
01 maí, 2007
Afarnir
Nokkrar ömmumyndir



Því miður gleymdist að taka myndir af ömmu Stínu með stráksa, og Hólmfríður og Sjöfn eiga enn eftir að koma. Þvílíkt ömmuflóð, það verður gaman að eiga afmæli í framtíðinn, fullt af pökkum:)
26 apríl, 2007
Fyrir tæknivæddar langömmur
og reyndar alla aðra sem áhuga hafa...
Alveg nýfæddur í gærnótt, og mamma þreytt...
Spekingurinn
Alvarlegur
Hlæjandi, eða að minnsta kosti brosandi
Á hvolfi?
Glottandi
ÖÖÖÖÖSKRANDI
og svo sofandi








25 apríl, 2007
Já, svo sannarlega


og bókstaflega er yfirskrift þessarar síðu orðin að veruleika. Nýtt líf hefur kviknað, og tilfinning sem hlýtur að vera ólýsanleg, vaknar í brjóstinu.




En fyrir áhugafólk um mál og vog, þá var guttinn 15 merkur eða 3760 grömm og 53 sentimetrar á lengd. Hann fæddist kl. 01.15, 25. apríl 2007 og amma hans Hulda ljósmóðir tók á móti honum af stakri snilld.
14 mars, 2007
Nú árið
er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.
Í gær var nákvæmlega ár liðið síðan ég var greindur með æxlið. Mér finnst það vera miklu lengra, kannski eins og 3 ár.
Þá var ég búinn að vera með lungnabólgu í um það bil hálft ár, hálf sturlast á næturvöktum mánuðina þar á undan vegna svefnleysis og vanlíðunar í kjölfar þess. Svo var ég nú eitthvað svona almennt frekar leiður þá dagana, kannski afleiðing af öllu þessu.
Núna er ég hamingjusamur, barn rétt ókomið, yndisleg kona, nýtt eldhús og allt.
Kannski var æxlið það sem ég þurfti til að líta upp og byrja að lifa lífinu?
Og að gefnu tilefni: Foreldrar, alið börnin ykkar þannig upp, að þeim detti ekki í hug að vera hortug og dónaleg við starfsmenn skólans, eða að þeim detti ekki í hug að hóta þeim lífláti.
Í gær var nákvæmlega ár liðið síðan ég var greindur með æxlið. Mér finnst það vera miklu lengra, kannski eins og 3 ár.
Þá var ég búinn að vera með lungnabólgu í um það bil hálft ár, hálf sturlast á næturvöktum mánuðina þar á undan vegna svefnleysis og vanlíðunar í kjölfar þess. Svo var ég nú eitthvað svona almennt frekar leiður þá dagana, kannski afleiðing af öllu þessu.
Núna er ég hamingjusamur, barn rétt ókomið, yndisleg kona, nýtt eldhús og allt.
Kannski var æxlið það sem ég þurfti til að líta upp og byrja að lifa lífinu?
Og að gefnu tilefni: Foreldrar, alið börnin ykkar þannig upp, að þeim detti ekki í hug að vera hortug og dónaleg við starfsmenn skólans, eða að þeim detti ekki í hug að hóta þeim lífláti.
06 febrúar, 2007
Innihald og nýjar fréttir
Jæja, mikið hefur verið kvartað og kveinað yfir bloggleysi. Það er nú hinsvegar svo að mér finnst ekki sniðugt að blaðra um ekki neitt. Ég hefði með góðu móti getað velt mér upp úr gömlum fréttum, en nenni því ekki. Sem sagt: Hér skal vera innihald!
Óléttan gengur vel, við erum búin að fara á foreldranámskeið sem var ótrúlega óspennandi, og satt best að segja leiðinlegt að mestum parti. Þó var gaman eitt kvöldið þegar sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur kom. Algjör snillingur þar á ferð. Svo var nú reyndar ágætt að fara og sjá fæðingardeildina.
Var hjá lækninum mínum í morgun, var áður búinn að fara í svokallað CT eða tölvuskann. Hann lét mig hafa blað með niðurstöðunum, og lýsi ég hér með eftir fólki sem skilur þetta:
"Þetta svæði með mjúkvefjatumor afmarkast ekki með vissu við rannsókn nú og hefur orðið beinmyndun á svæðinu. Þannig merki um regress á tumor í scapula. Það sést atelectasastrik í lobus medius eins og áður. Ekki tilkomnar íferðir í lungum. Ekki eitlastækkanir í mediastinum."
Svo mörg voru þau orð...........................reyndar ekki, doksi sagði að þetta þýddi að allt liti vel út, engin meinvörp og ekki neitt. Reyndar væri kölkun í herðablaðinu sem skorið var, en það væri eðlilegt. Ég sagði honum að ég væri oft svo þreyttur, hann ætlaði að kanna það betur, líklega væru þetta bara enn eftirköst aðgerðar og geisla.
Annars er hreiðurgerð í fullum gangi hér í Klukkuberginu, búið að skipta út fataskáp í svefnherbergi, og eftir tvær vikur verða stórframkvæmdir í eldhúsinu. Þá verður allt rifið út, sparslað og málað, parketið rifið af, sett upp ný eldhúsinnrétting, ný tæki, flísar á gólfið, og allt:)
Óléttan gengur vel, við erum búin að fara á foreldranámskeið sem var ótrúlega óspennandi, og satt best að segja leiðinlegt að mestum parti. Þó var gaman eitt kvöldið þegar sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur kom. Algjör snillingur þar á ferð. Svo var nú reyndar ágætt að fara og sjá fæðingardeildina.
Var hjá lækninum mínum í morgun, var áður búinn að fara í svokallað CT eða tölvuskann. Hann lét mig hafa blað með niðurstöðunum, og lýsi ég hér með eftir fólki sem skilur þetta:
"Þetta svæði með mjúkvefjatumor afmarkast ekki með vissu við rannsókn nú og hefur orðið beinmyndun á svæðinu. Þannig merki um regress á tumor í scapula. Það sést atelectasastrik í lobus medius eins og áður. Ekki tilkomnar íferðir í lungum. Ekki eitlastækkanir í mediastinum."
Svo mörg voru þau orð...........................reyndar ekki, doksi sagði að þetta þýddi að allt liti vel út, engin meinvörp og ekki neitt. Reyndar væri kölkun í herðablaðinu sem skorið var, en það væri eðlilegt. Ég sagði honum að ég væri oft svo þreyttur, hann ætlaði að kanna það betur, líklega væru þetta bara enn eftirköst aðgerðar og geisla.
Annars er hreiðurgerð í fullum gangi hér í Klukkuberginu, búið að skipta út fataskáp í svefnherbergi, og eftir tvær vikur verða stórframkvæmdir í eldhúsinu. Þá verður allt rifið út, sparslað og málað, parketið rifið af, sett upp ný eldhúsinnrétting, ný tæki, flísar á gólfið, og allt:)
08 nóvember, 2006
Áfangi
Hitti lækninn í gær, sem var skemmtilegt. Hann glotti og sagði að miðað við myndirnar, þá hefði æxlið minnkað, og nánast horfið. Hins vegar lét hann líka fylgja með, að það væri í samanburði við myndir frá því í mars. Sem sé áður en ég var skorinn... þannig að ekki er nema von að þar sé minnkun. Hann talaði líka um að breytingar væru á beininu í herðablaðinu, en það væri eðlilegt miðað við skurðinn.
Okkur samdist um að ég kæmi aftur eftir um það bil þrjá mánuði, þ.e. í byrjun febrúar. Þá verða aftur teknar myndir og koma marktækar niðurstöður, vonandi:).
En af öðru er lítið að frétta, nema kannski helst, að restinni af fjölskyldunni heilsast vel, 17. vika meðgöngu byrjuð.
Sjálfur hef ég verið að velta fyrir mér framtíðinni, og hef komist að niðurstöðu í nokkrum veigamiklum atriðum. Það helsta er að hætta söngnámi eftir þennan vetur. Þetta hefur verið erfiður og skemmtilegur tími, og í raun mjög dýrmætur, en nú er bara einhvern veginn komið nóg.
Okkur samdist um að ég kæmi aftur eftir um það bil þrjá mánuði, þ.e. í byrjun febrúar. Þá verða aftur teknar myndir og koma marktækar niðurstöður, vonandi:).
En af öðru er lítið að frétta, nema kannski helst, að restinni af fjölskyldunni heilsast vel, 17. vika meðgöngu byrjuð.
Sjálfur hef ég verið að velta fyrir mér framtíðinni, og hef komist að niðurstöðu í nokkrum veigamiklum atriðum. Það helsta er að hætta söngnámi eftir þennan vetur. Þetta hefur verið erfiður og skemmtilegur tími, og í raun mjög dýrmætur, en nú er bara einhvern veginn komið nóg.
19 október, 2006
Svo sannarlega nýtt líf
Já, best að segja fréttir. Ef það er mælikvarði á alvarleika sjúkdómsins, hversu vel maður fylgist með og passar uppá sig, þá er lítið að. Ég átti tíma í myndatökum í morgun, en steingleymdi að mæta. Þannig að ég þarf að mæta eftir hálfan mánuð. Þetta þýðir að ég fæ ekki heilbrigðisvottorð fyrr en eftir tæpar þrjár vikur.
Ég hef verið nokkuð brokkgengur í heilsu, verið að keyra mig stundum yfir strikið, eins og til dæmis þegar ég hjólaði til Reykjavíkur og til baka í Klukkubergið. Var eins og slytti í tvo daga á eftir. Eins fékk ég einhverskonar flensuskít, hósta og hálsbólgu, það hjálpar ekki til. En að öðru leyti er ég býsna sprækur.

En af öðrum vígstöðvum, þ.e. heimavígstöðvunum, þá höfum við Agnes sett upp hringa, og ekki nóg með það, heldur er hún líka ólétt!!!!! Ekki leiðinlegt...:) Og í raun magnað hversu vel það rímar við nafn síðunnar (þ.e. Nýtt líf, ekki æxlið).
Svo fékk ég líka greidda út sjúkdómstryggingu (sem á sínum tíma var nánast neytt upp á mig) þannig að fjárhagsáhyggjur eru úr sögunni þennan veturinn.
Það má með sanni segja að blessununum rigni yfir mig, og reyndar okkur bæði tvö, kannski er maður að uppskera eftir mögur ár eða eitthvað...?
Ég hef verið nokkuð brokkgengur í heilsu, verið að keyra mig stundum yfir strikið, eins og til dæmis þegar ég hjólaði til Reykjavíkur og til baka í Klukkubergið. Var eins og slytti í tvo daga á eftir. Eins fékk ég einhverskonar flensuskít, hósta og hálsbólgu, það hjálpar ekki til. En að öðru leyti er ég býsna sprækur.

En af öðrum vígstöðvum, þ.e. heimavígstöðvunum, þá höfum við Agnes sett upp hringa, og ekki nóg með það, heldur er hún líka ólétt!!!!! Ekki leiðinlegt...:) Og í raun magnað hversu vel það rímar við nafn síðunnar (þ.e. Nýtt líf, ekki æxlið).
Svo fékk ég líka greidda út sjúkdómstryggingu (sem á sínum tíma var nánast neytt upp á mig) þannig að fjárhagsáhyggjur eru úr sögunni þennan veturinn.
Það má með sanni segja að blessununum rigni yfir mig, og reyndar okkur bæði tvö, kannski er maður að uppskera eftir mögur ár eða eitthvað...?
09 september, 2006
Búið
Þá eru 25 skipti í geislum búin, kláruðust á fimmtudaginn. Þetta var fljótt að líða, hjúkkurnar á K-deildinni voru ósköp ljúfar og góðar, og þetta rann vel.
Geislameðferð er einhvern veginn allt öðruvísi en ég hélt. Hún er svona eins og að drekka 2 lítra af gosi í einu. Ekkert mál til að byrja með, um miðja flösku fer maður að hiksta, og undir lokin alveg pakksaddur, en þó alltaf pláss fyrir einn sopa enn. Samt langar mann ekkert í meira... og gumsið gæti alveg komið allt upp aftur:)
Það var eiginlega fyrst í síðustu vikunni sem ég fór virkilega að finna fyrir aukaverkunum. Þreyttur, en samt ekki syfjaður, brunninn, og hálf ómögulegur einhvernveginn.
Mér finnst ég finna meira og meira fyrir brunanum, en það er víst eðlilegt.
Eftir 6 vikur fer ég í myndatökur og eitthvað fleira, hitti síðan lækninn nokkrum dögum seinna, og verð þá vonandi útskrifaður.
Annars er allt gott að frétta, byrjaður í skólanum og lýst mjög vel á mig þar, Agnes er sæmileg og líka byrjuð í skóla, ég er á bíl þessa dagana, þannig að ekki er hægt að kvarta:)
Geislameðferð er einhvern veginn allt öðruvísi en ég hélt. Hún er svona eins og að drekka 2 lítra af gosi í einu. Ekkert mál til að byrja með, um miðja flösku fer maður að hiksta, og undir lokin alveg pakksaddur, en þó alltaf pláss fyrir einn sopa enn. Samt langar mann ekkert í meira... og gumsið gæti alveg komið allt upp aftur:)
Það var eiginlega fyrst í síðustu vikunni sem ég fór virkilega að finna fyrir aukaverkunum. Þreyttur, en samt ekki syfjaður, brunninn, og hálf ómögulegur einhvernveginn.
Mér finnst ég finna meira og meira fyrir brunanum, en það er víst eðlilegt.
Eftir 6 vikur fer ég í myndatökur og eitthvað fleira, hitti síðan lækninn nokkrum dögum seinna, og verð þá vonandi útskrifaður.
Annars er allt gott að frétta, byrjaður í skólanum og lýst mjög vel á mig þar, Agnes er sæmileg og líka byrjuð í skóla, ég er á bíl þessa dagana, þannig að ekki er hægt að kvarta:)
24 ágúst, 2006
3/2
Nei, ekki taktur heldur þrjár vikur búnar og tvær eftir í geislum.
Nú er róðurinn heldur farinn að þyngjast, soldið þreyta í gangi, skólinn að byrja og allt það.
Stefni á að vera sjúklingur fram að áramótum, sé svo til. Vonandi verður ekki tilefni til að vera það lengur.
Annars slepp ég vel miðað við kallana sem eru í geislum vegna blöðruhálskrabba, treysti mér ekki til að hafa eftir umræðuefnið á biðstofunni í morgun;) en það var býsna kómískt (þ.e. ef maður lendir ekki í því sjálfur).
Annars er allt gott að frétta, er spenntur að byrja í skólanum, og nánast alveg fluttur inn á Agnesi, sem er gaman:)
Nú er róðurinn heldur farinn að þyngjast, soldið þreyta í gangi, skólinn að byrja og allt það.
Stefni á að vera sjúklingur fram að áramótum, sé svo til. Vonandi verður ekki tilefni til að vera það lengur.
Annars slepp ég vel miðað við kallana sem eru í geislum vegna blöðruhálskrabba, treysti mér ekki til að hafa eftir umræðuefnið á biðstofunni í morgun;) en það var býsna kómískt (þ.e. ef maður lendir ekki í því sjálfur).
Annars er allt gott að frétta, er spenntur að byrja í skólanum, og nánast alveg fluttur inn á Agnesi, sem er gaman:)
17 ágúst, 2006
Passíusálmur 51
Reyndar bara póstur númer fimmtíuogeitt. Fannst bara svo flott að vitna í Stein Steinarr.
Allt um það. Núna ætti ég að vera að gera eitthvað annað en að blogga, til dæmis kontrapunkt, eða hvíla mig. En það er nú svo margt annað spennandi...
Nú eru 10 skipti af 25 búin í geislum. Það þýðir að meira en 1/3 er búinn, og ég klára meðferð á fimmtudegi eftir nákvæmlega 3 vikur.
Aukaverkanir vegna meðferðar virðast koma og fara, þ.e. ég er mismunandi vel upplagður milli daga. Suma daga er ég eiturhress og frískur, aðra er ég frekar þreyttur og dasaður.
000---000---000---000
Og á landsspítalanum
er laglegur maður
með mikið enni
og móleitt hár.
Sem leiðist að vera krossfestur
á hverjum degi...
000---000---000---000
En endar ekki passían á sigri í upprisunni?
Allt um það. Núna ætti ég að vera að gera eitthvað annað en að blogga, til dæmis kontrapunkt, eða hvíla mig. En það er nú svo margt annað spennandi...
Nú eru 10 skipti af 25 búin í geislum. Það þýðir að meira en 1/3 er búinn, og ég klára meðferð á fimmtudegi eftir nákvæmlega 3 vikur.
Aukaverkanir vegna meðferðar virðast koma og fara, þ.e. ég er mismunandi vel upplagður milli daga. Suma daga er ég eiturhress og frískur, aðra er ég frekar þreyttur og dasaður.
000---000---000---000
Og á landsspítalanum
er laglegur maður
með mikið enni
og móleitt hár.
Sem leiðist að vera krossfestur
á hverjum degi...
000---000---000---000
En endar ekki passían á sigri í upprisunni?
09 ágúst, 2006
Peran
Ég er búinn að vera soldið stúrinn síðustu daga, eiginlega bara hræddur. Það hefur verið í mér slen og þreyta og svolítill hósti. Hræðslan kemur sennilega frá því að þetta eru sömu einkenni og voru fyrirboðar aðgerðarinnar í vor.
Blóðið var mælt í mér, og það virðist allt vera í lagi, raunar alveg prýðilegt. Þannig lítur helst út fyrir að áhyggjur mínar séu ekki á rökum reistar. Sennilega er um uppsafnaða spennu og þreytu að ræða. En það er nú svo að mér líður strax betur, að vita þetta!
Það er sérstakt að uppgötva hvað maður er góður að segja sjálfum sér ósatt. Ég hélt satt að segja að allt væri í lagi. Svo er mér bent á að ég sé sífellt geyspandi og þreytulegur, virðist detta niður í hálfgert þunglyndi og sé óvenju mislyndur.
Það kviknaði á peru minni, sem aldrei fyrr! Einfaldlega er ég áhyggjufyllri, hræddari og kvíðnari fyrir komandi meðferð og framhaldinu, en mig nokkurntímann grunaði. Og þá er bara tvennt í stöðunni, að halda áfram eða gefast upp.
Í raun er svo þriðja leiðin, þ.e. að gefast upp og halda áfram. Þá gefst maður upp fyrir aðstæðunum, sættir sig við þær, og heldur áfram út frá þeim. Það er leiðin sem ég ætla að fara...
Svo er nú það sem skekkir jöfnuna, að ekki hef ég lengur bara um mig einan að hugsa, heldur hefur bæst við heil manneskja í mína eins manns fjölskyldu, sem er orðin tveggja manna. Ég er að minnsta kosti ekki í góðri þjálfun í slíkum aðstæðum, vanastur því að vera einn, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.
En nýju lífi fylgja ný tækifæri, bara spurning um að koma auga á þau!
Blóðið var mælt í mér, og það virðist allt vera í lagi, raunar alveg prýðilegt. Þannig lítur helst út fyrir að áhyggjur mínar séu ekki á rökum reistar. Sennilega er um uppsafnaða spennu og þreytu að ræða. En það er nú svo að mér líður strax betur, að vita þetta!
Það er sérstakt að uppgötva hvað maður er góður að segja sjálfum sér ósatt. Ég hélt satt að segja að allt væri í lagi. Svo er mér bent á að ég sé sífellt geyspandi og þreytulegur, virðist detta niður í hálfgert þunglyndi og sé óvenju mislyndur.
Það kviknaði á peru minni, sem aldrei fyrr! Einfaldlega er ég áhyggjufyllri, hræddari og kvíðnari fyrir komandi meðferð og framhaldinu, en mig nokkurntímann grunaði. Og þá er bara tvennt í stöðunni, að halda áfram eða gefast upp.
Í raun er svo þriðja leiðin, þ.e. að gefast upp og halda áfram. Þá gefst maður upp fyrir aðstæðunum, sættir sig við þær, og heldur áfram út frá þeim. Það er leiðin sem ég ætla að fara...
Svo er nú það sem skekkir jöfnuna, að ekki hef ég lengur bara um mig einan að hugsa, heldur hefur bæst við heil manneskja í mína eins manns fjölskyldu, sem er orðin tveggja manna. Ég er að minnsta kosti ekki í góðri þjálfun í slíkum aðstæðum, vanastur því að vera einn, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.
En nýju lífi fylgja ný tækifæri, bara spurning um að koma auga á þau!
03 ágúst, 2006
Geislarnir...

Svona lítur undirbúningurinn út, maður allur útteiknaður, má ekki fara í sund

En við látum ekki hugfallast, geislandi af hamingju, sperrir maður sig í einhverri vitleysu

Á biðstofunni er mikilvægt að velja réttu bókmenntirnar, hverjum er ekki sama hver er með hverjum í Séð og Heyrt, Andrés Önd er alltaf frændi Ripp, Rapp og Rupp

Svona lítur geislatækið út, og ég reyndar í því. Ég kem þarna 24 sinnum í viðbót, tekur korter í hvert skipti. Þetta er gert til að drepa vonda og hjálpa góða

Og hér sjáum við einkabílstjórann og kærustuna Agnesi, henni leiðist greinilega ekki
09 júlí, 2006
Óheppinn!
Ég var í sundi í fyrradag, og rakst þar á sirka 8 ára gamlan strák.
Hann spurði mig hvers vegna ég væri með þennan skurð á bakinu.
Ég sagði að það hefði þurft að fjarlægja æxli.
Hann sagði: Óheppinn!!! En þú lærðir nú á því, er það ekki?
Jú, ég hélt það nú.
Kannski hélt hann að þetta væri eins og ef maður væri að klifra eitthvað sem hefði verið bannað, svo dottið og slasað sig, og þá væntanlega í framhaldinu lært sína lexíu.
En hef ég lært á þessu?
Kannski helst, að það er ekki eftir neinu að bíða. Vilji maður hamingju- og innihaldsríkt líf, þarf að byrja strax. Ekki á morgun, það gæti verið of seint. Í dag er tækifærið og maður verður að nýta það.
Það er skrýtið að þurfa að fá svona áfall til að átta sig á því...
Hann spurði mig hvers vegna ég væri með þennan skurð á bakinu.
Ég sagði að það hefði þurft að fjarlægja æxli.
Hann sagði: Óheppinn!!! En þú lærðir nú á því, er það ekki?
Jú, ég hélt það nú.
Kannski hélt hann að þetta væri eins og ef maður væri að klifra eitthvað sem hefði verið bannað, svo dottið og slasað sig, og þá væntanlega í framhaldinu lært sína lexíu.
En hef ég lært á þessu?
Kannski helst, að það er ekki eftir neinu að bíða. Vilji maður hamingju- og innihaldsríkt líf, þarf að byrja strax. Ekki á morgun, það gæti verið of seint. Í dag er tækifærið og maður verður að nýta það.
Það er skrýtið að þurfa að fá svona áfall til að átta sig á því...
28 júní, 2006
Nú verða sagðar fréttir.
Hitti krabbameinslækninn í dag. Hann sagði að við rannsókn æxlisins hefði komið í ljós vöxtur í jaðri þess. Það þýðir að sennilega er áframhaldandi vöxtur í herðablaðinu.
Þá væri tvennt til ráða, annarsvegar að skera aftur og taka meira, sem væri ekki góður kostur vegna þess að það myndi skerða hreyfigetu handleggsins töluvert. Hins vegar væri hægt að geisla svæðið og reyna að drepa vöxtinn þannig.
Og það var ákveðið.
Í byrjun ágúst fer ég í geislameðferð, sem mun standa yfir í u.þ.b. 6 vikur. Fyrst mæti ég í einhverskonar undirbúning, myndatökur og rannsóknir, og svo verður geislað einu sinni á dag í fimm vikur.
Mögulegar aukaverkanir eru roði í húð og þreyta. En ekki er víst að ég finni fyrir nokkrum slíkum.
Annars er ég orðinn hundleiður á þessu og ætla að reyna að njóta sumarsins eins og hægt er, þegar þannig viðrar.
Þá væri tvennt til ráða, annarsvegar að skera aftur og taka meira, sem væri ekki góður kostur vegna þess að það myndi skerða hreyfigetu handleggsins töluvert. Hins vegar væri hægt að geisla svæðið og reyna að drepa vöxtinn þannig.
Og það var ákveðið.
Í byrjun ágúst fer ég í geislameðferð, sem mun standa yfir í u.þ.b. 6 vikur. Fyrst mæti ég í einhverskonar undirbúning, myndatökur og rannsóknir, og svo verður geislað einu sinni á dag í fimm vikur.
Mögulegar aukaverkanir eru roði í húð og þreyta. En ekki er víst að ég finni fyrir nokkrum slíkum.
Annars er ég orðinn hundleiður á þessu og ætla að reyna að njóta sumarsins eins og hægt er, þegar þannig viðrar.
20 júní, 2006
Það kom að því
að eitthvað nýtt fréttist.
Læknirinn hringdi í mig í gær og sagði mér að kanarnir hefðu komist að sömu niðurstöðu og þeir hérna heima.
Semsé að æxlið hafi verið risafrumutúmor, illskeytt, hrattvaxandi, góðkynja sem vex í bein og æðar.
Hann sagði mér að einhvern næstu daga myndi krabbameinslæknir hringja í mig, og að öllum líkindum myndi hann vilja geisla öxlina.
Mér skilst að einna helstu aukaverkanir sem fylgja geislun, sé sólbruni og þá gjarnan innanfrá.
Það er þá sennilega best að fara að drekka sólvörnina sem fyrst, allavega virðist alveg marklaust að bera hana á sig útvortis, eins og sumarið hefur verið þetta haustið.
Læknirinn hringdi í mig í gær og sagði mér að kanarnir hefðu komist að sömu niðurstöðu og þeir hérna heima.
Semsé að æxlið hafi verið risafrumutúmor, illskeytt, hrattvaxandi, góðkynja sem vex í bein og æðar.
Hann sagði mér að einhvern næstu daga myndi krabbameinslæknir hringja í mig, og að öllum líkindum myndi hann vilja geisla öxlina.
Mér skilst að einna helstu aukaverkanir sem fylgja geislun, sé sólbruni og þá gjarnan innanfrá.
Það er þá sennilega best að fara að drekka sólvörnina sem fyrst, allavega virðist alveg marklaust að bera hana á sig útvortis, eins og sumarið hefur verið þetta haustið.
11 júní, 2006
Jæja, jæja
enn er ekkert nýtt að frétta, kannski verður bara ekkert meira að frétta?
En ég er hress og bið fólk að njóta sumarsins...
En ég er hress og bið fólk að njóta sumarsins...
02 júní, 2006
Skrýtið,
að vera heima í veikindaleyfi, og vera ekki nógu slappur og aumur til að "njóta" þess.
Í staðinn situr maður uppi með bullandi sektarkennd yfir því að mæta ekki í vinnuna???
Samt er ég örugglega óvinnufær, heftin tekin úr fyrir 2 dögum, en ég er mjög hreyfanlegur og það veldur ruglingi í mér (og kannski öðrum).
Í staðinn situr maður uppi með bullandi sektarkennd yfir því að mæta ekki í vinnuna???
Samt er ég örugglega óvinnufær, heftin tekin úr fyrir 2 dögum, en ég er mjög hreyfanlegur og það veldur ruglingi í mér (og kannski öðrum).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)