er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.
Í gær var nákvæmlega ár liðið síðan ég var greindur með æxlið. Mér finnst það vera miklu lengra, kannski eins og 3 ár.
Þá var ég búinn að vera með lungnabólgu í um það bil hálft ár, hálf sturlast á næturvöktum mánuðina þar á undan vegna svefnleysis og vanlíðunar í kjölfar þess. Svo var ég nú eitthvað svona almennt frekar leiður þá dagana, kannski afleiðing af öllu þessu.
Núna er ég hamingjusamur, barn rétt ókomið, yndisleg kona, nýtt eldhús og allt.
Kannski var æxlið það sem ég þurfti til að líta upp og byrja að lifa lífinu?
Og að gefnu tilefni: Foreldrar, alið börnin ykkar þannig upp, að þeim detti ekki í hug að vera hortug og dónaleg við starfsmenn skólans, eða að þeim detti ekki í hug að hóta þeim lífláti.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)