Við fórum í Húsdýragarðinn með Mæju og Herdísi. Það var gaman, til dæmis fórum við í þessa hringekju.
Hér er Hulda Valgerður ofsakát og glöð með að fá að sjá dýrin, eða kannski bara að fá að vera í fanginu á pabba;)
Hér er fjölskyldan öll samankomin, en í baksýn má sjá risagölt sem var svo vinsamlegur að ýta tríninu aðeins í rassinn á húsfreyjunni. Það vakti að sjálfsögðu svo mikla lukku að þessi mynd gat ekki misheppnast.
1 ummæli:
Mikið var gaman hjá ykkur, einnig hjá þeim sem sáu þetta aðeins í tölvunni.
Kveðja amma
Skrifa ummæli