekki er greiddur neinn hátekjuskattur.
Kveðja Halldór
Halldór Bjarnason
Sérnámsbraut FÁ
5814022 / 6611371
dori@fa.is

Þú ert nú líklega of þreyttur í geislameðferðinni til þess að fara í svona starf, en ert hins vegar alveg tilvalinn kandídat.

Baráttkveðja,
Þórdís, barnfóstran gamla