18 júlí, 2008

Bergur sat frammi í forstofu og var að brasa eitthvað, varð svo ákaflega móðgaður og mamman fór að gá. Þá var sorgin sú að hann komst ekki hjálparlaust í skó föðurins. Hér hefur hann fengið smá hjálp og spássérar um á fínu skónum:)

Svo skellti hann sér í bað, einu sinni sem oftar... og var ákaflega glaður þá.


Hér eru fallegar mæðgur, svona eitthvað að spökulera.
Posted by Picasa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Drengurinn í sjö mílna skónum er frábær, svo eru mæðgurnar alveg stórfínar, eins og fyrirsætur.Kveðja úr Sóleyjarima.

Nafnlaus sagði...

Í tilefni af leigusamningi í Hollandinu, gætum ég kanske beðið um mynd af rúllutunnunni henni Huldu?

Nafnlaus sagði...

Sjálfsagt, en hvernig er það, er ekkert blogg í gangi??? Eða símanúmer? Nauðsynlegt til að senda árangursupplýsingar barnanna, vigt og lengd o.þ.h.
Annars velti HV sér af baki yfir á maga hjá Láru og Sigurgeiri núna á þriðjudagskvöldið, húrra fyrir pylsugerðarmanninum.

Villi