Hitti lækninn í gær, sem var skemmtilegt. Hann glotti og sagði að miðað við myndirnar, þá hefði æxlið minnkað, og nánast horfið. Hins vegar lét hann líka fylgja með, að það væri í samanburði við myndir frá því í mars. Sem sé áður en ég var skorinn... þannig að ekki er nema von að þar sé minnkun. Hann talaði líka um að breytingar væru á beininu í herðablaðinu, en það væri eðlilegt miðað við skurðinn.
Okkur samdist um að ég kæmi aftur eftir um það bil þrjá mánuði, þ.e. í byrjun febrúar. Þá verða aftur teknar myndir og koma marktækar niðurstöður, vonandi:).
En af öðru er lítið að frétta, nema kannski helst, að restinni af fjölskyldunni heilsast vel, 17. vika meðgöngu byrjuð.
Sjálfur hef ég verið að velta fyrir mér framtíðinni, og hef komist að niðurstöðu í nokkrum veigamiklum atriðum. Það helsta er að hætta söngnámi eftir þennan vetur. Þetta hefur verið erfiður og skemmtilegur tími, og í raun mjög dýrmætur, en nú er bara einhvern veginn komið nóg.
19 október, 2006
Svo sannarlega nýtt líf
Já, best að segja fréttir. Ef það er mælikvarði á alvarleika sjúkdómsins, hversu vel maður fylgist með og passar uppá sig, þá er lítið að. Ég átti tíma í myndatökum í morgun, en steingleymdi að mæta. Þannig að ég þarf að mæta eftir hálfan mánuð. Þetta þýðir að ég fæ ekki heilbrigðisvottorð fyrr en eftir tæpar þrjár vikur.
Ég hef verið nokkuð brokkgengur í heilsu, verið að keyra mig stundum yfir strikið, eins og til dæmis þegar ég hjólaði til Reykjavíkur og til baka í Klukkubergið. Var eins og slytti í tvo daga á eftir. Eins fékk ég einhverskonar flensuskít, hósta og hálsbólgu, það hjálpar ekki til. En að öðru leyti er ég býsna sprækur.
En af öðrum vígstöðvum, þ.e. heimavígstöðvunum, þá höfum við Agnes sett upp hringa, og ekki nóg með það, heldur er hún líka ólétt!!!!! Ekki leiðinlegt...:) Og í raun magnað hversu vel það rímar við nafn síðunnar (þ.e. Nýtt líf, ekki æxlið).
Svo fékk ég líka greidda út sjúkdómstryggingu (sem á sínum tíma var nánast neytt upp á mig) þannig að fjárhagsáhyggjur eru úr sögunni þennan veturinn.
Það má með sanni segja að blessununum rigni yfir mig, og reyndar okkur bæði tvö, kannski er maður að uppskera eftir mögur ár eða eitthvað...?
Ég hef verið nokkuð brokkgengur í heilsu, verið að keyra mig stundum yfir strikið, eins og til dæmis þegar ég hjólaði til Reykjavíkur og til baka í Klukkubergið. Var eins og slytti í tvo daga á eftir. Eins fékk ég einhverskonar flensuskít, hósta og hálsbólgu, það hjálpar ekki til. En að öðru leyti er ég býsna sprækur.
En af öðrum vígstöðvum, þ.e. heimavígstöðvunum, þá höfum við Agnes sett upp hringa, og ekki nóg með það, heldur er hún líka ólétt!!!!! Ekki leiðinlegt...:) Og í raun magnað hversu vel það rímar við nafn síðunnar (þ.e. Nýtt líf, ekki æxlið).
Svo fékk ég líka greidda út sjúkdómstryggingu (sem á sínum tíma var nánast neytt upp á mig) þannig að fjárhagsáhyggjur eru úr sögunni þennan veturinn.
Það má með sanni segja að blessununum rigni yfir mig, og reyndar okkur bæði tvö, kannski er maður að uppskera eftir mögur ár eða eitthvað...?
09 september, 2006
Búið
Þá eru 25 skipti í geislum búin, kláruðust á fimmtudaginn. Þetta var fljótt að líða, hjúkkurnar á K-deildinni voru ósköp ljúfar og góðar, og þetta rann vel.
Geislameðferð er einhvern veginn allt öðruvísi en ég hélt. Hún er svona eins og að drekka 2 lítra af gosi í einu. Ekkert mál til að byrja með, um miðja flösku fer maður að hiksta, og undir lokin alveg pakksaddur, en þó alltaf pláss fyrir einn sopa enn. Samt langar mann ekkert í meira... og gumsið gæti alveg komið allt upp aftur:)
Það var eiginlega fyrst í síðustu vikunni sem ég fór virkilega að finna fyrir aukaverkunum. Þreyttur, en samt ekki syfjaður, brunninn, og hálf ómögulegur einhvernveginn.
Mér finnst ég finna meira og meira fyrir brunanum, en það er víst eðlilegt.
Eftir 6 vikur fer ég í myndatökur og eitthvað fleira, hitti síðan lækninn nokkrum dögum seinna, og verð þá vonandi útskrifaður.
Annars er allt gott að frétta, byrjaður í skólanum og lýst mjög vel á mig þar, Agnes er sæmileg og líka byrjuð í skóla, ég er á bíl þessa dagana, þannig að ekki er hægt að kvarta:)
Geislameðferð er einhvern veginn allt öðruvísi en ég hélt. Hún er svona eins og að drekka 2 lítra af gosi í einu. Ekkert mál til að byrja með, um miðja flösku fer maður að hiksta, og undir lokin alveg pakksaddur, en þó alltaf pláss fyrir einn sopa enn. Samt langar mann ekkert í meira... og gumsið gæti alveg komið allt upp aftur:)
Það var eiginlega fyrst í síðustu vikunni sem ég fór virkilega að finna fyrir aukaverkunum. Þreyttur, en samt ekki syfjaður, brunninn, og hálf ómögulegur einhvernveginn.
Mér finnst ég finna meira og meira fyrir brunanum, en það er víst eðlilegt.
Eftir 6 vikur fer ég í myndatökur og eitthvað fleira, hitti síðan lækninn nokkrum dögum seinna, og verð þá vonandi útskrifaður.
Annars er allt gott að frétta, byrjaður í skólanum og lýst mjög vel á mig þar, Agnes er sæmileg og líka byrjuð í skóla, ég er á bíl þessa dagana, þannig að ekki er hægt að kvarta:)
24 ágúst, 2006
3/2
Nei, ekki taktur heldur þrjár vikur búnar og tvær eftir í geislum.
Nú er róðurinn heldur farinn að þyngjast, soldið þreyta í gangi, skólinn að byrja og allt það.
Stefni á að vera sjúklingur fram að áramótum, sé svo til. Vonandi verður ekki tilefni til að vera það lengur.
Annars slepp ég vel miðað við kallana sem eru í geislum vegna blöðruhálskrabba, treysti mér ekki til að hafa eftir umræðuefnið á biðstofunni í morgun;) en það var býsna kómískt (þ.e. ef maður lendir ekki í því sjálfur).
Annars er allt gott að frétta, er spenntur að byrja í skólanum, og nánast alveg fluttur inn á Agnesi, sem er gaman:)
Nú er róðurinn heldur farinn að þyngjast, soldið þreyta í gangi, skólinn að byrja og allt það.
Stefni á að vera sjúklingur fram að áramótum, sé svo til. Vonandi verður ekki tilefni til að vera það lengur.
Annars slepp ég vel miðað við kallana sem eru í geislum vegna blöðruhálskrabba, treysti mér ekki til að hafa eftir umræðuefnið á biðstofunni í morgun;) en það var býsna kómískt (þ.e. ef maður lendir ekki í því sjálfur).
Annars er allt gott að frétta, er spenntur að byrja í skólanum, og nánast alveg fluttur inn á Agnesi, sem er gaman:)
17 ágúst, 2006
Passíusálmur 51
Reyndar bara póstur númer fimmtíuogeitt. Fannst bara svo flott að vitna í Stein Steinarr.
Allt um það. Núna ætti ég að vera að gera eitthvað annað en að blogga, til dæmis kontrapunkt, eða hvíla mig. En það er nú svo margt annað spennandi...
Nú eru 10 skipti af 25 búin í geislum. Það þýðir að meira en 1/3 er búinn, og ég klára meðferð á fimmtudegi eftir nákvæmlega 3 vikur.
Aukaverkanir vegna meðferðar virðast koma og fara, þ.e. ég er mismunandi vel upplagður milli daga. Suma daga er ég eiturhress og frískur, aðra er ég frekar þreyttur og dasaður.
000---000---000---000
Og á landsspítalanum
er laglegur maður
með mikið enni
og móleitt hár.
Sem leiðist að vera krossfestur
á hverjum degi...
000---000---000---000
En endar ekki passían á sigri í upprisunni?
Allt um það. Núna ætti ég að vera að gera eitthvað annað en að blogga, til dæmis kontrapunkt, eða hvíla mig. En það er nú svo margt annað spennandi...
Nú eru 10 skipti af 25 búin í geislum. Það þýðir að meira en 1/3 er búinn, og ég klára meðferð á fimmtudegi eftir nákvæmlega 3 vikur.
Aukaverkanir vegna meðferðar virðast koma og fara, þ.e. ég er mismunandi vel upplagður milli daga. Suma daga er ég eiturhress og frískur, aðra er ég frekar þreyttur og dasaður.
000---000---000---000
Og á landsspítalanum
er laglegur maður
með mikið enni
og móleitt hár.
Sem leiðist að vera krossfestur
á hverjum degi...
000---000---000---000
En endar ekki passían á sigri í upprisunni?
09 ágúst, 2006
Peran
Ég er búinn að vera soldið stúrinn síðustu daga, eiginlega bara hræddur. Það hefur verið í mér slen og þreyta og svolítill hósti. Hræðslan kemur sennilega frá því að þetta eru sömu einkenni og voru fyrirboðar aðgerðarinnar í vor.
Blóðið var mælt í mér, og það virðist allt vera í lagi, raunar alveg prýðilegt. Þannig lítur helst út fyrir að áhyggjur mínar séu ekki á rökum reistar. Sennilega er um uppsafnaða spennu og þreytu að ræða. En það er nú svo að mér líður strax betur, að vita þetta!
Það er sérstakt að uppgötva hvað maður er góður að segja sjálfum sér ósatt. Ég hélt satt að segja að allt væri í lagi. Svo er mér bent á að ég sé sífellt geyspandi og þreytulegur, virðist detta niður í hálfgert þunglyndi og sé óvenju mislyndur.
Það kviknaði á peru minni, sem aldrei fyrr! Einfaldlega er ég áhyggjufyllri, hræddari og kvíðnari fyrir komandi meðferð og framhaldinu, en mig nokkurntímann grunaði. Og þá er bara tvennt í stöðunni, að halda áfram eða gefast upp.
Í raun er svo þriðja leiðin, þ.e. að gefast upp og halda áfram. Þá gefst maður upp fyrir aðstæðunum, sættir sig við þær, og heldur áfram út frá þeim. Það er leiðin sem ég ætla að fara...
Svo er nú það sem skekkir jöfnuna, að ekki hef ég lengur bara um mig einan að hugsa, heldur hefur bæst við heil manneskja í mína eins manns fjölskyldu, sem er orðin tveggja manna. Ég er að minnsta kosti ekki í góðri þjálfun í slíkum aðstæðum, vanastur því að vera einn, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.
En nýju lífi fylgja ný tækifæri, bara spurning um að koma auga á þau!
Blóðið var mælt í mér, og það virðist allt vera í lagi, raunar alveg prýðilegt. Þannig lítur helst út fyrir að áhyggjur mínar séu ekki á rökum reistar. Sennilega er um uppsafnaða spennu og þreytu að ræða. En það er nú svo að mér líður strax betur, að vita þetta!
Það er sérstakt að uppgötva hvað maður er góður að segja sjálfum sér ósatt. Ég hélt satt að segja að allt væri í lagi. Svo er mér bent á að ég sé sífellt geyspandi og þreytulegur, virðist detta niður í hálfgert þunglyndi og sé óvenju mislyndur.
Það kviknaði á peru minni, sem aldrei fyrr! Einfaldlega er ég áhyggjufyllri, hræddari og kvíðnari fyrir komandi meðferð og framhaldinu, en mig nokkurntímann grunaði. Og þá er bara tvennt í stöðunni, að halda áfram eða gefast upp.
Í raun er svo þriðja leiðin, þ.e. að gefast upp og halda áfram. Þá gefst maður upp fyrir aðstæðunum, sættir sig við þær, og heldur áfram út frá þeim. Það er leiðin sem ég ætla að fara...
Svo er nú það sem skekkir jöfnuna, að ekki hef ég lengur bara um mig einan að hugsa, heldur hefur bæst við heil manneskja í mína eins manns fjölskyldu, sem er orðin tveggja manna. Ég er að minnsta kosti ekki í góðri þjálfun í slíkum aðstæðum, vanastur því að vera einn, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.
En nýju lífi fylgja ný tækifæri, bara spurning um að koma auga á þau!
03 ágúst, 2006
Geislarnir...
Svona lítur undirbúningurinn út, maður allur útteiknaður, má ekki fara í sund
En við látum ekki hugfallast, geislandi af hamingju, sperrir maður sig í einhverri vitleysu
Á biðstofunni er mikilvægt að velja réttu bókmenntirnar, hverjum er ekki sama hver er með hverjum í Séð og Heyrt, Andrés Önd er alltaf frændi Ripp, Rapp og Rupp
Svona lítur geislatækið út, og ég reyndar í því. Ég kem þarna 24 sinnum í viðbót, tekur korter í hvert skipti. Þetta er gert til að drepa vonda og hjálpa góða
Og hér sjáum við einkabílstjórann og kærustuna Agnesi, henni leiðist greinilega ekki
09 júlí, 2006
Óheppinn!
Ég var í sundi í fyrradag, og rakst þar á sirka 8 ára gamlan strák.
Hann spurði mig hvers vegna ég væri með þennan skurð á bakinu.
Ég sagði að það hefði þurft að fjarlægja æxli.
Hann sagði: Óheppinn!!! En þú lærðir nú á því, er það ekki?
Jú, ég hélt það nú.
Kannski hélt hann að þetta væri eins og ef maður væri að klifra eitthvað sem hefði verið bannað, svo dottið og slasað sig, og þá væntanlega í framhaldinu lært sína lexíu.
En hef ég lært á þessu?
Kannski helst, að það er ekki eftir neinu að bíða. Vilji maður hamingju- og innihaldsríkt líf, þarf að byrja strax. Ekki á morgun, það gæti verið of seint. Í dag er tækifærið og maður verður að nýta það.
Það er skrýtið að þurfa að fá svona áfall til að átta sig á því...
Hann spurði mig hvers vegna ég væri með þennan skurð á bakinu.
Ég sagði að það hefði þurft að fjarlægja æxli.
Hann sagði: Óheppinn!!! En þú lærðir nú á því, er það ekki?
Jú, ég hélt það nú.
Kannski hélt hann að þetta væri eins og ef maður væri að klifra eitthvað sem hefði verið bannað, svo dottið og slasað sig, og þá væntanlega í framhaldinu lært sína lexíu.
En hef ég lært á þessu?
Kannski helst, að það er ekki eftir neinu að bíða. Vilji maður hamingju- og innihaldsríkt líf, þarf að byrja strax. Ekki á morgun, það gæti verið of seint. Í dag er tækifærið og maður verður að nýta það.
Það er skrýtið að þurfa að fá svona áfall til að átta sig á því...
28 júní, 2006
Nú verða sagðar fréttir.
Hitti krabbameinslækninn í dag. Hann sagði að við rannsókn æxlisins hefði komið í ljós vöxtur í jaðri þess. Það þýðir að sennilega er áframhaldandi vöxtur í herðablaðinu.
Þá væri tvennt til ráða, annarsvegar að skera aftur og taka meira, sem væri ekki góður kostur vegna þess að það myndi skerða hreyfigetu handleggsins töluvert. Hins vegar væri hægt að geisla svæðið og reyna að drepa vöxtinn þannig.
Og það var ákveðið.
Í byrjun ágúst fer ég í geislameðferð, sem mun standa yfir í u.þ.b. 6 vikur. Fyrst mæti ég í einhverskonar undirbúning, myndatökur og rannsóknir, og svo verður geislað einu sinni á dag í fimm vikur.
Mögulegar aukaverkanir eru roði í húð og þreyta. En ekki er víst að ég finni fyrir nokkrum slíkum.
Annars er ég orðinn hundleiður á þessu og ætla að reyna að njóta sumarsins eins og hægt er, þegar þannig viðrar.
Þá væri tvennt til ráða, annarsvegar að skera aftur og taka meira, sem væri ekki góður kostur vegna þess að það myndi skerða hreyfigetu handleggsins töluvert. Hins vegar væri hægt að geisla svæðið og reyna að drepa vöxtinn þannig.
Og það var ákveðið.
Í byrjun ágúst fer ég í geislameðferð, sem mun standa yfir í u.þ.b. 6 vikur. Fyrst mæti ég í einhverskonar undirbúning, myndatökur og rannsóknir, og svo verður geislað einu sinni á dag í fimm vikur.
Mögulegar aukaverkanir eru roði í húð og þreyta. En ekki er víst að ég finni fyrir nokkrum slíkum.
Annars er ég orðinn hundleiður á þessu og ætla að reyna að njóta sumarsins eins og hægt er, þegar þannig viðrar.
20 júní, 2006
Það kom að því
að eitthvað nýtt fréttist.
Læknirinn hringdi í mig í gær og sagði mér að kanarnir hefðu komist að sömu niðurstöðu og þeir hérna heima.
Semsé að æxlið hafi verið risafrumutúmor, illskeytt, hrattvaxandi, góðkynja sem vex í bein og æðar.
Hann sagði mér að einhvern næstu daga myndi krabbameinslæknir hringja í mig, og að öllum líkindum myndi hann vilja geisla öxlina.
Mér skilst að einna helstu aukaverkanir sem fylgja geislun, sé sólbruni og þá gjarnan innanfrá.
Það er þá sennilega best að fara að drekka sólvörnina sem fyrst, allavega virðist alveg marklaust að bera hana á sig útvortis, eins og sumarið hefur verið þetta haustið.
Læknirinn hringdi í mig í gær og sagði mér að kanarnir hefðu komist að sömu niðurstöðu og þeir hérna heima.
Semsé að æxlið hafi verið risafrumutúmor, illskeytt, hrattvaxandi, góðkynja sem vex í bein og æðar.
Hann sagði mér að einhvern næstu daga myndi krabbameinslæknir hringja í mig, og að öllum líkindum myndi hann vilja geisla öxlina.
Mér skilst að einna helstu aukaverkanir sem fylgja geislun, sé sólbruni og þá gjarnan innanfrá.
Það er þá sennilega best að fara að drekka sólvörnina sem fyrst, allavega virðist alveg marklaust að bera hana á sig útvortis, eins og sumarið hefur verið þetta haustið.
11 júní, 2006
Jæja, jæja
enn er ekkert nýtt að frétta, kannski verður bara ekkert meira að frétta?
En ég er hress og bið fólk að njóta sumarsins...
En ég er hress og bið fólk að njóta sumarsins...
02 júní, 2006
Skrýtið,
að vera heima í veikindaleyfi, og vera ekki nógu slappur og aumur til að "njóta" þess.
Í staðinn situr maður uppi með bullandi sektarkennd yfir því að mæta ekki í vinnuna???
Samt er ég örugglega óvinnufær, heftin tekin úr fyrir 2 dögum, en ég er mjög hreyfanlegur og það veldur ruglingi í mér (og kannski öðrum).
Í staðinn situr maður uppi með bullandi sektarkennd yfir því að mæta ekki í vinnuna???
Samt er ég örugglega óvinnufær, heftin tekin úr fyrir 2 dögum, en ég er mjög hreyfanlegur og það veldur ruglingi í mér (og kannski öðrum).
27 maí, 2006
Rennilás
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði hljóta sérfræðingar SHA fyrir þá snjöllu lausn, að setja rennilás á sjúklinga til að auðvelda viðhald á innyflum.
Sérstök járn sem rennt er sundur og saman flýta fyrir, þar sem sjúklingurinn þarf ekki að "gróa" sára sinna í hvert sinn sem viðhald hefur farið fram, heldur er eitt skipti nóg, þ.e. þegar rennilásinn er settur.
Helsti galli þessarar lausnar hefur verið að lásinn hefur átt til að gliðna við mikil átök, en það var leyst með svokölluðum innri lás, eða frönskum. Þá er tekinn húðflipi með miklu hári, helst af læri, og hann græddur undir vinstri barm sársins. Hár flipans krækjast svo í fitulag hægri sárabarmsins og gefa gríðarlegan styrk, og auka teygjanleika.
23 maí, 2006
Næstu
daga verður lítið að frétta, hitti lækninn um mánaðarmót, eða í kringum þau. Þangað til verð ég bara í því að gróa.
Hef nettar áhyggjur af því að ofgera mér, vegna yfirgengilegs hressleika. En það er þó skárra en koðna niður í ömurleik. Best væri þó að fara bil beggja...
Kannski maður bara skelli sér í sveitina um helgina, það er aldrei að vita:)
Hef nettar áhyggjur af því að ofgera mér, vegna yfirgengilegs hressleika. En það er þó skárra en koðna niður í ömurleik. Best væri þó að fara bil beggja...
Kannski maður bara skelli sér í sveitina um helgina, það er aldrei að vita:)
20 maí, 2006
...ég er kominn heim.
Þó ekki hýr og rjóð, eins og segir í ljóðinu, er býsna streit ennþá og blóðleysi hamlar eplakinnum og blómvörum:)
Best að fara aðeins yfir málið. Var skorinn á þriðjudag, það gekk ekki alveg eins vel og þeir doksar vonuðu, en þó vel. Æxlið var í einhverskonar skurn, eða himnu og þeir höfðu vonast til að geta náð því öllu í einu. Þegar til kom, var það ekki hægt, og þeir neyddust til að skilja eftir einhvern hluta þessarar himnu. Þeir tóku sýni sem er í ræktun og skoðun á einhverjum fínum stað í útlöndum, og það kemur vonandi gott út úr því.
Mögulegt er að það þurfi að geisla mig, eða setja á einhver lyf, en það kemur í ljós þegar niðurstöður koma úr sýninu. Ef ég hef skilið það rétt, er það kannski vegna þess að þeim tókst ekki að ná þessari himnu, annars er það bara útaf einhverju öðru.
Fyrir áhugafólk um blóðtölur, var ég lagður inn á mánudaginn með töluna 140. Þriðjudagurinn fór svo í aðgerðina, þar sem ég missti töluvert blóð, og var gefið það sem þeir kalla 4 einingar af blóði. Á miðvikudaginn var ég svo með eitthvað rúmlega 90. Á fimmtudaginn fór ég niðurí 75, en á föstudaginn fór ég í 76. Þar með þótti ljóst að ég væri hættur að lækka, og ákveðið var að gefa mér ekki blóð. Hins vegar skildist mér að í kringum 80 væru þau mörk sem miðað væri við að byrja að gefa.
Best að fara aðeins yfir málið. Var skorinn á þriðjudag, það gekk ekki alveg eins vel og þeir doksar vonuðu, en þó vel. Æxlið var í einhverskonar skurn, eða himnu og þeir höfðu vonast til að geta náð því öllu í einu. Þegar til kom, var það ekki hægt, og þeir neyddust til að skilja eftir einhvern hluta þessarar himnu. Þeir tóku sýni sem er í ræktun og skoðun á einhverjum fínum stað í útlöndum, og það kemur vonandi gott út úr því.
Mögulegt er að það þurfi að geisla mig, eða setja á einhver lyf, en það kemur í ljós þegar niðurstöður koma úr sýninu. Ef ég hef skilið það rétt, er það kannski vegna þess að þeim tókst ekki að ná þessari himnu, annars er það bara útaf einhverju öðru.
Fyrir áhugafólk um blóðtölur, var ég lagður inn á mánudaginn með töluna 140. Þriðjudagurinn fór svo í aðgerðina, þar sem ég missti töluvert blóð, og var gefið það sem þeir kalla 4 einingar af blóði. Á miðvikudaginn var ég svo með eitthvað rúmlega 90. Á fimmtudaginn fór ég niðurí 75, en á föstudaginn fór ég í 76. Þar með þótti ljóst að ég væri hættur að lækka, og ákveðið var að gefa mér ekki blóð. Hins vegar skildist mér að í kringum 80 væru þau mörk sem miðað væri við að byrja að gefa.
18 maí, 2006
Myndir
Gunni bróðir kom í heimsókn í gærkvöldi og tók þessar myndir
Hér sést vel lengd skurðarins
Takið eftir hægra megin á myndinni, þ.e. sviðsvinstra fyrir leikhúsfólkið, að þar virðist ég vera heldur vambmikill. Þetta er nú vegna þess að þrátt fyrir dren sem sett var og við sjáum hér neðar, nær ekki að fanga allt sullið sem kemur úr sárinu, þannig að það lekur þarna niður í kviðarholið og á sennilega eftir að mynda stóran og fallegan marblett.
Hér má sjá útbúnaðinn sem maður þarf, fatla til að hafa hendi og dren í og svo gulan galla, þ.e. ef maður er á Akranesi. Ég hef það fyrir satt að þjónustan sé margfalt betri ef maður segist vera ÍA maður frekar en eitthvað annað. Að minnsta kosti kvarta ég ekki.
Hér þótti okkur bræðrum við hæfi að hafa kvarða. Það nærtækasta var legókubbur úr leiksvæðinu í setustofunni(nb. þetta er átta takka stór legókubbur). Þar voru þessar myndir einnig teknar, yfir júróvísjón áhorfi.
Þarna sést líka vel að drenið er leitt úr skurðinum og tekið út undir hendinni, ekki beint úr skurðinum.
Þeir eru sniðuðgir þessir kallar....
Hér sést vel lengd skurðarins
Takið eftir hægra megin á myndinni, þ.e. sviðsvinstra fyrir leikhúsfólkið, að þar virðist ég vera heldur vambmikill. Þetta er nú vegna þess að þrátt fyrir dren sem sett var og við sjáum hér neðar, nær ekki að fanga allt sullið sem kemur úr sárinu, þannig að það lekur þarna niður í kviðarholið og á sennilega eftir að mynda stóran og fallegan marblett.
Hér má sjá útbúnaðinn sem maður þarf, fatla til að hafa hendi og dren í og svo gulan galla, þ.e. ef maður er á Akranesi. Ég hef það fyrir satt að þjónustan sé margfalt betri ef maður segist vera ÍA maður frekar en eitthvað annað. Að minnsta kosti kvarta ég ekki.
Hér þótti okkur bræðrum við hæfi að hafa kvarða. Það nærtækasta var legókubbur úr leiksvæðinu í setustofunni(nb. þetta er átta takka stór legókubbur). Þar voru þessar myndir einnig teknar, yfir júróvísjón áhorfi.
Þarna sést líka vel að drenið er leitt úr skurðinum og tekið út undir hendinni, ekki beint úr skurðinum.
Þeir eru sniðuðgir þessir kallar....
Hér er ég....
sumsé, vaknaður eftir aðgerð. Reyndar vaknaði ég heldur fyrr, þ.e. í fyrradag og var heldur ruglaður. Læknirinn var að reyna að segja mér eitthvað, en það var nú bara eins og að henda perlum fyrir svín.
Sem betur fer hringdi hann svo bara í mömmu, og Stefán bró setti inn þær upplýsingar sem hér birtust í kommentunum eftir því. Þannig að nú vitið þið jafn mikið og ég.
En ég á von á því að hitta doksa hér á eftir þar sem nánar verður vélað um framhald þessa máls og mér mögulega sleppt heim, kannski þó ekki fyrr en á morgun eða hinn.
Annars líður mér nú bara alveg bærilega, eiginlega betur en ég hefði að óreyndu trúað, þvælist reyndar með drenpoka, sem liggur úr skurðinum til að taka affallið sem seytlar úr við skurðinn. En það er nú samt ekkert til að hafa áhyggjur af. Einnig segja þeir að ég sé heldur blóðlítill, eigi bara eftir að vinna það upp.
Á von á Gunna bró á eftir, bað hann að taka með sér myndavélina, þannig að vonandi fáið þið að sjá stórkostlegar myndir af sigri læknavísindanna yfir hinu illa...
Sem betur fer hringdi hann svo bara í mömmu, og Stefán bró setti inn þær upplýsingar sem hér birtust í kommentunum eftir því. Þannig að nú vitið þið jafn mikið og ég.
En ég á von á því að hitta doksa hér á eftir þar sem nánar verður vélað um framhald þessa máls og mér mögulega sleppt heim, kannski þó ekki fyrr en á morgun eða hinn.
Annars líður mér nú bara alveg bærilega, eiginlega betur en ég hefði að óreyndu trúað, þvælist reyndar með drenpoka, sem liggur úr skurðinum til að taka affallið sem seytlar úr við skurðinn. En það er nú samt ekkert til að hafa áhyggjur af. Einnig segja þeir að ég sé heldur blóðlítill, eigi bara eftir að vinna það upp.
Á von á Gunna bró á eftir, bað hann að taka með sér myndavélina, þannig að vonandi fáið þið að sjá stórkostlegar myndir af sigri læknavísindanna yfir hinu illa...
14 maí, 2006
Það er bæði satt og
rétt, að ég hef sjálfur ákveðið að hafa þetta blogg svona. Það er bara svolítið erfitt að lesa sjálfur þetta raunaraus eftirá.
Var annars að koma af alveg ágætri frumsýningu á Litlu Hryllingsbúðinni í óperunni, og var líka að fylgjast með norðurlandamótinu í lyftingum í Smáralind í dag.
Á milli fór ég svo í stórafmæli Pálma Hrafns frænda míns, sem verður tveggja ára 17. maí
Var annars að koma af alveg ágætri frumsýningu á Litlu Hryllingsbúðinni í óperunni, og var líka að fylgjast með norðurlandamótinu í lyftingum í Smáralind í dag.
Á milli fór ég svo í stórafmæli Pálma Hrafns frænda míns, sem verður tveggja ára 17. maí
13 maí, 2006
Sjálfhverfa
Er nokkuð sjálfhverfara en manneskja sem bloggar um eigið líf, nema ef vera skyldi tenór að blogga?
Það er sérstakt að renna í gegnum færslurnar og lesa um sjálfan sig eftirá. ÉG með æxli, ÉG í nýja gallanum mínum, nýji skurðurinn MINN, læknirinn MINN hringdi í MIG og svo framvegis...
Ég, ég, ég og aftur ég. Er kannski bara nóg komið?
Það er sérstakt að renna í gegnum færslurnar og lesa um sjálfan sig eftirá. ÉG með æxli, ÉG í nýja gallanum mínum, nýji skurðurinn MINN, læknirinn MINN hringdi í MIG og svo framvegis...
Ég, ég, ég og aftur ég. Er kannski bara nóg komið?
09 maí, 2006
Staðfestar fréttir
Sjúkrahúsið á Akranesi ætlar að taka á móti mér á mánudaginn 15. maí, kl. 13.00 og skoða mig. Væntanlega verð ég þar yfir nóttina, og skorinn á þriðjudeginum, eftir hádegi.
Þetta mun ganga mjög vel, og ég verð orðinn gríðarlega hress fljótlega.
Að öðru, það er soldið skemmtilegt að spöglera í því sem manni er ráðlagt. Og það í sjálfu sér að fólk, sem er manni misnáið, finni sig knúið til að gefa manni ráð.
Til dæmis hefur mér verið ráðlagt að borða ekki ákveðið kjöt, heldur hinsegin, drekka ákveðinn drykk, og þess háttar ráðleggingar sem snúa að mat. Einnig hefur fólki verið tíðrætt um hegðun, til dæmis að ég eigi nú að hvíla mig vel, fara í sund og svo framvegis.
Einnig hefur, tja, nokkuð oft komið upp þessi setning: "Þú verður að passa þig að loka þig ekki af." Það er nú samt þannig, að það var það sem mér fannst ég eiginlega þurfa hvað mest, sérstaklega fyrst, en hafði ekki tíma til. Það er, mig vantaði tíma til að sitja einn heima og spökulera um þetta ástand, átta mig á því, og kannski einhvern veginn venjast því.
Mig langaði ekkert sérstaklega til að vaða um allt og þurfa að útskýra, nánast á klukkutímafresti, hvað væri að, hvernig það hefði skeð og hvað yrði gert og hvenær. Vitandi ekki sjálfur svarið við neinum af þessum spurningum.
Hins vegar eru þessi ráð öll gefin af góðum hug, og hver veit nema maður nýti sér einhver, eða jafnvel öll:)
Þetta mun ganga mjög vel, og ég verð orðinn gríðarlega hress fljótlega.
Að öðru, það er soldið skemmtilegt að spöglera í því sem manni er ráðlagt. Og það í sjálfu sér að fólk, sem er manni misnáið, finni sig knúið til að gefa manni ráð.
Til dæmis hefur mér verið ráðlagt að borða ekki ákveðið kjöt, heldur hinsegin, drekka ákveðinn drykk, og þess háttar ráðleggingar sem snúa að mat. Einnig hefur fólki verið tíðrætt um hegðun, til dæmis að ég eigi nú að hvíla mig vel, fara í sund og svo framvegis.
Einnig hefur, tja, nokkuð oft komið upp þessi setning: "Þú verður að passa þig að loka þig ekki af." Það er nú samt þannig, að það var það sem mér fannst ég eiginlega þurfa hvað mest, sérstaklega fyrst, en hafði ekki tíma til. Það er, mig vantaði tíma til að sitja einn heima og spökulera um þetta ástand, átta mig á því, og kannski einhvern veginn venjast því.
Mig langaði ekkert sérstaklega til að vaða um allt og þurfa að útskýra, nánast á klukkutímafresti, hvað væri að, hvernig það hefði skeð og hvað yrði gert og hvenær. Vitandi ekki sjálfur svarið við neinum af þessum spurningum.
Hins vegar eru þessi ráð öll gefin af góðum hug, og hver veit nema maður nýti sér einhver, eða jafnvel öll:)
04 maí, 2006
Óstaðfestar fregnir
herma að ég fari í skurð þann 16. maí.
Er annars að fara í veikindaleyfi frá vinnunni eftir helgi, hef bara ekki lengur orku í að sinna henni.
Mikið rosalega er leiðinlegt að bíða svona.
Er annars að fara í veikindaleyfi frá vinnunni eftir helgi, hef bara ekki lengur orku í að sinna henni.
Mikið rosalega er leiðinlegt að bíða svona.
01 maí, 2006
Óleiðindaball
Eins og sést mjög glögglega á þessari mynd, var frekar óleiðinlegt á Söngvara-ballinu í Óperunni í gær. Solla sýningarstjóri, ég og Tinna saumó (og orðtakið, að vera eins og hross í afmæli, öðlast skýrari merkingu).
Davíð Ólafs fór á kostum í skipulagningu og veislustjórn þessa viðburðar, sem verður án efa að föstum punkti í tilverunni.
Það er eitthvað svo sætt við þessa mynd, við Elma í sveiflu, en bara spurning hvað Skarpi er að spá þarna á bakvið?
Myndirnar eru teknar af Alberti Bergþórsmanni og stolnar héðan.
29 apríl, 2006
Og að gefnu tilefni,
netfangið mitt er falið hér á síðunni, hægra megin við myndina, undir Wiew my complete profile. Ef maður klikkar á það, kemur upp hnappur vinstra megin á skjánum, þar sem stendur Email. Vinstriklikki maður á hann ætti að koma upp bréfsefni með netfanginu mínu. Annars er netfangið villithorsig@hotmail.com
Líka, eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er myndin sem birtist við hliðina á nafninu mínu, ekki af mér. Þetta er mynd af Fritz Wunderlich, hinum undursamlega tenór (reyndar þýðir Wunderlich undarlegur), sem dó því miður af slysförum árið 1966, einungis 36 ára gamall. Hann hefur verið uppáhaldstenórinn minn síðan ég fór að halda upp á slíka. Ef lesendur hafa ekki enn heyrt Die Schöne Mullerin og Dichterliebe með Wunderlich, eru þeir hér með hvattir til að láta það ekki bíða lengur, því þar ríkir fegurðin ein.
Erum við ekki annars bara soldið líkir????
Líka, eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er myndin sem birtist við hliðina á nafninu mínu, ekki af mér. Þetta er mynd af Fritz Wunderlich, hinum undursamlega tenór (reyndar þýðir Wunderlich undarlegur), sem dó því miður af slysförum árið 1966, einungis 36 ára gamall. Hann hefur verið uppáhaldstenórinn minn síðan ég fór að halda upp á slíka. Ef lesendur hafa ekki enn heyrt Die Schöne Mullerin og Dichterliebe með Wunderlich, eru þeir hér með hvattir til að láta það ekki bíða lengur, því þar ríkir fegurðin ein.
Erum við ekki annars bara soldið líkir????
Svona
rétt til að öppdeita, doktorinn hafði samband og sagði að nú stæði aðallega á því að þeir skurðfélagar finndu tíma sem þeir væru báðir lausir. En ekki bara það heldur þarf skurðstofan líka að vera laus. Ég er alltaf laus, en það er nú eiginlega aukaatriði:)
Sumsé meiriháttar púsluspil.
Í sambandi við myndir, þá er ég að fara á söngvaraball í óperunni á morgun, þannig að ég verð mjög líklega á forsíðu Séð og Heyrt í næstu viku. Annars hef ég fullan hug á að láta mynda mig í kjólfötunum hans afa og mun án efa birta eina eða tvær slíkar hér.
Vegna fjölda (eða minnsta kosti nokkurra) áskorana um birtingu fleiri nektarmynda, þá hef ég ákveðið að bjóða frekar uppá heimsendingu. Þ.e. ef gríðarlegur áhugi er fyrir hendi, þá mæti ég bara á staðinn (ath, tilboð sem gildir einungis fyrir ungar og einhleypar stúlkur:)
Sumsé meiriháttar púsluspil.
Í sambandi við myndir, þá er ég að fara á söngvaraball í óperunni á morgun, þannig að ég verð mjög líklega á forsíðu Séð og Heyrt í næstu viku. Annars hef ég fullan hug á að láta mynda mig í kjólfötunum hans afa og mun án efa birta eina eða tvær slíkar hér.
Vegna fjölda (eða minnsta kosti nokkurra) áskorana um birtingu fleiri nektarmynda, þá hef ég ákveðið að bjóða frekar uppá heimsendingu. Þ.e. ef gríðarlegur áhugi er fyrir hendi, þá mæti ég bara á staðinn (ath, tilboð sem gildir einungis fyrir ungar og einhleypar stúlkur:)
26 apríl, 2006
Niðurstaðan
er orðin endanleg, þ.e. Ameríkanarnir komust að sömu niðurstöðu og Íslendingarnir. Sem er gott.
Nú bíð ég bara eftir því að læknarnir fái tíma á Skaganum, það verður um eða uppúr miðjum maí, en eins og læknirinn sagði svosem sjálfur, hefur þetta tilhneygingu til að teygjast í hinn endann.
En allavega er þetta komið á hreint
Nú bíð ég bara eftir því að læknarnir fái tíma á Skaganum, það verður um eða uppúr miðjum maí, en eins og læknirinn sagði svosem sjálfur, hefur þetta tilhneygingu til að teygjast í hinn endann.
En allavega er þetta komið á hreint
22 apríl, 2006
Sýnaskurðurinn
leit svona út sennilega 15. apríl, uþb. viku eftir aðgerð. Gunni bró taldi 11 spor.
Og Zoolander hittir hér fyrir KillBill(brúðgumann?)
Held að þetta sé BLUE STEELE svipurinn, ætlaði að taka MAGNUM, en hann var bara ekki tilbúinn.
Og að gefnu tilefni, gallinn hefur ekkert með ÍA að gera. Bara svo það sé á hreinu...
21 apríl, 2006
Sumarið
er víst komið, ég get svarið að það snjóaði í dag.
Það er annars langt síðan síðast, en það er nú bara vegna þess að ekkert er að frétta. Ætlaði annars að setja inn myndir af sýnatökuskurðinum og KillBillHenson gallanum mínum nýja fína, sem unglingadeildin niðrí óperu ákvað að gefa mér, en þær eru hjá Gunna bró.
En sumsé hann lítur uþb. svona út, þ.e. gallinn og er alveg meiriháttar.
Mig nefnilega vantaði svona sjúklingaföt, til vera í á spítalanum.
Takk fyrir það krakkar, og gleðilegt sumar.
11 apríl, 2006
Loksins...., næstum því
Doktorinn hringdi semsagt í dag og sagði mér að 99.99% líkur væru á því að þetta væri risafrumuæxli. Hinsvegar þyrfti að útiloka þetta 0.01% og það yrði gert með því að senda sýnið til Bandaríkjanna. Niðurstöður úr því koma fljótlega eftir páska.
Hann sagði líka að eftir að hafa rætt við kollegana í Svíþjóð og á Íslandi, væri hann helst kominn að þeirri niðurstöðu að gera þessa aðgerð hér heima. Aðgerðina myndi hann þá gera sjálfur ásamt kollega sínum, líklega uppá Akranesi.
Aðspurður hvenær það yrði svona sirka, þá giskaði hann á byrjun maí, eða í fyrstu, annari eða þriðju viku maí, svona til að þrengja þetta aðeins.
Hann sagði líka að eftir að hafa rætt við kollegana í Svíþjóð og á Íslandi, væri hann helst kominn að þeirri niðurstöðu að gera þessa aðgerð hér heima. Aðgerðina myndi hann þá gera sjálfur ásamt kollega sínum, líklega uppá Akranesi.
Aðspurður hvenær það yrði svona sirka, þá giskaði hann á byrjun maí, eða í fyrstu, annari eða þriðju viku maí, svona til að þrengja þetta aðeins.
10 apríl, 2006
Styttist í ....
Var að heyra í lækninum, hann sagði að niðurstöðu væri að vænta á morgun, seinnipartinn, myndi hringja í mig þá.
Skurðurinn var að hans sögn rúmlega 5cm og býsna djúpur, þurfti að brenna fyrir litlar æðar.
Sýnið var svo gott að nóg er að skoða það hér heima, þannig að hér verða vonandi góðar fréttir á morgun.
Skurðurinn var að hans sögn rúmlega 5cm og býsna djúpur, þurfti að brenna fyrir litlar æðar.
Sýnið var svo gott að nóg er að skoða það hér heima, þannig að hér verða vonandi góðar fréttir á morgun.
08 apríl, 2006
07 apríl, 2006
Ógleði
Var kominn heim, býsna hress, eftir mat með mömmu.
Þá varð mér óglatt, án þess þó að þurfa að kasta upp, bara býsna skrýtin og óþægileg upplifun. Tók þá einnig eftir að blætt hafði í gegn um umbúðirnar. Hringdi þá á skurðstofuna, var sagt að mæta.
Hitti lækninn, hann skipti um á skurðinum og sagði mér að harka af mér ógleðina, drekka bara vatn og bíða. Sagði líka að þetta væri ekki mikil blæðing:)
Núna er ég búinn að drekka mikið vatn, leggja mig og er stálsleginn, nema nú fatta ég að parkódín virkar, þ.e. er hætt að virka í þessu tilfelli.
Þá varð mér óglatt, án þess þó að þurfa að kasta upp, bara býsna skrýtin og óþægileg upplifun. Tók þá einnig eftir að blætt hafði í gegn um umbúðirnar. Hringdi þá á skurðstofuna, var sagt að mæta.
Hitti lækninn, hann skipti um á skurðinum og sagði mér að harka af mér ógleðina, drekka bara vatn og bíða. Sagði líka að þetta væri ekki mikil blæðing:)
Núna er ég búinn að drekka mikið vatn, leggja mig og er stálsleginn, nema nú fatta ég að parkódín virkar, þ.e. er hætt að virka í þessu tilfelli.
Jæja, vaknaður!
Þetta var nú ekki svo slæmt, samt soldill skurður, að mér skilst, sennilega nálægt 10cm.
Er merkilega lítið aumur í þessu, kannski vegna parkódíns forte...
Er merkilega lítið aumur í þessu, kannski vegna parkódíns forte...
06 apríl, 2006
04 apríl, 2006
Góðar fréttir
Jæja, loksins góðar fréttir, var að koma frá lækninum, með mömmu.
Læknirinn sagði að æxlið væri sennilega hvorki osteo- né chondrosarcoma, heldur líklega risafrumuæxli. Sem er mun betra.
Batalíkur eru bestar af því, einungis þarf skurðaðgerð til að fjarlægja það.
Hins vegar er þetta nú ekki alveg klárt, þannig að á föstudaginn fer ég í sýnatöku. Hún fer fram á skurðstofu, ég verð staðdeyfður og svo krukkað í æxlið. Niðurstöður koma svo vonandi fyrir páska.
Læknirinn sagði að æxlið væri sennilega hvorki osteo- né chondrosarcoma, heldur líklega risafrumuæxli. Sem er mun betra.
Batalíkur eru bestar af því, einungis þarf skurðaðgerð til að fjarlægja það.
Hins vegar er þetta nú ekki alveg klárt, þannig að á föstudaginn fer ég í sýnatöku. Hún fer fram á skurðstofu, ég verð staðdeyfður og svo krukkað í æxlið. Niðurstöður koma svo vonandi fyrir páska.
03 apríl, 2006
Engar fréttir=góðar fréttir?
Þetta er góður frasi, en kannski á hann ekki við í öllum tilfellum.
Í bili finnst mér eiginlega engar fréttir vera verstu fréttirnar... eða að minnsta kosti engar fréttir=engar fréttir.
Í bili finnst mér eiginlega engar fréttir vera verstu fréttirnar... eða að minnsta kosti engar fréttir=engar fréttir.
Sjónvarpið
Ég komst að því ákveðinn misskilningur er í gangi. Ég skrifaði um það hér fyrir nokkru þegar ég sótti sjónvarpið mitt heim til mömmu og pabba. Einhverjir virðast hafa dregið þá ályktun að ég hafi legið yfir því síðan.
Það er alrangt. Ég er eiginlega alltaf að komast að því betur og betur hversu ónauðsynlegt það er. Hafandi 30 stöðvar eða svo, finn ég ekkert til að horfa á nema fótbolta (og reyndar pílukast á fimmtudagskvöldum á skysports1). En það er líka gott að fatta það, ég get núna alveg haft sjónvarp, án þess að týna mér í því.
Það var nefnilega ástæða fyrir því að ég fór með sjónvarpið á sínum tíma í geymslu. Ég vaknaði upp einn daginn, og áttaði mig á því að ég hafði ekki tíma til að gera neitt, nema horfa á sjónvarpið. Ég kom heim úr vinnunni, lagðist í sófann fyrir framan imbann og lá þar þangað til ég fór að sofa.
Lausnin var sem sagt, að losa sig við skriflið, og voilá, það virkaði:)
Enn er ekkert að frétta af æxlinu, fer og hitti lækninn á morgun, mögulega verða fréttir eftir það.
Það er alrangt. Ég er eiginlega alltaf að komast að því betur og betur hversu ónauðsynlegt það er. Hafandi 30 stöðvar eða svo, finn ég ekkert til að horfa á nema fótbolta (og reyndar pílukast á fimmtudagskvöldum á skysports1). En það er líka gott að fatta það, ég get núna alveg haft sjónvarp, án þess að týna mér í því.
Það var nefnilega ástæða fyrir því að ég fór með sjónvarpið á sínum tíma í geymslu. Ég vaknaði upp einn daginn, og áttaði mig á því að ég hafði ekki tíma til að gera neitt, nema horfa á sjónvarpið. Ég kom heim úr vinnunni, lagðist í sófann fyrir framan imbann og lá þar þangað til ég fór að sofa.
Lausnin var sem sagt, að losa sig við skriflið, og voilá, það virkaði:)
Enn er ekkert að frétta af æxlinu, fer og hitti lækninn á morgun, mögulega verða fréttir eftir það.
01 apríl, 2006
Status Quo
Hljómsveitin Status Quo hélt tónleika í Reiðhöllinni í Víðidal, sennilega 1987. Tónleikarnir voru klukkan 3 að degi til.
Það var sumar og ég var á skátamóti einhversstaðar upp við Vífilsstaði sömu helgi.
Mig langaði óskaplega á þessa tónleika, hver vill ekki sjá hljómsveitina sem samdi lögin Rockin´ all over the world og In the army now?
Því miður, eða sem betur fer, var stranglega bannað að yfirgefa skátamótið, eða allavega var mér bannað það.
En tónleikarnir floppuðu frekar illa, ef mig brestur ekki minni.
Þannig að betur var heima setið.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér því að nú sit ég og velti mér upp úr ástandi, sem hefur verið óbreytt ansi lengi.
Það er vissulega ekki þægilegt að svífa í lausu lofti, ég held bara að ég hafi ekki komist í hann krappari.
Fékk skilaboð frá lækninum áðan, hann er í stöðugu sambandi við Svíþjóð, þeir eru ekki búnir að átta sig á þessu ennþá, láta vita um leið og þeir vita meira.
Það var sumar og ég var á skátamóti einhversstaðar upp við Vífilsstaði sömu helgi.
Mig langaði óskaplega á þessa tónleika, hver vill ekki sjá hljómsveitina sem samdi lögin Rockin´ all over the world og In the army now?
Því miður, eða sem betur fer, var stranglega bannað að yfirgefa skátamótið, eða allavega var mér bannað það.
En tónleikarnir floppuðu frekar illa, ef mig brestur ekki minni.
Þannig að betur var heima setið.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér því að nú sit ég og velti mér upp úr ástandi, sem hefur verið óbreytt ansi lengi.
Það er vissulega ekki þægilegt að svífa í lausu lofti, ég held bara að ég hafi ekki komist í hann krappari.
Fékk skilaboð frá lækninum áðan, hann er í stöðugu sambandi við Svíþjóð, þeir eru ekki búnir að átta sig á þessu ennþá, láta vita um leið og þeir vita meira.
30 mars, 2006
Sýnin 2
Ég misskildi eitthvað þetta með sýnin og Svíþjóð. Að sjálfsögðu fara þau ekki bara í DHL beint til Svíaríkis. Þetta eru auðvitað gríðarlega dýrmætur og viðkvæmur farmur, sem fer einhverjar sjúkrahússkrókaleiðir.
Það er staðfest að sýnin komu í gær (á miðvikudag) til Sverige, og eru nú í rannsókn þar.
Eigum við ekki bara að krossleggja fingur og svo sem hvað annað sem okkur dettur í hug, og vona að einhverskonar niðurstaða komi fyrir helgi!
Það er staðfest að sýnin komu í gær (á miðvikudag) til Sverige, og eru nú í rannsókn þar.
Eigum við ekki bara að krossleggja fingur og svo sem hvað annað sem okkur dettur í hug, og vona að einhverskonar niðurstaða komi fyrir helgi!
Frá Lystvinafélaginu
Í fyrsta sinn á þessari öld komst Vilhjálmur í HIP og átentískar gallabuxur, ópus 32", þ.e. 32 tommur í mittismál.
...og launalaust í þokkabót:)
...og launalaust í þokkabót:)
Hvernig hefurðu það?
Sá sem spyr er ágætis kunningi, sem maður spjallar kannski nokkuð oft við, allavega þegar við hittumst á förnum vegi. Kunninginn hefur greinilega ekki heyrt að ég sé með krabbamein.
Hingað til hef ég alltaf sagt, að allt sé fínt, og gangi bara vel (og yfirleitt hefur það verið sannleikanum samkvæmt). Hins vegar finnst mér ég vera búinn með þann kvóta í bili, get ekki aðspurður sagt að allt sé fínt og gangi vel. Samt finnst mér ekki þægilegt að segja: Frekar skítt, er með æxli. Það eyðileggur alveg stemminguna.
Það sem mér finnst verst, er að það virðist oft fá meira á viðmælandann, heldur en mig, ég hef nú reyndar haft lengri tíma til að átta mig á þessu en þegar upp er staðið er það ég sem þarf að díla við ástandið.
Þannig að fyrirgefið ef ég segist aðspurður hafa það frekar skítt, það er ekki illa meint, en ég nenni ekki að fara eins og köttur í kringum heitan graut í þessu sambandi.
Og það er enn ekkert að frétta
Hingað til hef ég alltaf sagt, að allt sé fínt, og gangi bara vel (og yfirleitt hefur það verið sannleikanum samkvæmt). Hins vegar finnst mér ég vera búinn með þann kvóta í bili, get ekki aðspurður sagt að allt sé fínt og gangi vel. Samt finnst mér ekki þægilegt að segja: Frekar skítt, er með æxli. Það eyðileggur alveg stemminguna.
Það sem mér finnst verst, er að það virðist oft fá meira á viðmælandann, heldur en mig, ég hef nú reyndar haft lengri tíma til að átta mig á þessu en þegar upp er staðið er það ég sem þarf að díla við ástandið.
Þannig að fyrirgefið ef ég segist aðspurður hafa það frekar skítt, það er ekki illa meint, en ég nenni ekki að fara eins og köttur í kringum heitan graut í þessu sambandi.
Og það er enn ekkert að frétta
28 mars, 2006
Læknirinn, skatturinn og Guð
Ég hef ekkert heyrt í lækninum í dag, vonandi þá bara á morgun.
Jæja, best að gera skattskýrsluna. Fyrirgefðu mér Guð, ef ég segi ekki alveg satt og rétt frá...:)
Jæja, best að gera skattskýrsluna. Fyrirgefðu mér Guð, ef ég segi ekki alveg satt og rétt frá...:)
27 mars, 2006
Sýnin
sem tekin voru á fimmtudaginn, gáfu íslendingunum ekki nógu glöggar niðurstöður. Þau voru send til Svíþjóðar á föstudaginn. Þar mun prófessorinn sem leit á myndirnar af mér, skoða þau.
Mögulega koma niðurstöður seinnipartinn, sennilega þó ekki fyrr en á morgun.
Mögulega koma niðurstöður seinnipartinn, sennilega þó ekki fyrr en á morgun.
26 mars, 2006
Jákvæða bloggið
Best að rifja upp jákvæðu púnktana, ekki veitir af: Meinið er staðbundið, líklega hægt að skera beint upp, er vinstra megin og ég er rétthentur, er ekki með slitinn vöðva (sjúkk;), er ágætlega tryggður, á góða að, og sennilega margt fleira...
Finnst betra að segja frá því, að einhvern veginn kann ég ekki við að kommenta sjálfur, hér á síðunni (allavega í bili, það gæti breyst:). Hins vegar fylgist ég að sjálfsögðu með og þakka hlýjar kveðjur. Það er gott að vita af ykkur þarna úti. Það eru líka ýmsir sem ekki kommenta, en fylgjast með, og hafa látið vita af sínum stuðningi, hafið einnig þökk.
Vonandi koma fréttir á morgun.
Finnst betra að segja frá því, að einhvern veginn kann ég ekki við að kommenta sjálfur, hér á síðunni (allavega í bili, það gæti breyst:). Hins vegar fylgist ég að sjálfsögðu með og þakka hlýjar kveðjur. Það er gott að vita af ykkur þarna úti. Það eru líka ýmsir sem ekki kommenta, en fylgjast með, og hafa látið vita af sínum stuðningi, hafið einnig þökk.
Vonandi koma fréttir á morgun.
24 mars, 2006
Ég heiti Villi og ég er....
Vegna þess að mér hefur verið hrósað töluvert fyrir ritsnilld, sem er að minnsta kosti ekki meðvituð, verð ég að koma út úr skápnum og játa.... ég er bariton eða jafnvel bassi, væri ég tenór eins og flestir virðast halda, væri þessi síða full af rusli og innantómum þvættingi.
Semsagt, eins og Nonni söngkennari segir: "Vilhjálmur, þú er svo gáfaður, að þú hlýtur að vera uppsunginn bariton".
Verst bara að ég kemst ekkert niður...
Annars er ekkert nýtt að frétta.
Semsagt, eins og Nonni söngkennari segir: "Vilhjálmur, þú er svo gáfaður, að þú hlýtur að vera uppsunginn bariton".
Verst bara að ég kemst ekkert niður...
Annars er ekkert nýtt að frétta.
23 mars, 2006
This is normal
Hann er nú ekkert ómyndarlegur hægra megin séð, drengurinn
Hérna sést stærðin kanski betur (eða að minnsta kosti frá öðru sjónarhorni), í daglegu lífi stendur þessi hnúður eiginlega frekar aftur, og gerir óþægilegt að sitja í stólum (allavega með baki), liggja á bakinu, reka öxlina utaní, og svo framvegis.
Hérna sjáum við hins vegar vinstramegin, og það er ekki jafn fallegt. Þarna gefur að líta fjólubláa línu og plástur. Þar voru tekin sýni í dag, sýnatakarinn þurfti að merkja þau til að vita hvort sýnið er hvað.
Hérna sést stærðin kanski betur (eða að minnsta kosti frá öðru sjónarhorni), í daglegu lífi stendur þessi hnúður eiginlega frekar aftur, og gerir óþægilegt að sitja í stólum (allavega með baki), liggja á bakinu, reka öxlina utaní, og svo framvegis.
Að gefnu tilefni
Svona svo því sé haldið til haga, þá líður mér ekkert sérstaklega illa, líkamlega. Allavega ekki verr, eða svosem betur heldur en í gær eða fyrir viku eða mánuði. Reyndar finnst mér ég finna meir og meir fyrir æxlinu, eins og það sé að stækka, en það virðist ekki valda meiri óþægindum.
Ég er aumur í kringum herðablaðið, eins og með vöðvabólgu, eða harðsperrur, og það er auðvitað ekkert sérlega gott, en alls ekki mjög vont.
Þetta var líkamlega heilsan, andlega heilsan er annað mál, hefur verið býsna sveiflukennd, og misjöfn. Að meðaltali þó ekki mjög slæm.
Ég er aumur í kringum herðablaðið, eins og með vöðvabólgu, eða harðsperrur, og það er auðvitað ekkert sérlega gott, en alls ekki mjög vont.
Þetta var líkamlega heilsan, andlega heilsan er annað mál, hefur verið býsna sveiflukennd, og misjöfn. Að meðaltali þó ekki mjög slæm.
22 mars, 2006
Góðar og slæmar
Maður heldur að það sé betra að fá fréttirnar, heldur en ekki, en ég er ekki svo viss lengur.
Talaði við lækninn í morgun, hann sagðist hafa borið myndir og rannsóknir undir svíana, og þeir komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri mjög óvenjulegt (þá staðsetning og stærð). Annað hvort væri þetta svokallað chondrosarcoma eða osteosarcoma. Hvorutveggja eru illkynja æxli, chondro er frá brjóski, en osteo frá beini. Ef um chondrosarcoma er að ræða, er sennilega hægt að skera það beint í burtu, en sé þetta osteosarcoma, þá þarf að öllum líkindum lyfja- eða geislameðferð áður en skorið er.
Góðu fréttirnar eru þó þær, að eftir yfirgripsmikilar rannsóknir, hafa ekki fundist nein meinvörp, þannig að þetta virðist staðbundið og að svíunum finnst líklegra að þetta sé chondro, sem er betra.
Á morgun á ég svo von á því að vera sendur í vefjasýni, og niðurstöður úr því, sem skera úr um tegund æxlis, koma líklega ekki fyrr en eftir helgi. Þannig að það er meiri bið, gaman...
Talaði við lækninn í morgun, hann sagðist hafa borið myndir og rannsóknir undir svíana, og þeir komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri mjög óvenjulegt (þá staðsetning og stærð). Annað hvort væri þetta svokallað chondrosarcoma eða osteosarcoma. Hvorutveggja eru illkynja æxli, chondro er frá brjóski, en osteo frá beini. Ef um chondrosarcoma er að ræða, er sennilega hægt að skera það beint í burtu, en sé þetta osteosarcoma, þá þarf að öllum líkindum lyfja- eða geislameðferð áður en skorið er.
Góðu fréttirnar eru þó þær, að eftir yfirgripsmikilar rannsóknir, hafa ekki fundist nein meinvörp, þannig að þetta virðist staðbundið og að svíunum finnst líklegra að þetta sé chondro, sem er betra.
Á morgun á ég svo von á því að vera sendur í vefjasýni, og niðurstöður úr því, sem skera úr um tegund æxlis, koma líklega ekki fyrr en eftir helgi. Þannig að það er meiri bið, gaman...
21 mars, 2006
Tíðindalaust af
axlarvígstöðvunum.
Það er skrýtið, mér er eiginlega sama hvað er að, bara að ég fái að vita það.
En auðvitað er mér ekki sama, en í augnablikinu skiptir það mig meiru máli að fá fréttir, heldur en að fá góðar fréttir. Hvað er að, hvað verður gert, og hvenær, hvað verð ég lengi að jafna mig, mun ég nokkurn tíman jafna mig, eru spurningar sem eru býsna áleitnar.
Eitt er þó víst, lífið hefur breyst.
Það er skrýtið, mér er eiginlega sama hvað er að, bara að ég fái að vita það.
En auðvitað er mér ekki sama, en í augnablikinu skiptir það mig meiru máli að fá fréttir, heldur en að fá góðar fréttir. Hvað er að, hvað verður gert, og hvenær, hvað verð ég lengi að jafna mig, mun ég nokkurn tíman jafna mig, eru spurningar sem eru býsna áleitnar.
Eitt er þó víst, lífið hefur breyst.
20 mars, 2006
19 mars, 2006
með höfuð fullt af.......
Það eru skrýtnar hugsanir sem fljúga gegnum huga manns, svona fyrstu dagana eftir fréttir. Ég stóð mig að því að fagna því að ég skildi hafa látið nánast þröngva upp á mig líftryggingu fyrir nokkrum árum. Ég verð náttúrulega jafn lifandi eða dauður burtséð frá tryggingunni, lifandi fæ ég ekki neitt, dauður nýt ég einskis, eða hvað?
Ég fór líka að hugsa um það hvort ég væri búinn að gera allt sem ég ætlaði mér. Hugurinn fór af stað og sagði mér hvers ég hefði farið á mis, og rifjaði upp fyrir mér allt sem ég hafði ekki gert. Ég gleymdi því sem ég þó hef gert, og auðvitað er það sem telur.
Til dæmis hef ég alltaf staðið mig vel í skóla, þ.e. ef ég hef nennt að sinna því, hef æft ýmsar íþróttir, og sumar þeirra meir að segja til þónokkurs árangurs (reyndar ekki alveg áfallalaust:), hef lært og unnið við járnsmíði (ok, vantar 4 einingar og sveinspróf), hef farið á sjó, ferðast nokkuð víða, hef unnið í bakaríi (munaði litlu að ég lærði það), tekið stúdentspróf, sungið fyrir Noregskonung (hann dottaði nú reyndar meistaralega ef ég man rétt), hætt að drekka, og sennilega er afrekalistinn endalaus, en mér dettur samt ekkert fleira í hug í bili.
Síðustu 4 ár hef ég látið hjartað ráða, þó það hafi auðvitað kostað ýmsar fórnir, t.d. nætursvefn (og reyndar svefn yfir höfuð á tímabili), mikla launalækkun (amk til að byrja með), bílleysi, mjög óreglulegan vinnutíma, og ýmislegt fleira.
Að leyfa hjartanu að ráða, er ekki endilega rökréttasta ákvörðunin sem maður tekur eða sú auðveldasta. Raunar held ég að það þurfi töluvert mikinn kjark, og í sumum tilvikum jafnvel fífldirfsku til að fara í þá átt.
Fífldirfska er orðið yfir að leggja út í söngnám af jafn mikilli alvöru og ég gerði, miðað við að röddin var nánast ekki. Ég roðna enn og fæ aulahroll þegar ég rifja upp inntökuprófið í Nýja Tónlistarskólann fyrir 5 árum síðan. En ég gerði það og hef þó komist það langt að hafa töluverðar tekjur af söng. Það gera ekki allir, þrátt fyrir langt nám.
Þetta gat ég.
Ég fór líka að hugsa um það hvort ég væri búinn að gera allt sem ég ætlaði mér. Hugurinn fór af stað og sagði mér hvers ég hefði farið á mis, og rifjaði upp fyrir mér allt sem ég hafði ekki gert. Ég gleymdi því sem ég þó hef gert, og auðvitað er það sem telur.
Til dæmis hef ég alltaf staðið mig vel í skóla, þ.e. ef ég hef nennt að sinna því, hef æft ýmsar íþróttir, og sumar þeirra meir að segja til þónokkurs árangurs (reyndar ekki alveg áfallalaust:), hef lært og unnið við járnsmíði (ok, vantar 4 einingar og sveinspróf), hef farið á sjó, ferðast nokkuð víða, hef unnið í bakaríi (munaði litlu að ég lærði það), tekið stúdentspróf, sungið fyrir Noregskonung (hann dottaði nú reyndar meistaralega ef ég man rétt), hætt að drekka, og sennilega er afrekalistinn endalaus, en mér dettur samt ekkert fleira í hug í bili.
Síðustu 4 ár hef ég látið hjartað ráða, þó það hafi auðvitað kostað ýmsar fórnir, t.d. nætursvefn (og reyndar svefn yfir höfuð á tímabili), mikla launalækkun (amk til að byrja með), bílleysi, mjög óreglulegan vinnutíma, og ýmislegt fleira.
Að leyfa hjartanu að ráða, er ekki endilega rökréttasta ákvörðunin sem maður tekur eða sú auðveldasta. Raunar held ég að það þurfi töluvert mikinn kjark, og í sumum tilvikum jafnvel fífldirfsku til að fara í þá átt.
Fífldirfska er orðið yfir að leggja út í söngnám af jafn mikilli alvöru og ég gerði, miðað við að röddin var nánast ekki. Ég roðna enn og fæ aulahroll þegar ég rifja upp inntökuprófið í Nýja Tónlistarskólann fyrir 5 árum síðan. En ég gerði það og hef þó komist það langt að hafa töluverðar tekjur af söng. Það gera ekki allir, þrátt fyrir langt nám.
Þetta gat ég.
18 mars, 2006
Blogg um bloggið
Nær allir bloggarar sem ég les, skrifa reglulega um það að blogga, og nú er mitt fyrsta á leiðinni.
Þessi síða er hugsuð sem fréttamiðstöð vina og kunningja. Eins og ég hef fundið pínulítið fyrir, á ég greinilega marga vini og kunningja sem vilja gjarnan styðja mig og styrkja í þessari stöðu sem upp er komin. Eiginlega töluvert fleiri en ég hélt...
Það er gott að finna stuðninginn, en stundum verð ég oggulítið þreyttur á að svara sömu spurningunum aftur og aftur, sérstaklega ef ég veit ekki svarið sjálfur. Svo stendur nú líka misvel á, tilfinningalega séð, þannig að saklaust samtal getur orðið hrein þrekraun og snúist í skrýtinn hring.
Þess vegna ætla ég að biðja ykkur, kæru vinir, að fylgjast með hér og á móti lofa ég að setja allar mögulegar upplýsingar um "brenniboltann" á bakinu, um leið og þær berast. Í bili er ekkert nýtt að frétta.
Þessi síða er hugsuð sem fréttamiðstöð vina og kunningja. Eins og ég hef fundið pínulítið fyrir, á ég greinilega marga vini og kunningja sem vilja gjarnan styðja mig og styrkja í þessari stöðu sem upp er komin. Eiginlega töluvert fleiri en ég hélt...
Það er gott að finna stuðninginn, en stundum verð ég oggulítið þreyttur á að svara sömu spurningunum aftur og aftur, sérstaklega ef ég veit ekki svarið sjálfur. Svo stendur nú líka misvel á, tilfinningalega séð, þannig að saklaust samtal getur orðið hrein þrekraun og snúist í skrýtinn hring.
Þess vegna ætla ég að biðja ykkur, kæru vinir, að fylgjast með hér og á móti lofa ég að setja allar mögulegar upplýsingar um "brenniboltann" á bakinu, um leið og þær berast. Í bili er ekkert nýtt að frétta.
17 mars, 2006
Ekkifréttir
Síðan ég skrifaði bréfið sem ég birti hér á undan, hef ég nánast verið í fullri vinnu við að mæta í rannsóknir. Olnbogabæturnar eru eins og á hardkor dópista, allar útstungnar eftir blóðtökur, litarefni og geislavirk efni.
Ég er búinn að fara í: tölvusneiðmynd og röntgen, segulómun og röntgen, blóðprufu, beinaskann og röntgen, og svo að lokum tölvusneiðmynd aftur.
Niðurstöðum úr þessum prófunum er læknirinn minn að safna saman, og fer með til Svíþjóðar (held ég) á laugardaginn til að sýna Norðurlandameistaranum í axlaræxlum, og ráðgast við hann.
Það er alveg ljóst að ég fæ ekki að vita meira, fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi, jafnvel ekki fyrr en undir næstu helgi. Hins vegar mun ég birta góðar fréttir hér um leið og þær berast:).
Ég er búinn að fara í: tölvusneiðmynd og röntgen, segulómun og röntgen, blóðprufu, beinaskann og röntgen, og svo að lokum tölvusneiðmynd aftur.
Niðurstöðum úr þessum prófunum er læknirinn minn að safna saman, og fer með til Svíþjóðar (held ég) á laugardaginn til að sýna Norðurlandameistaranum í axlaræxlum, og ráðgast við hann.
Það er alveg ljóst að ég fæ ekki að vita meira, fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi, jafnvel ekki fyrr en undir næstu helgi. Hins vegar mun ég birta góðar fréttir hér um leið og þær berast:).
Nýtt líf!
Já, maður vaknar upp einn daginn og þarf að hefja nýtt líf.
Hvar byrjar maður?
Ég ákvað að fara í frí í skólanum, slá öllum kórum á frest, hætta að syngja í jarðarförum, minnka vinnuna í óperunni eins og mögulegt er og ná í sjónvarpið heim til mömmu og pabba.
Hvað veldur því að maður þarf að byrja nýtt líf?
Tja, í mínu tilfelli var það áfallið við að heyra í lækninum mínum á 32 ára afmælisdaginn, mánudaginn 13. mars. Hér fyrir neðan set ég inn bréf, sem ég skrifaði félögum mínum í kammerkór Langholtskirkju og kór Bústaðakirkju, og lýsir þessum ferli nokkuð vel, allavega eins og ég upplifði aðdragandann:
Kæru vinir, það kom svolítið uppá, sem ég ætla að deila með ykkur, svona í grófum dráttum.
Í ágúst fékk ég lungnabólgu, og var lengi að ná henni úr mér, má jafnvel segja að ég sé rétt að verða laus við hana núna. Ég hóstaði og hóstaði, og sennilega einhvern tímann í október eða nóvember fór ég að finna fyrir einskonar strengjum (eiginlega eins og harðsperrur eða væg tognun) undir eða við vinstra herðablaðið og ég tengdi það bara við það að ég var byrjaður að skúra á fullu í óperunni, hélt ég væri bara að hreyfa vöðva sem hefðu þangað til þá lítið verið notaðir.
Í desember hélt ég mig orðinn góðan af þessari lungnabólgu, en í byrjun janúar sló mér niður aftur með lungnabólgu, sem ég reyndar náði nokkuð fljótt úr mér, en á sama tímapunkti tek ég eftir því að vinstra herðablaðið er farið að standa einkennilega út. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú skrýtið, en ég hefði sennilega núna bara slitið vöðva, sem ætti að halda herðablaðinu á sínum stað.
Svo var það í lok febrúar sem ég fer að hafa áhyggjur af þessu herðablaðsdæmi, vegna þess að þetta lagaðist ekkert og eiginlega versnaði, panta mér tíma hjá bæklunarlækni, því ég hélt ég væri með slitinn vöðva. Til hans fór ég á síðasta fimmtudag, 9.mars, hann þreifaði á mér öllum og sagði að sér þætti ekki ólíklegt að þetta væri svokallað fituæxli. Þau eru víst nokkuð algeng, og hættulítil, en til að staðfesta það sendi hann mig í myndatöku á föstudagsmorgun. Þar var tekin tölvusneiðmynd og röntgen.
Á mánudaginn hringdi hann í mig og gat því miður ekki staðfest að um fituæxli væri að ræða, heldur virðist vera mögulega eitthvað annað og verra að. Hann sendi mig í segulómun, sem ég fór í gær, fer í blóðprufu í dag og eitthvað sem kallast beinaskönnun á fimmtudag.
Einnig nefndi doktorinn, að vegna stærðar æxlisins (eða hvað svo sem þetta nú er), sé nokkuð ljóst að það þurfi að fjarlægja það. Hann sagði að mögulega þyrfti hann að senda mig út til Svíþjóðar til þess, þar sem hann vissi ekki um neinn lækni hér á landi sem gæti gert þetta.
Þetta er allt sem ég veit, allavega í bili, og ég vona að þið sýnið mér skilning vegna þessa. Ég ákvað að senda þetta út svona, til að hafa staðreyndir á hreinu, og einnig til þess að þurfa kannski ekki að skýra þetta út fyrir hverjum og einum, ég veit bara ekki hvort ég hef geðheilsu í það. Hins vegar ætlast ég ekki til að fólk þurfi eitthvað að pískra um þetta milli sín, það er alveg óhætt að spyrja fréttaJ
Kær kveðja,
Þannig var það nú......
Hvar byrjar maður?
Ég ákvað að fara í frí í skólanum, slá öllum kórum á frest, hætta að syngja í jarðarförum, minnka vinnuna í óperunni eins og mögulegt er og ná í sjónvarpið heim til mömmu og pabba.
Hvað veldur því að maður þarf að byrja nýtt líf?
Tja, í mínu tilfelli var það áfallið við að heyra í lækninum mínum á 32 ára afmælisdaginn, mánudaginn 13. mars. Hér fyrir neðan set ég inn bréf, sem ég skrifaði félögum mínum í kammerkór Langholtskirkju og kór Bústaðakirkju, og lýsir þessum ferli nokkuð vel, allavega eins og ég upplifði aðdragandann:
Kæru vinir, það kom svolítið uppá, sem ég ætla að deila með ykkur, svona í grófum dráttum.
Í ágúst fékk ég lungnabólgu, og var lengi að ná henni úr mér, má jafnvel segja að ég sé rétt að verða laus við hana núna. Ég hóstaði og hóstaði, og sennilega einhvern tímann í október eða nóvember fór ég að finna fyrir einskonar strengjum (eiginlega eins og harðsperrur eða væg tognun) undir eða við vinstra herðablaðið og ég tengdi það bara við það að ég var byrjaður að skúra á fullu í óperunni, hélt ég væri bara að hreyfa vöðva sem hefðu þangað til þá lítið verið notaðir.
Í desember hélt ég mig orðinn góðan af þessari lungnabólgu, en í byrjun janúar sló mér niður aftur með lungnabólgu, sem ég reyndar náði nokkuð fljótt úr mér, en á sama tímapunkti tek ég eftir því að vinstra herðablaðið er farið að standa einkennilega út. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú skrýtið, en ég hefði sennilega núna bara slitið vöðva, sem ætti að halda herðablaðinu á sínum stað.
Svo var það í lok febrúar sem ég fer að hafa áhyggjur af þessu herðablaðsdæmi, vegna þess að þetta lagaðist ekkert og eiginlega versnaði, panta mér tíma hjá bæklunarlækni, því ég hélt ég væri með slitinn vöðva. Til hans fór ég á síðasta fimmtudag, 9.mars, hann þreifaði á mér öllum og sagði að sér þætti ekki ólíklegt að þetta væri svokallað fituæxli. Þau eru víst nokkuð algeng, og hættulítil, en til að staðfesta það sendi hann mig í myndatöku á föstudagsmorgun. Þar var tekin tölvusneiðmynd og röntgen.
Á mánudaginn hringdi hann í mig og gat því miður ekki staðfest að um fituæxli væri að ræða, heldur virðist vera mögulega eitthvað annað og verra að. Hann sendi mig í segulómun, sem ég fór í gær, fer í blóðprufu í dag og eitthvað sem kallast beinaskönnun á fimmtudag.
Einnig nefndi doktorinn, að vegna stærðar æxlisins (eða hvað svo sem þetta nú er), sé nokkuð ljóst að það þurfi að fjarlægja það. Hann sagði að mögulega þyrfti hann að senda mig út til Svíþjóðar til þess, þar sem hann vissi ekki um neinn lækni hér á landi sem gæti gert þetta.
Þetta er allt sem ég veit, allavega í bili, og ég vona að þið sýnið mér skilning vegna þessa. Ég ákvað að senda þetta út svona, til að hafa staðreyndir á hreinu, og einnig til þess að þurfa kannski ekki að skýra þetta út fyrir hverjum og einum, ég veit bara ekki hvort ég hef geðheilsu í það. Hins vegar ætlast ég ekki til að fólk þurfi eitthvað að pískra um þetta milli sín, það er alveg óhætt að spyrja fréttaJ
Kær kveðja,
Þannig var það nú......
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)