Hitti lækninn í gær, sem var skemmtilegt. Hann glotti og sagði að miðað við myndirnar, þá hefði æxlið minnkað, og nánast horfið. Hins vegar lét hann líka fylgja með, að það væri í samanburði við myndir frá því í mars. Sem sé áður en ég var skorinn... þannig að ekki er nema von að þar sé minnkun. Hann talaði líka um að breytingar væru á beininu í herðablaðinu, en það væri eðlilegt miðað við skurðinn.
Okkur samdist um að ég kæmi aftur eftir um það bil þrjá mánuði, þ.e. í byrjun febrúar. Þá verða aftur teknar myndir og koma marktækar niðurstöður, vonandi:).
En af öðru er lítið að frétta, nema kannski helst, að restinni af fjölskyldunni heilsast vel, 17. vika meðgöngu byrjuð.
Sjálfur hef ég verið að velta fyrir mér framtíðinni, og hef komist að niðurstöðu í nokkrum veigamiklum atriðum. Það helsta er að hætta söngnámi eftir þennan vetur. Þetta hefur verið erfiður og skemmtilegur tími, og í raun mjög dýrmætur, en nú er bara einhvern veginn komið nóg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Þú tekur þér bara pásu Villi minn. Það getur vel verið að þú skellir þér aftur í námið seinna. Annað eins hefur nú gerst!!!
Nú er bara að einbeita sér að þessu spennandi verkefni sem famundan er.
Kveðja, Olla "fænka".
Mikil blessun er það nú að þú ætlar að hætta að syngja : ) ,vinur minn!!
Heyrumst lagsi, Arnar
Hjartanlega til hamingju með barnið! Já og trúlofunina! Þetta eru greinilega spennandi tímar. Hm, mér finnst ég nú hafa heyrt þennan söng um söngnámið áður...
Kveðja frá Þórunni í Áskirkju
Mundu elsku Villi minn að allt hefur sinn tíma. Og ákvörðun sem maður tekur í dag þarf ekki að standa alla ævi. Maður má skipta um skoðun. Nú er greinilega annað verkefni í vændum sem krefst alls þíns tíma og allrar þinnar athygli. Mikið er þetta spennandi, ég öfunda ykkur doltið! Til lukku með 17. viku! Verð með ykkur í anda!
Jæja Villi minn nú fer að koma að nýrri færslu er það ekki? knús Hildurina
Elsku Villi og Agnes!
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi nýja árið færa ykkur gleði , gæfu og frið (sem það gerir örugglega eftir öllum sólarmerkjum að dæma).
Mínar ynnilegstu þakkir fyrir frábærar smverustundir á liðnum árum og vona að þær verði sem flestar á því nýja.
Olla "frænka" biður að heilsa litla bumbubúanum.
Bestu nýárskveðjur, Olla.
ps. Er ekki kominn tími á nýtt blogg?
Jæja Villi, hvar ertu nú??
Hæ, hó!
Innilega til hamingju með allt; bumbubúann og bætta heilsu! Góðar fréttir júhú. Það er aldeilis að líf þetta árið, ekki annað hægt að segja.
Af mér er annars bara lítið að frétta; engar fréttir eru góðar fréttir. Litla stelpan mín bara stækkar og stækkar, hleypur nú um og blaðrar út í eitt. Skemmtilegur tími í þroskastiginu, hún er nú 20 mánaða.
Hlakka til að heyra meiri fréttir.
Kv. Ragnheiður (úr MH)
Æ, smellti of snemma á hnappinn og las ekki yfir, ætlaði að segja að aldeilis að lífið hefði breyst þetta árið hjá þér. :)
Kv. Ragnheiður.
Jæja, kominn tími til að vera með smá blogg, ekki satt?
Langar svo ótrúlega að heyra óléttusögur.
En sé ykkur vonandi bráðum:)
Kv. Olla.
Skrifa ummæli