Hitti lækninn í gær, sem var skemmtilegt. Hann glotti og sagði að miðað við myndirnar, þá hefði æxlið minnkað, og nánast horfið. Hins vegar lét hann líka fylgja með, að það væri í samanburði við myndir frá því í mars. Sem sé áður en ég var skorinn... þannig að ekki er nema von að þar sé minnkun. Hann talaði líka um að breytingar væru á beininu í herðablaðinu, en það væri eðlilegt miðað við skurðinn.
Okkur samdist um að ég kæmi aftur eftir um það bil þrjá mánuði, þ.e. í byrjun febrúar. Þá verða aftur teknar myndir og koma marktækar niðurstöður, vonandi:).
En af öðru er lítið að frétta, nema kannski helst, að restinni af fjölskyldunni heilsast vel, 17. vika meðgöngu byrjuð.
Sjálfur hef ég verið að velta fyrir mér framtíðinni, og hef komist að niðurstöðu í nokkrum veigamiklum atriðum. Það helsta er að hætta söngnámi eftir þennan vetur. Þetta hefur verið erfiður og skemmtilegur tími, og í raun mjög dýrmætur, en nú er bara einhvern veginn komið nóg.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)