19 október, 2006

Svo sannarlega nýtt líf

Já, best að segja fréttir. Ef það er mælikvarði á alvarleika sjúkdómsins, hversu vel maður fylgist með og passar uppá sig, þá er lítið að. Ég átti tíma í myndatökum í morgun, en steingleymdi að mæta. Þannig að ég þarf að mæta eftir hálfan mánuð. Þetta þýðir að ég fæ ekki heilbrigðisvottorð fyrr en eftir tæpar þrjár vikur.

Ég hef verið nokkuð brokkgengur í heilsu, verið að keyra mig stundum yfir strikið, eins og til dæmis þegar ég hjólaði til Reykjavíkur og til baka í Klukkubergið. Var eins og slytti í tvo daga á eftir. Eins fékk ég einhverskonar flensuskít, hósta og hálsbólgu, það hjálpar ekki til. En að öðru leyti er ég býsna sprækur.













En af öðrum vígstöðvum, þ.e. heimavígstöðvunum, þá höfum við Agnes sett upp hringa, og ekki nóg með það, heldur er hún líka ólétt!!!!! Ekki leiðinlegt...:) Og í raun magnað hversu vel það rímar við nafn síðunnar (þ.e. Nýtt líf, ekki æxlið).

Svo fékk ég líka greidda út sjúkdómstryggingu (sem á sínum tíma var nánast neytt upp á mig) þannig að fjárhagsáhyggjur eru úr sögunni þennan veturinn.

Það má með sanni segja að blessununum rigni yfir mig, og reyndar okkur bæði tvö, kannski er maður að uppskera eftir mögur ár eða eitthvað...?