28 september, 2008

september

Hér eru öll voða glöð, kanski nema afi, hann er eitthvað voða áhyggjufullur, ætli hlutabréfin hans hafi ekki bara verið að lækka?


Já Ámi frændi kom og knúsaði aðeins hana Huldu Valgerði, Bergur fylgdist með. Hann þarf jú að fara að æfa sig kallinn;)

Svona liti selurinn Snorri út ef hann væri stúlka fædd í maí 2008.


Bergur aðeins að æfa brosvöðvana, eða þjálfa tárakirtlana, hárið sprettur líka hraðar þegar maður setur upp svona svip.
Posted by Picasa

06 september, 2008

Fyrst maður er nú byrjaður...

Hulda Valgerður situr hér í fangi Friðriks Vals, en hann þurfti einmitt að æfa sig fyrir að eignast litla systur.

Systkinin liggja saman hjá ömmu á Hringbraut, voða sætt:) Rétt er að taka fram að faðir þeirra réð klæðnaðinum á þeim, en systirin var heldur bleik fyrir smekk móðurinnar.


Posted by Picasa

Jæja

amma, hér er eitthvað til að ylja sér við á haustkvöldum. Jafnvel gæti skírnarvottur í Hollandi rifjað upp hvernig uppáhalds bróðurbörnin hans líta út. Hér má sjá hversu hærður Bergur Þorgils er orðinn, enda má kannski segja að tími sé til kominn. Það hversu vel þetta sést er nú eingöngu birtuskilyrðum að þakka.

Hér er Hulda Valgerður eitthvað að spá í ljósmyndarann eða kannski að hugsa um sleikipott og hvernig hann bragðast?

Hann Bergur hefur ekki frjálsan aðgang að símum og fjarstýringum heimilisins, en lætur ýmislegt duga í staðinn. Hér má til dæmis sjá hann tala við ömmu í alóvera kremtúpu.

Hulda er að spá í tónlistarnám, kannski slagverk verði fyrir valinu?

Posted by Picasa