04 júní, 2009

Svona eru þau í dag!

Eftir bað og kvöldmat í kvöld kúrðu systkinin saman uppí sófa og mauluðu epli. Bergur er orðinn nokkuð vel gróinn og helst að maður sjái roða í andlitinu, en allavega ekki lengur sár.

Sigrún og Pálmi fengu að fara í kádiljákinn með Gunnari Snorra, það var greinilega alveg sérlega skemmtilegt.

Posted by Picasa

01 júní, 2009

Í Dag

Svona leit Bergur út í gær.

Hér er hann búinn að fara í bað og hreinsa sig svolítið eftir hádegi í dag, 31. maí.

Við skulum bara átta okkur á því hver er miðpunktur athyglinnar:)


Gunni og Vigdís komu við á leið úr Kaldárseli með Sigrúnu Amínu, Pálma Hrafn og Árna Val. Við grilluðum pulsur (eða pylsur) og þetta var sérlega skemmtileg stund.
Posted by Picasa