09 október, 2008

Nýir tímar


Ég sat við morgunverðarborðið í fyrradag og horfði út um gluggann. Þá tók ég allt í einu eftir því að það var fullt af bílum fyrir utan skólann. Foreldrar að skutla börnum, starfsfólk að koma. Svo kom að því að Bergur var búinn að kúka í bleyjuna, sem reyndar gerist iðulega eftir morgunmat. Hulda var að babla á gólfinu, hringsnérist á naflanum. Svo þurfti ég að leggja af stað í skólann.

Þannig gekk nú þessi morgun eins og ákaflega margir aðrir, og sennilega eiga þeir eftir að verða fleiri. Þrátt fyrir þetta var ég með einhverja tilifinningu um að eitthvað hræðilegt hefði gerst og ekkert væri eins og áður og yrði það aldrei aftur.

Það var auðvitað út af bankakrísunni sem ég hafði þennan hnút í maganum.

En svo fór ég að hugsa.

Ég var með hnút í maganum vegna þess að fjölskyldan mín gæti mögulega verið að tapa peningum. Og ég hélt áfram að hugsa: Peningar eru svo sem ágætir, en hvorki upphaf né endir alls. Fólk lifði nú alveg af áður en það fann upp peninga.

Kannski er þetta vendipunkturinn þar sem ofurlaun og misrétti hverfur (eða amk. minnkar)? Það er nú ekki heilbrigt hvað þjóðfélagið og raunar heimurinn hefur verið heltekinn af þessari hugmynd, peningum. Því hvað eru peningar annað en hugmynd um eitthvert verðmæti sem við virðumst hafa samþykkt að fáir mættu eiga mikið af en flestir frekar lítið.

Vonandi verður þetta nýtt upphaf þar sem virði mannsins verður ekki mælt í peningum heldur því sem hann leggur til samfélagsins. Þá verður fólk sem vinnur við umönnun annars fólks í verðmætustu störfunum. Vonandi verður þetta líka til þess að foreldrar hafi meiri tíma með börnunum sínum. Svo virðist sem gróðahyggja samfélagsins hafi ýtt þeim svolítið út í horn.

Það er hægt að gera margt sem ekki kostar pening. Til dæmis að spila á spil, fara út að ganga, hittast og hlæja saman og svo margt fleira.

Látum ekki fall kapítalismans raska ró okkar, börnin halda áfram að kúka á sig, lífið heldur áfram.

7 ummæli:

Villingur sagði...

óó Villi

Nú skoraru stig hjá Emblu!
Ég fýla þetta blogg, þessa sýn :)
Og myndin af Huldu skemmir nú ekki fyrir ;)

Knús

Nafnlaus sagði...

Við námsmenn í útlöndum gefum skít í þetta mál alltsaman, og borðum bara kökur ef við höfum ekki efni á brauðinu.

Nafnlaus sagði...

Villi minn þetta eru skemmmtilegar hugleiðingar hjá þér.
Takk fyrir síðast. Amma

Nafnlaus sagði...

Þessu er ég sammála:D Kv Bogga

Nafnlaus sagði...

Hulda krútt:)

Nafnlaus sagði...

Heyr, heyr

Nafnlaus sagði...

sammála síðasta ræðumanni...
heyr heyr
Kv.Bryndís Baldvinsd.