Hér er skírnarbarnið í fangi ömmu Helgu sem hélt henni undir skírn.
Gunni og Embla skírnarvottar fá lesturinn um hvað það þýðir að vera skírnarvottur, þ.e. að sjá til að stúlkan fái kristilegt og gott uppeldi.
Og hér er stórfjölskyldan, Hulda Valgerður og Bergur Þorgils ásamt foreldrum sínum og öllum þeim sem teljast til afa og ömmu. Við höldum að engan vanti í þessa myndatöku! Teljum aftari röð frá vinstri, Agnes og Bergur, Erling (maður Sjafnar), Helga og Sigurjón (foreldrar Villa), Hulda og Bergur (foreldrar Agnesar), Óskar og Kristín (Óskar er blóðfaðir Agnesar). Neðri röð frá vinstri: Sjöfn (blóðmóðir Agnesar), Hólmfríður (amma Agnesar, móðir Óskars), Valgerður og Vilhjálmur (amma og afi Villa, foreldrar Helgu) og loks sjálfur faðirinn, Vilhjálmur Þór.
Glaðbeitt að vanda, Hulda og Bergur með Berg og Huldu.
19 júní, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju Villi og fjölsylda : )
Skrifa ummæli