24 ágúst, 2006

3/2

Nei, ekki taktur heldur þrjár vikur búnar og tvær eftir í geislum.

Nú er róðurinn heldur farinn að þyngjast, soldið þreyta í gangi, skólinn að byrja og allt það.

Stefni á að vera sjúklingur fram að áramótum, sé svo til. Vonandi verður ekki tilefni til að vera það lengur.

Annars slepp ég vel miðað við kallana sem eru í geislum vegna blöðruhálskrabba, treysti mér ekki til að hafa eftir umræðuefnið á biðstofunni í morgun;) en það var býsna kómískt (þ.e. ef maður lendir ekki í því sjálfur).

Annars er allt gott að frétta, er spenntur að byrja í skólanum, og nánast alveg fluttur inn á Agnesi, sem er gaman:)

9 ummæli:

Maggi sagði...

Hvar búið þið þá

Villi sagði...

Í Klukkubergi í Hafnarfirði:)

Nafnlaus sagði...

Sæll Villi, Sæmundur hérmeiginn, bið að heilsa Agnesi og Kristín biður að heilsa.

Nafnlaus sagði...

Hæ. Mér er tjáð að sum frumstæð karldýr af tegundinni Homo sapiens grufli gjarnan í ótilteknu líffærakerfi sem staðsett er milli fóta þeim. Mér er líka tjáð (og það reglulega) að ég tilheyri þessum tiltekna hópi frumstæðra karldýra. Það kann hugsanlega að vera rétt, í það minnsta að svo miklu leyti sem því að mig kann að reka minni til þess að hafa leitað ráða hjá heimilislækninum mínum í fyrra vegna þess að mér hafi fundist ég finna eitthvað innvortis innan marka fyrrnefnds líffærakerfis sem mér hafi trauðla ("knappast") fundist eiga að vera þar. Það er skemmst frá því að segja að í framhaldi af heimsókn til heimilislæknisins, þar sem hún, eftir afar fagmannlega og nærgætna skoðun, komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti hugsanlega haft eitthvað til míns máls, fór ég í sónar, svokallaðan sonar scrotum. Þar skoðaði mig afar hress og skemmtilegur dani, Jörgen Albrechtsen. Hann sagði að það sem ég hefði fundið með mínu frumstæða (og að því er mér hefur stundum verið tjáð óskiljanlega) grufli væri vissulega eitthvað sem mætti teljast aðskotahlutur en þyrfti jafnan ekki að hafa neinar áhyggjur af. Hann sýndi mér mynd og spurði hvort mér findist fjöskyldan ekki falleg. "Sjáðu, þarna eru tvíburarnir". Ég játti því og það sem meira er; ég væri afar stoltur af fjölskyldunni minni sem myndaðist líka svona vel. Fyrirbærið sem tróð sér með á myndina heitir bláæðakölkun og byrjar víst gjarnan að myndast hjá karldýrum um og eftir tvítugt (tvíhöfða og/eða jafnvel tvítóla ótugt/ótukt?) Hjúkkit, maður, það hlaut að vera eðlileg skýring á þessu; ég er nýorðinn tvítugur.

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt að koma Villi minn. Nú sér fyrir endann á þessu.

Og vegna færslunnar hans Clausa, þá er smá hjúkkuráð til ykkar strákar mínir: Grufliði einns og ykkur lystir. Það er eina leiðin til að finna hinar ýmsu breytingar og aðskotahluti í þessu líffæri sem ykkur (og okkur) er svo kært. Við stelpurnar gerum (ættum að gera) þetta við brjóstin á okkur með góðum árangri.

Og hananú.
Kv. Olla.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel með þetta allt Villi minn. Og til hamingju með ykkur Agnesi. Við þekkjumst frá forni fari við Agnes og það var nú oft gaman hjá okkur þá ...
kv. Elma

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir stuðninginn og góð ráð, Olla! :o) Annars ætlaði ég bara að segja hæ og ég hugsa til ykkar (ukkar). Hafið það sem allra best og ég held áfram að biðja fyrir okkur öllum. Sjáumst.

Nafnlaus sagði...

Velkominn í Fjörðinn Villi minn, nú þegar þú ert búinn að prófa að búa hér viltu örugglega hvergi annars staðar búa :)

Nafnlaus sagði...

Hæ. Keep on truckin´, guys. Ég hugsa til ykkar.
E.C.