04 maí, 2008

Hulda Valgerður!

Hér eru systkinin Hulda Valgerður og Bergur Þorgils.

Afi Villi og Amma Lala (Valgerður) komu að líta á stúlkuna nýfæddu. Amma Hulda og afi Bergur voru líka ásamt ömmu Helgu og afa Sigurjóni. Þá ákváðum við að nota tækifærið til að nefna hana, því við vorum búin að ákveða nafnið. Vorum ekki viss um að við gætum haldið því leyndu fram að skírn, enda ekkert gaman að kalla krílið Lillu eða eitthvað svoleiðis þegar miklu betra nafn er tilbúið og passar svona líka vel. Við vildum gjarnan halda í heiðri þá hefð að nefna í höfuðið á fólki sem okkur er kært og hefur reynst okkur vel.

Hér eru þær Hulda og Valgerður broshýrar með ömmu- og langömmustelpuna Huldu Valgerði og Bergur Þorgils fylgist vel með og passar sig á að missa ekki af neinu!
Posted by Picasa

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

en undurfallegt nafn, ég er líka svo sammála því að drífa bara í að gefa nafn þegar það er hvorteðer tilbúið, til lukku með hana enn og aftur og ykkur

Nafnlaus sagði...

Nafnið er mjög fallegt og frábærar konur sem eru nöfnur litlu stúlkunnar.
knús til ykkar
Vigdís mágkona

Unknown sagði...

Innilega til hamingju með prinsessuna og fallegt nafn sem hún er búin að fá....alveg gullfalleg stúlka....það klingir bara hjá manni hehe
kær kveðja Jórunn

Nafnlaus sagði...

Til lukku með nýjasta fjölskyldumeðliminn :)
.....og takk fyrir að nefna hana strax það er svo erfitt fyrir forvitnar frænkur að bíða eftir nöfnum :-/
Kv. Rósa, Viðar, Guðni Grétar og Agnes Ósk

Nafnlaus sagði...

Hún er ekkert smá falleg:-) Hlakka til að hitta hana og ykkur öll. Er Bergur Þorgils ekki montinn með systur sína? Hehe
En innilega til hamingju með nafnið, það er rosalega fallegt:-)
Knús

Svanhildur

Nafnlaus sagði...

Hulda Valgerður Vilhjálmsdóttir. Þetta er fallegt nafn og hljómar vel! Til hamingju með það!
Kveðja,
Lára

Eðvald Einar sagði...

Yndisleg stúlka með dásamlegt nafn og á frábæra foreldra og bróðir. Hlökkum til að sjá hana í eigin persónu. :) Kv, Ebbi og rest.

Nafnlaus sagði...

Falleg nöfn á fallegri stúlku svo á hún líka fallegan stóra bróðir sem virkar mjög áhugasamur aðdáand eftir myndum að dæma. Kv Bogga

proppe sagði...

Elsku litla fjölskylda. Innilega til hamingju með þessa frábæru prinsessu. Þvílík fegurð. sjúkkitt að hún er loksins komin eftir að hafa gert aðeins of oft boð á undan sér. Njótiði þess nú að knúsa hana svona litla...hún stækkar svo ótrúlega fljótt :) Til hamingju með nafnið.......mjööööööög fallegt nafn (tíhíhíhí).
Kveðja
Hulda Proppé

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju, mikð eru þau systkinin orðin líka honum afa gamla á ská, svona teinrétt grönn og spengileg, heheehe. Fallegt nafn elskurnar. Get ekki beðið eftir að hitta ykkur um helgina. Kær kveðja frá afa gamla á ská.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nafngiftina.
Kann að meta hvað þið veljið kjarnmikil nöfn á yndislegu börnin ykkar :)
Hlakka til að fylgjast meira með.
Kveðja,Gísli frændi.

Nafnlaus sagði...

Villi, Agnes og Bergur Þorgils til hamingju með litlu prinsessuna. Stórglæsilegur kvenmaður ;)
Bestu kveðjur úr Áslandinu
Jóna, Þór og Kristjana Björg

Nafnlaus sagði...

Elsku Agnes og Villi.

Innilega til hamingju með litlu stúlkuna, hún er alveg dásamlega falleg eins og stóri bróðir.
Kveðja frá Vigdísi og börnum.

Og svo er líka kveðja frá Freyju og Laufey í Urðarbakkanum.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með ungfrú Huldu Valgerði, flotta fjölskylda!!

Kveðja frá Íbí og Þórhildi

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælismömmuna.
Knús og kossar
Vigdís mágkona og allir hinir