31 maí, 2007

Skírn, og já, líka gifting

Drengurinn var skírður, og nefndur Bergur Þorgils, í höfuðið á móðuröfum sínum.


Og svo trítluðum við hjónaleysin upp að altarinu undir söng Nonna.


Jú mei kiss ðö bræd, hehe


Og svo tíhí, við plötuðum ykkur og það var rosalega gaman, liggaliggalái.


Svo loks, sæt og góð við fífilbrekkuna fyrir framan Fríkirkjuna.

24 maí, 2007

Bláar varir

Nú spyr afi Bergur líklega hvort stráknum sé ekki kalt, en mamman er komin með sveppasýkingu í brjóstin og stráksi á tunguna. Það er læknað með fjólubláum tússlit:)

19 maí, 2007

HMMMMMM

Hvað er amman eiginlega að gera? Kanski bara að herma eftir manni, og ég ætla bara að láta ykkur vita að mér finnst það sko ekkert fyndið.

Var það ekki þetta sem litlu andarungarnir gera áður en þeir fara í kaf?

Við pabbi...

Saman í baði kallarnir, þetta er ekki ónýtt,

og kúkaði ekki bara stráksi á pabba sinn!

Svo sagði hann fyrirgefðu elsku pabbi...:)

07 maí, 2007

Myndir

Með afa Óskari, svei mér ef ekki er vangasvipur með þeim langfeðgum.


Þetta er nú eitthvað spúkí svipur, hvað ætli blessað barnið sjái?


Það var greinilega ekkert fallegt, allavega er honum ekki skemmt..:)

og fleiri myndir

Á leiðinni út


Við eldhúsborðið með mömmu, ættum við kannski að fá okkur kaffisopa?


og með tappann í, það er best að passa vel uppá hann.

Vegna fjölda áskorana...

Með Emblu frænku sinni


og að kúra hjá pabba, spurning hvort eitthvað komi úr þessu brjósti?


og þreyttur hjá mömmu

01 maí, 2007

Tveir og tveir

Hér eru feðgarnir heldur þreyttir.


Og hér er stubbur með Árna Val, frænda sínum. Árni Valur er 6 vikna sonur Gunna bróður míns.

Baðið

Sonja ljósmóðir setti guttann í fyrsta baðið, hann er nú ekki alveg viss hvort þetta sé í lagi...

Kannski ef maður má busla:)....

Já, maður getur sko alveg vanist þessu

Úps,

hér hefur lögreglan haft hendur í hári kauða,
en sem betur fer er þetta nú bara hún Sólrún frænka:) sem leit við á vaktinni.

Afarnir

Afi Bergur stoltur með strákinn sinn.


Langafi Villi aðeins að kíkja og athuga hvort ekki sé allt í sómanum.


Og Borgarfjarðarblekbóndinn, afi Óskar, ánægður með að stráksi kúkaði með látum honum til heiðurs.


Afi Sigurjón aðeins að máta guttann, sem spáði ekkert í það og steinsvaf áfram.

Nokkrar ömmumyndir

Hérna er langamma Lala með strákinn sinn.

Og amma Hulda aðeins að tékka á honum. Þó skömm sé frá því að segja, gleymdist að taka hefðbundnar myndir á fæðingardeildinni með ljósmóðurinni, en látum þetta bara duga í staðinn.

Og amma Helga með prinsinn, sem lætur sér fátt um finnast.

Því miður gleymdist að taka myndir af ömmu Stínu með stráksa, og Hólmfríður og Sjöfn eiga enn eftir að koma. Þvílíkt ömmuflóð, það verður gaman að eiga afmæli í framtíðinn, fullt af pökkum:)