25 apríl, 2007

Já, svo sannarlega







og bókstaflega er yfirskrift þessarar síðu orðin að veruleika. Nýtt líf hefur kviknað, og tilfinning sem hlýtur að vera ólýsanleg, vaknar í brjóstinu.

Já, það er ekkert grín að vera nýi gaurinn, en sem betur fer gengur það fljótt yfir, hann verður gamall kunningi áður en varir.

Maður er nú orðinn ansi mannalegur bara strax, enda fallegasta barn í heimi, en líka gáfaðasta, brosmildasta, og almennt svo ákaflega vel heppnaður:)

Hér er pabbinn að skipta á kúkableyju guttans númer tvö, hver hefði trúað því fyrir ári síðan?

Og hér er stráksi í fangi Bergs afa síns, en vel fór á með þeim, enda öruggt að vera hjá afa.

En fyrir áhugafólk um mál og vog, þá var guttinn 15 merkur eða 3760 grömm og 53 sentimetrar á lengd. Hann fæddist kl. 01.15, 25. apríl 2007 og amma hans Hulda ljósmóðir tók á móti honum af stakri snilld.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er svo sannarlega vel heppnaður, enda ekki við öðru að búast. Gaman að sjá myndir af guttanum og ykkur, hlökkum til að sjá strákinn í eigin persónu.
knús til Agnesar og nýjasta frændans
Vigdís og krakkarnir

Tinnuli sagði...

Hann er yndislegur! Til hamingju!! Komiði ekki með hann fljótt á foreldramorgun í Áskirkju?! Aftur til hamingju bæði tvö!

Nafnlaus sagði...

Elsku sætu þið, mikið er hann YNDISLEGUR!!! enn og aftur til hamingju öll sömul!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með drenginn! Gangi ykkur öllum sem allra best :-)

Kveðja,
Gunnar Freyr, Hófí og Márus.

Unknown sagði...

Hjartanlega til hamingju með sveininn unga. Er hann ekki örgglega tenór?

Kær kveðja,
Sigrún Stef.

Nafnlaus sagði...

æði, innilega til hamingju :-D

Hrafnkell sagði...

Sæll frændi, okkar bestu árnaðaróskir með þennan myndarstrák. Góða skemmtun!

Nafnlaus sagði...

Elsku Villi & Agnes.
Þvílíkt sem þetta toppaði allt saman að fá fréttirnar, og skilaðu nú til Agnesar hvað frændi hennar er þakklátur fyrir þessa afmælisgjöf :)
Hlakka til að sjá ykkur í sumar.
Gullfallegur drengur, ekki við öðru að búast.
kv.Gísli

Eðvald Einar sagði...

Til lukku bæði tvö með þennan bráðhuggulega dreng... ótrúlega fallegt barn. Já og strákur til hamingju með foreldra þína. Þau eru hið besta fólk, vel valið hjá þér ;).
Kveðja, Ebbi og Einar Stefán

Nafnlaus sagði...

innilega til hamingju með prinsinn knús og kossar til ykkar allra
kveðja Gunna Sigga og Skarpi

Nafnlaus sagði...

Til lukku með hið nýja líf - það lofar góðu!
Kveðja að norðan,
Lára

Nafnlaus sagði...

til hamingju með drenginn.
anna jons

Nafnlaus sagði...

Stórfínn strákur finst okkur og án efa ákaflega heppinn með foreldra svo ekki sé minst á annan frændgarð. Okkar bestu kveðjur Bogga Einar og Sandra

Nafnlaus sagði...

Ó Jesú minn, hvað hann er fallegur og fullkominn í alla staði! Innilegar hamingjuóskir með prinsinn
Kveðja Lübchen