09 júlí, 2006

Óheppinn!

Ég var í sundi í fyrradag, og rakst þar á sirka 8 ára gamlan strák.
Hann spurði mig hvers vegna ég væri með þennan skurð á bakinu.
Ég sagði að það hefði þurft að fjarlægja æxli.
Hann sagði: Óheppinn!!! En þú lærðir nú á því, er það ekki?
Jú, ég hélt það nú.

Kannski hélt hann að þetta væri eins og ef maður væri að klifra eitthvað sem hefði verið bannað, svo dottið og slasað sig, og þá væntanlega í framhaldinu lært sína lexíu.

En hef ég lært á þessu?

Kannski helst, að það er ekki eftir neinu að bíða. Vilji maður hamingju- og innihaldsríkt líf, þarf að byrja strax. Ekki á morgun, það gæti verið of seint. Í dag er tækifærið og maður verður að nýta það.

Það er skrýtið að þurfa að fá svona áfall til að átta sig á því...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi var nú ansi góður!!!
Börn eru með frábæra sýn á lífið.
Við þessi fullorðnu getum oft tekið þau okkur til fyrirmyndar. Sem sagt að stoppa, taka inn smáatriðin og njóta þeirra.

Stundum er þetta bara alls ekki eins flókið og við höldum.

Haltu áfram að njóta andartaksins.
Kv. Olla

Nafnlaus sagði...

Það eru margir í þessum heimi sem blogga. Þeir eru öllu færri sem hafa eitthvað merkilegt að segja. Þú ert í efri helming seinni hópsins. Ég vil hrósa þér fyrir að hafa kjarkinn sem þarf til að takast á við það sem þú ert að takast á við, og enn fremur vil ég þakka þér fyrir að hafa þann kjark sem þarf til að segja heiminum frá því, meðan á því stendur. Þú sýnir auðmýkt og hugrekki sem við mættum öll taka okkur til fyrirmyndar.

BbulgroZ sagði...

Gaman að lesa Tóta bassaleikara hér : ) veit ekki hvort þið þekkist Villi eða hvort hann hefur rambað á síðuna þína í gegnum mig eða öllu heldur frænda minn Sváfni??

En vissulega eru áföll reynsla sem gefur manni spark í rassaling og því miður held ég að við flest þurfum jafnvel á einu slíku að halda, leiðinlegt en satt...eða eins og drengurinn í sögu þinni sagði "Óheppinn!! En þú lærðir nú á því!" : )

Nafnlaus sagði...

stattu þig bara'
mjr pipari''''''

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka mikið til þess að hitta þig á laugardaginn, meistari.

Clausi klessa.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að deila þessu með okkur. Reynslan gefur manni alltaf eitthvað og enn betra ef maður getur deilt henni með öðrum eins og þú ert að gera... Það var gaman að fá ykkur í kaffi um helgina :). Hlakka til að deila annars konar reynslu með þér... þ.e. kaffireynslunni ;). Kveðja, Ebbi

Nafnlaus sagði...

Where did you find it? Interesting read » » »

Nafnlaus sagði...

That's a great story. Waiting for more. ritalin Bracelet exporter Mitsubishi mirage tachometer Web phone conferencing Golf course minnesota When is the best time to take zocor Bextra hawaii litigation Accessory camcorder xxasdf Premier lease & loan services Ontario kitchens Abbott lab meridia Cosmetic surgeon nassau county 1971 pontiac trans am