06 júlí, 2007

Tíminn

líður hratt, og þegar tæknivædda langamman kvartar yfir myndaleysi, verður að bregðast við!
Hér er drengur í fangi prestmaddömunnar Dagnýjar í Véum í Reykholti, hvar Óskar afi hans á sér skjól. Þarna má einnig sjá síra Geir og Heiðrúnu dóttur þeirra.

Bergur skellti sér í yfirlitsferð um helstu staði Reykholts, og er hér í fangi föður síns á leið að Skriflu. Sá góði hver á sér lengsta samfellda nýtingarsögu á Íslandi, en hann hefur verið notaður síðan Snorralaug var hlaðin. Nýlega var hlaðið í kringum hann og settur forláta strompur sem hægt er að baka brauð í, en það magnaðasta við þessa framkvæmd er grjót mikið sem Páll frá Húsafelli lagði til, en hann fann í því mynd af Snorra sjálfum.

Hér er Bergur Þórgísl, eins og sírann í Reykholti myndi segja, ásamt vini sínum nafnlausum Arnars og Völusyni, sem er 8 dögum yngri.

Þetta er Elfu og Inguson, frændi Bergs. Hann var jafn langur og þungur og BÞ var við fæðingu. Á þessari mynd er litli frændi tveggja daga gamall og Bergur rétt rúmlega 9 vikna. Þeir stækka fljótt...

Og blessaður drengurinn liggur hér í sólbaði á pallinum í peysu sem amma Helga prjónaði og á teppinu sem Brynhildur frænka saumaði. Það er ekki ónýtt að eiga slíkar hagleikskonur að!