19 október, 2006

Svo sannarlega nýtt líf

Já, best að segja fréttir. Ef það er mælikvarði á alvarleika sjúkdómsins, hversu vel maður fylgist með og passar uppá sig, þá er lítið að. Ég átti tíma í myndatökum í morgun, en steingleymdi að mæta. Þannig að ég þarf að mæta eftir hálfan mánuð. Þetta þýðir að ég fæ ekki heilbrigðisvottorð fyrr en eftir tæpar þrjár vikur.

Ég hef verið nokkuð brokkgengur í heilsu, verið að keyra mig stundum yfir strikið, eins og til dæmis þegar ég hjólaði til Reykjavíkur og til baka í Klukkubergið. Var eins og slytti í tvo daga á eftir. Eins fékk ég einhverskonar flensuskít, hósta og hálsbólgu, það hjálpar ekki til. En að öðru leyti er ég býsna sprækur.

En af öðrum vígstöðvum, þ.e. heimavígstöðvunum, þá höfum við Agnes sett upp hringa, og ekki nóg með það, heldur er hún líka ólétt!!!!! Ekki leiðinlegt...:) Og í raun magnað hversu vel það rímar við nafn síðunnar (þ.e. Nýtt líf, ekki æxlið).

Svo fékk ég líka greidda út sjúkdómstryggingu (sem á sínum tíma var nánast neytt upp á mig) þannig að fjárhagsáhyggjur eru úr sögunni þennan veturinn.

Það má með sanni segja að blessununum rigni yfir mig, og reyndar okkur bæði tvö, kannski er maður að uppskera eftir mögur ár eða eitthvað...?

22 ummæli:

Hildigunnur sagði...

stórfréttir, innilega til hamingju :-D

Nafnlaus sagði...

Ooooo, jiiibbbí!
Þetta eru sko þær albestu fréttir sem ég hef heyrt langalangalengi.
Elskulegu, krúttlegu vinir mínir, innilega til hamingju.
Jahérna, nú er mín farin að skæla!!

Og hvenær er svo von á erfingjanum?

Sjáumst vonandi á samverunni í Búst þ. 27.

Kveðja og knús, Olla.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, til hamingju með þetta allt saman. Þetta eru heilmiklar upplýsingar að melta, og svo sannarlega "Nýtt líf".
Nú þarftu bara að fá smá skika hjá Brekkubóndanum og þá geturðu byrjað "Dalalíf".
Kv. Frá Danmörku Árni, Brynja og grísirnir3.

ps. Bið kærlega að heilsa spússu þinni.

Hrafnkell sagði...

Hjartanlega til hamingju frændi, það er greinilega "allt að gerast" hjá þér. Kveðjur frá Brussel

Hildurina sagði...

Elsku Villi og Agnes mín! Innilega til hamingju hamingju hamingju! Verðum að hittast og skiptast á óléttusögum!
love love love
Hildurina

BbulgroZ sagði...

Snilld Villi og jú Agnes, hún á sinn þátt í þessu, hef bara ekki hitt hana , kemur örugglega að því. Til hamingju!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt saman. Þú stendur þig vel!
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Hannes

Nafnlaus sagði...

frábært elskan mín! ef einhver á allar þessar blessanir skilið þá ert það þú og af því sem ég hef frétt Agnes líka, nú þarf ég bara að hitta hana :D

hættu svo þessu hjólreiðabrjálæði góurinn, mundu það sem ég hef alltaf sagt og það er að íþróttir eru STÓRhættulegar ;)

Maggi sagði...

Ég komst alveg eitt og hálft ár aftur í tímann við að lesa þetta, þ.e. þegar við urðum ólétt. Til hamingju með þetta allt saman!

Nafnlaus sagði...

Vááááá Til hamingju!!!! Þú tekur þetta bara með trompi :) Rosalega gaman að heyra og ég samgleðst ykkur innilega. Ætli við sjáumst ekki svo bara í Bónus eða FK þar sem þessi fjölskylda okkar er svona léleg að hittast :)

Nafnlaus sagði...

Jæja, nú má maður loksins fara að tala um þetta. Erfitt fyrir suma að þegja yfir svona stórfréttum þetta lengi :-)
Innilega til hamingju krúttin mín.
kv. Elma, Þráinn og Atli

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt saman - mikið sem framtíðin er björt hjá ykkur - enda hafið þið unnið vel fyrir því.

Gangi ykkur áfram vel.
Gurra - betri helmingur Einars Clausen :) !!!!!

Nafnlaus sagði...

Alveg magnað :) Til lukku með þetta allt Villi og Agnes. Gott að heyra að þið ætlið ekki að lifa í synd eins og sumir ;). Við þurfum að hittast yfir kaffibolla fljótlega. Kveðja, Ebbi, Hildur og strákarnir

Nafnlaus sagði...

Sæll frændi og innilega til hamingju. Það er bara allt að gerast hjá ykkur:) Þú verður endilega að koma með Agnesi heim til mömmu í nóvember þegar við hittumst öll í kringum afmælið hjá Gunnari afa. Kveðja Jóna

Nafnlaus sagði...

Ja, ég segi nú bara eins og einn "preláti" (ef marka má stærð brauðsins) sagði eitt sinn við mig: "É´vissi´ða!" Eða jafnvel: "Við finnum að stundin er helg". Nú, eða; "Komið öll og farið í Guðs friði". Nóg um það. Hjartans hamingjuóskir og megi allt halda áfram að blómstra í kringum (u)kkur.

Einar Clausen, síðri helmingur Gurru. :o)

Nafnlaus sagði...

Til lukku með allt frændi!
Kveðja að norðan,
Lára

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir til ykkar beggja. Það er alltaf ljós við enda gangnanna (Hvalfjarðar...?) og þetta er besta ljósið sem til er.
Hlakka til að hitta ykkur síðar.
Kv. Kristín (betri helmingur Sæmundar)

Nafnlaus sagði...

Þetta er frábært!!! Innilegar hamingjuóskir.
Kv. Þuríður V.

Anna Sigga sagði...

Guð minn almáttugur!!! Ég segi nú bara eins og Olla, nú fer ég að skæla. Þetta er dásamlegt! Þið eruð yndisleg! Þetta er svo fallegt og frábært! Ég óska ykkur öllum allrar þeirrar gæfu sem hugsast getur! Held áfram að biðja fyrir ykkur!

Nafnlaus sagði...

innilega til hamingju bæði tvö með þetta allt. Skarpi og Gunna Sigga

Nafnlaus sagði...

Elsku Villi og Agnes hjartanlega til hamingju með bumbubúann og trúlofunina kv Silla, Ingi Valur ,Máni og Gréta Örk

Nafnlaus sagði...

Hæ Villi!
Gaman að lesa bloggið þitt. Enn og aftur til hamingju með hringinn og nýja lífið og allt :)
Ég ætla að fá að setja link á þig á bloggið mitt.