06 febrúar, 2007

Innihald og nýjar fréttir

Jæja, mikið hefur verið kvartað og kveinað yfir bloggleysi. Það er nú hinsvegar svo að mér finnst ekki sniðugt að blaðra um ekki neitt. Ég hefði með góðu móti getað velt mér upp úr gömlum fréttum, en nenni því ekki. Sem sagt: Hér skal vera innihald!

Óléttan gengur vel, við erum búin að fara á foreldranámskeið sem var ótrúlega óspennandi, og satt best að segja leiðinlegt að mestum parti. Þó var gaman eitt kvöldið þegar sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur kom. Algjör snillingur þar á ferð. Svo var nú reyndar ágætt að fara og sjá fæðingardeildina.

Var hjá lækninum mínum í morgun, var áður búinn að fara í svokallað CT eða tölvuskann. Hann lét mig hafa blað með niðurstöðunum, og lýsi ég hér með eftir fólki sem skilur þetta:

"Þetta svæði með mjúkvefjatumor afmarkast ekki með vissu við rannsókn nú og hefur orðið beinmyndun á svæðinu. Þannig merki um regress á tumor í scapula. Það sést atelectasastrik í lobus medius eins og áður. Ekki tilkomnar íferðir í lungum. Ekki eitlastækkanir í mediastinum."

Svo mörg voru þau orð...........................reyndar ekki, doksi sagði að þetta þýddi að allt liti vel út, engin meinvörp og ekki neitt. Reyndar væri kölkun í herðablaðinu sem skorið var, en það væri eðlilegt. Ég sagði honum að ég væri oft svo þreyttur, hann ætlaði að kanna það betur, líklega væru þetta bara enn eftirköst aðgerðar og geisla.

Annars er hreiðurgerð í fullum gangi hér í Klukkuberginu, búið að skipta út fataskáp í svefnherbergi, og eftir tvær vikur verða stórframkvæmdir í eldhúsinu. Þá verður allt rifið út, sparslað og málað, parketið rifið af, sett upp ný eldhúsinnrétting, ný tæki, flísar á gólfið, og allt:)

7 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Það var laglegt Villi, nýtt blogg og allt í stakasta lagi, ljómandi!!

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að allt er bjart og fagurt! Njótið þess!
Kveðja að norðan,
Lára

Hildurina sagði...

Gott að "lesa" þig aftur Villi minn! Knús til þín og Agnesar

Nafnlaus sagði...

Júhú og jey. Bara blogg og svona líka glimrandi fínt blogg.

Og bara stóframkvæmdir í gangi. Hreiðurgerð og alles (hehehe).

Það Þarf ekki að túlka þetta myndgreinigarsvar---það stendur að það sé allt í lagi. Þ.e.a.s miðað við að það er búið að FLÁ þig. Og það sést á myndinni. Ókey?

Hafið það sem best og vonandi hittumst við fljótlega á æfingu.

Kveðja, Olla.

Hildigunnur sagði...

gott að heyra í þér, og gott að allt gengur vel :-) Hvenær á barnið að koma?

Nafnlaus sagði...

Hæ, elsku fólk! Mikið er gaman að lesa um að allt gangi vel og hreiðurgerð sé í fullum gangi. Þetta er lallari. Það er nú reyndar svo að mér finnst alltaf vera og hafa verið innihald í því sem þú hefur sett hér inn á hugrenningasíðuna þína, Villi, og gildir þá einu hvort þær hugrenningar eru gamansamar eða alvörugefnar, jah, nema hvort tveggja sé því vissulega finnst mér það stundum hafa farið saman í skrifum þínum. Ég leyfi mér að hafa þá skoðun að það komi til af því, hugsanlega meðal annars, að þú ert hreinskilinn, átt auðvelt með að tjá þig, tilfinningar þínar meðtaldar og að þú ert afar greindur, sem birtist ekki síst í því að þú hefur þor til að opna þig, jafnvel á erfiðum augnablikum og það frammi fyrir öðrum. Það eru ekki allir sem sýna þann kjark af sér (jafnvel þótt við gefum okkur að við höfum hann flest, ef ekki öll). Keep on truckin´, kids!

Einar Clausen.

Hildurina sagði...

Til hamingju með afmælið Villi minn!