18 júlí, 2008

Bergur sat frammi í forstofu og var að brasa eitthvað, varð svo ákaflega móðgaður og mamman fór að gá. Þá var sorgin sú að hann komst ekki hjálparlaust í skó föðurins. Hér hefur hann fengið smá hjálp og spássérar um á fínu skónum:)

Svo skellti hann sér í bað, einu sinni sem oftar... og var ákaflega glaður þá.


Hér eru fallegar mæðgur, svona eitthvað að spökulera.
Posted by Picasa

12 júlí, 2008

Eru þau lík?

Hulda Valgerður í dag, 12. júlí, en Bergur Þorgils 1. ágúst 2007, þ.e. þrem vikum eldri en systir sín.

Posted by Picasa

10 júlí, 2008

08 júlí, 2008

Til að gæta jafnræðis þá er hér mynd af Huldu Valgerði í baði í elhúsvaski Traðarbergs.

Hér eru Brynhildur og HV að spá í ljósin í loftinu í Draumnesi.

Í pottinum frá vinstri, Jón, Bergur Þorgils, Þorgils Máni, Villi.

BÞ og Perla, hún er ákaflega ljúfur hundur og Bergur var alveg bergnuminn af henni...

Posted by Picasa

Draumnes

Við fórum í sumarbústað og gistum hjá Jóni og Brynhildi og strákunum þeirra. Hérna eru systkinin nývöknuð eftir langan og góðan nætursvefn.
En Bergur þurfti að prófa að klifra upp á stól og detta niður. Þannig fær maður kúlu á hausinn...

Posted by Picasa