26 apríl, 2007

Fleiri myndir

Langamma kom í heimsókn


og langafi kíkti líka á strákinn


Hér eru þreytt mæðgin

Fyrir tæknivæddar langömmur

og reyndar alla aðra sem áhuga hafa...

Alveg nýfæddur í gærnótt, og mamma þreytt...


Spekingurinn


Alvarlegur


Hlæjandi, eða að minnsta kosti brosandi


Á hvolfi?


Glottandi


ÖÖÖÖÖSKRANDI


og svo sofandi

25 apríl, 2007

Já, svo sannarlega







og bókstaflega er yfirskrift þessarar síðu orðin að veruleika. Nýtt líf hefur kviknað, og tilfinning sem hlýtur að vera ólýsanleg, vaknar í brjóstinu.

Já, það er ekkert grín að vera nýi gaurinn, en sem betur fer gengur það fljótt yfir, hann verður gamall kunningi áður en varir.

Maður er nú orðinn ansi mannalegur bara strax, enda fallegasta barn í heimi, en líka gáfaðasta, brosmildasta, og almennt svo ákaflega vel heppnaður:)

Hér er pabbinn að skipta á kúkableyju guttans númer tvö, hver hefði trúað því fyrir ári síðan?

Og hér er stráksi í fangi Bergs afa síns, en vel fór á með þeim, enda öruggt að vera hjá afa.

En fyrir áhugafólk um mál og vog, þá var guttinn 15 merkur eða 3760 grömm og 53 sentimetrar á lengd. Hann fæddist kl. 01.15, 25. apríl 2007 og amma hans Hulda ljósmóðir tók á móti honum af stakri snilld.