er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.
Í gær var nákvæmlega ár liðið síðan ég var greindur með æxlið. Mér finnst það vera miklu lengra, kannski eins og 3 ár.
Þá var ég búinn að vera með lungnabólgu í um það bil hálft ár, hálf sturlast á næturvöktum mánuðina þar á undan vegna svefnleysis og vanlíðunar í kjölfar þess. Svo var ég nú eitthvað svona almennt frekar leiður þá dagana, kannski afleiðing af öllu þessu.
Núna er ég hamingjusamur, barn rétt ókomið, yndisleg kona, nýtt eldhús og allt.
Kannski var æxlið það sem ég þurfti til að líta upp og byrja að lifa lífinu?
Og að gefnu tilefni: Foreldrar, alið börnin ykkar þannig upp, að þeim detti ekki í hug að vera hortug og dónaleg við starfsmenn skólans, eða að þeim detti ekki í hug að hóta þeim lífláti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Það felst mikil hamingja í hamingjusemi :) Nú fer að líða að enn nýrri upplifun hjá þér sem kallar á enn meiri hamingju. Ætli lífið verði þá ekki bara eilíf hamingja. Ekki slæmt það ;). Hamingjuóskir... kv, Ebbi
Vel mælt Villi, vel mælt. Ég vona að þú verðir einmitt sá uppalandi sem þú lýsir hér : ), en það kostar tíma og vinnu, sem allt of fáir gefa sér til þessara verka.
Þetta er allt satt og rétt. Annars söknum við þín töluvert úr söngdeildinni.
Já það er satt, það er aldrei of mikið af tenórum í söngdeildinni... vonandi gengur allt vel og kannski barnið fætt? Rambaði hingað inn í fyrsta sinn núna áðan fyrir algjöra tilviljun! Takk fyrir síðast á Hrafnistu, það var megastuð. Tinna
Til hamingju Villi og co. Nú viljum við fá bloggfærslu : )
Skrifa ummæli