28 júní, 2006

Nú verða sagðar fréttir.

Hitti krabbameinslækninn í dag. Hann sagði að við rannsókn æxlisins hefði komið í ljós vöxtur í jaðri þess. Það þýðir að sennilega er áframhaldandi vöxtur í herðablaðinu.

Þá væri tvennt til ráða, annarsvegar að skera aftur og taka meira, sem væri ekki góður kostur vegna þess að það myndi skerða hreyfigetu handleggsins töluvert. Hins vegar væri hægt að geisla svæðið og reyna að drepa vöxtinn þannig.

Og það var ákveðið.

Í byrjun ágúst fer ég í geislameðferð, sem mun standa yfir í u.þ.b. 6 vikur. Fyrst mæti ég í einhverskonar undirbúning, myndatökur og rannsóknir, og svo verður geislað einu sinni á dag í fimm vikur.

Mögulegar aukaverkanir eru roði í húð og þreyta. En ekki er víst að ég finni fyrir nokkrum slíkum.

Annars er ég orðinn hundleiður á þessu og ætla að reyna að njóta sumarsins eins og hægt er, þegar þannig viðrar.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þá er bara að vona að það náist að gera útaf við þetta helvíti :) En annars ert þú svo jákvæður og hress og hugurinn er ótrúlega máttugur svo þetta hlýtur að takast sem fyrst :)

BbulgroZ sagði...

Þetta er engin óskastaða sem þú ert í minn kæri, en njóttu sumardagana og "frí"sins...

Syngibjörg sagði...

Blessaður Villi minn. Veistu, eins og tenóra er "lagið" þá ert þú rétti tenórinn til að njóta alls þess sem lífð hefur upp á að bjóða.

OG skál fyrir því !!!!

Nafnlaus sagði...

Já, skiljanlegt að þú ert orðinn leiður. En þetta verður víst að hafa sinn gang allt saman.

Ég mæli með að þú gerir eitthvað alveg GEGGJAÐ og GEÐVEIKT þangað til að þessu kemur.

Hlakka til að sjá þig sem fyrst.
Kv. Olla.

Nafnlaus sagði...

Villi minn !!
Trúi vel að þú sért orðinn leiður á þessu. Vona að það gangi vel að geisla þig. See you soon :-)
kv. Elma

Nafnlaus sagði...

Þér hefur ekki dottið í hug að leita á norðurslóðir, þar sem sólin á heima? Hér er bæði sól og lausir rúmbeddar ef þú hefur áhuga... Kemur ábyggilega vel út að brenna frá báðum hliðum, helduru ekki?
Sumarkveðja,
Lára frænka á Akureyri

Anna Sigga sagði...

Hvað verður þá um geislabauginn?

Nafnlaus sagði...

hvað er þetta Villi minn, ertu alveg hættur að fara í kringluna?

Nafnlaus sagði...

Best regards from NY!
Percocet +blood pressure Backpacks for surfers and skaters wheeled backpacks Mit blackjack chart strongest and quietest backpack blower Mature woman boss Vivitar vivicam 8.1mp digital camera external frame hiking backpacks topamax and gallbladder problems How to hem pants tamrac adventure 7 backpack http://www.backpack-buyers-guide.info/Backpacks.html Kenneth cole leather backpacks online replica louis vinton backpacks Women's snow sport pants Baccarat czar Inrin hardcore free

Nafnlaus sagði...

Enjoyed a lot! »

Nafnlaus sagði...

Very nice site! Pilates mat routine Pubic hair removal Water bed store springfield order cheap ionamin online overnite Neurontin depression01010101010101010101010101010101 zyrtec independence ohio ultram services office+upskirt order ultram online buy tramadol wahsers and dryers Uk fishing clubs north east tramadol ultram forever kz prescription meridia coupons ultram pill refinance ultram overnight buy now tramadol ultram free colored contact lens trials pairs Rosacea fasten Cheapest didrex has who