Nei, ekki taktur heldur þrjár vikur búnar og tvær eftir í geislum.
Nú er róðurinn heldur farinn að þyngjast, soldið þreyta í gangi, skólinn að byrja og allt það.
Stefni á að vera sjúklingur fram að áramótum, sé svo til. Vonandi verður ekki tilefni til að vera það lengur.
Annars slepp ég vel miðað við kallana sem eru í geislum vegna blöðruhálskrabba, treysti mér ekki til að hafa eftir umræðuefnið á biðstofunni í morgun;) en það var býsna kómískt (þ.e. ef maður lendir ekki í því sjálfur).
Annars er allt gott að frétta, er spenntur að byrja í skólanum, og nánast alveg fluttur inn á Agnesi, sem er gaman:)
17 ágúst, 2006
Passíusálmur 51
Reyndar bara póstur númer fimmtíuogeitt. Fannst bara svo flott að vitna í Stein Steinarr.
Allt um það. Núna ætti ég að vera að gera eitthvað annað en að blogga, til dæmis kontrapunkt, eða hvíla mig. En það er nú svo margt annað spennandi...
Nú eru 10 skipti af 25 búin í geislum. Það þýðir að meira en 1/3 er búinn, og ég klára meðferð á fimmtudegi eftir nákvæmlega 3 vikur.
Aukaverkanir vegna meðferðar virðast koma og fara, þ.e. ég er mismunandi vel upplagður milli daga. Suma daga er ég eiturhress og frískur, aðra er ég frekar þreyttur og dasaður.
000---000---000---000
Og á landsspítalanum
er laglegur maður
með mikið enni
og móleitt hár.
Sem leiðist að vera krossfestur
á hverjum degi...
000---000---000---000
En endar ekki passían á sigri í upprisunni?
Allt um það. Núna ætti ég að vera að gera eitthvað annað en að blogga, til dæmis kontrapunkt, eða hvíla mig. En það er nú svo margt annað spennandi...
Nú eru 10 skipti af 25 búin í geislum. Það þýðir að meira en 1/3 er búinn, og ég klára meðferð á fimmtudegi eftir nákvæmlega 3 vikur.
Aukaverkanir vegna meðferðar virðast koma og fara, þ.e. ég er mismunandi vel upplagður milli daga. Suma daga er ég eiturhress og frískur, aðra er ég frekar þreyttur og dasaður.
000---000---000---000
Og á landsspítalanum
er laglegur maður
með mikið enni
og móleitt hár.
Sem leiðist að vera krossfestur
á hverjum degi...
000---000---000---000
En endar ekki passían á sigri í upprisunni?
09 ágúst, 2006
Peran
Ég er búinn að vera soldið stúrinn síðustu daga, eiginlega bara hræddur. Það hefur verið í mér slen og þreyta og svolítill hósti. Hræðslan kemur sennilega frá því að þetta eru sömu einkenni og voru fyrirboðar aðgerðarinnar í vor.
Blóðið var mælt í mér, og það virðist allt vera í lagi, raunar alveg prýðilegt. Þannig lítur helst út fyrir að áhyggjur mínar séu ekki á rökum reistar. Sennilega er um uppsafnaða spennu og þreytu að ræða. En það er nú svo að mér líður strax betur, að vita þetta!
Það er sérstakt að uppgötva hvað maður er góður að segja sjálfum sér ósatt. Ég hélt satt að segja að allt væri í lagi. Svo er mér bent á að ég sé sífellt geyspandi og þreytulegur, virðist detta niður í hálfgert þunglyndi og sé óvenju mislyndur.
Það kviknaði á peru minni, sem aldrei fyrr! Einfaldlega er ég áhyggjufyllri, hræddari og kvíðnari fyrir komandi meðferð og framhaldinu, en mig nokkurntímann grunaði. Og þá er bara tvennt í stöðunni, að halda áfram eða gefast upp.
Í raun er svo þriðja leiðin, þ.e. að gefast upp og halda áfram. Þá gefst maður upp fyrir aðstæðunum, sættir sig við þær, og heldur áfram út frá þeim. Það er leiðin sem ég ætla að fara...
Svo er nú það sem skekkir jöfnuna, að ekki hef ég lengur bara um mig einan að hugsa, heldur hefur bæst við heil manneskja í mína eins manns fjölskyldu, sem er orðin tveggja manna. Ég er að minnsta kosti ekki í góðri þjálfun í slíkum aðstæðum, vanastur því að vera einn, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.
En nýju lífi fylgja ný tækifæri, bara spurning um að koma auga á þau!
Blóðið var mælt í mér, og það virðist allt vera í lagi, raunar alveg prýðilegt. Þannig lítur helst út fyrir að áhyggjur mínar séu ekki á rökum reistar. Sennilega er um uppsafnaða spennu og þreytu að ræða. En það er nú svo að mér líður strax betur, að vita þetta!
Það er sérstakt að uppgötva hvað maður er góður að segja sjálfum sér ósatt. Ég hélt satt að segja að allt væri í lagi. Svo er mér bent á að ég sé sífellt geyspandi og þreytulegur, virðist detta niður í hálfgert þunglyndi og sé óvenju mislyndur.
Það kviknaði á peru minni, sem aldrei fyrr! Einfaldlega er ég áhyggjufyllri, hræddari og kvíðnari fyrir komandi meðferð og framhaldinu, en mig nokkurntímann grunaði. Og þá er bara tvennt í stöðunni, að halda áfram eða gefast upp.
Í raun er svo þriðja leiðin, þ.e. að gefast upp og halda áfram. Þá gefst maður upp fyrir aðstæðunum, sættir sig við þær, og heldur áfram út frá þeim. Það er leiðin sem ég ætla að fara...
Svo er nú það sem skekkir jöfnuna, að ekki hef ég lengur bara um mig einan að hugsa, heldur hefur bæst við heil manneskja í mína eins manns fjölskyldu, sem er orðin tveggja manna. Ég er að minnsta kosti ekki í góðri þjálfun í slíkum aðstæðum, vanastur því að vera einn, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.
En nýju lífi fylgja ný tækifæri, bara spurning um að koma auga á þau!
03 ágúst, 2006
Geislarnir...
Svona lítur undirbúningurinn út, maður allur útteiknaður, má ekki fara í sund
En við látum ekki hugfallast, geislandi af hamingju, sperrir maður sig í einhverri vitleysu
Á biðstofunni er mikilvægt að velja réttu bókmenntirnar, hverjum er ekki sama hver er með hverjum í Séð og Heyrt, Andrés Önd er alltaf frændi Ripp, Rapp og Rupp
Svona lítur geislatækið út, og ég reyndar í því. Ég kem þarna 24 sinnum í viðbót, tekur korter í hvert skipti. Þetta er gert til að drepa vonda og hjálpa góða
Og hér sjáum við einkabílstjórann og kærustuna Agnesi, henni leiðist greinilega ekki
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)