06 september, 2008

Jæja

amma, hér er eitthvað til að ylja sér við á haustkvöldum. Jafnvel gæti skírnarvottur í Hollandi rifjað upp hvernig uppáhalds bróðurbörnin hans líta út. Hér má sjá hversu hærður Bergur Þorgils er orðinn, enda má kannski segja að tími sé til kominn. Það hversu vel þetta sést er nú eingöngu birtuskilyrðum að þakka.

Hér er Hulda Valgerður eitthvað að spá í ljósmyndarann eða kannski að hugsa um sleikipott og hvernig hann bragðast?

Hann Bergur hefur ekki frjálsan aðgang að símum og fjarstýringum heimilisins, en lætur ýmislegt duga í staðinn. Hér má til dæmis sjá hann tala við ömmu í alóvera kremtúpu.

Hulda er að spá í tónlistarnám, kannski slagverk verði fyrir valinu?

Posted by Picasa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Amma situr og brosir sínu breiðasta við þessum myndum, börnin hafa stækkað heilmikið á þessari viku síðan ég sá þau síðast!!!
Var þetta nokkuð mikið verk að setja myndirnar inn? Bara að drífa í því t.d. um helgar. Kveðja amma.

Nafnlaus sagði...

uppáhalds bróðurbörnin já...er þetta kannski skot á hin 5 bróðurbörn skírnarvottarins. Þau eru nú líka ágæt greyin;)
Vigdís

Nafnlaus sagði...

Neinei, ekki skot á neinn, hverjum þykir jú sinn fugl fegurstur, ekki satt?:)

Villi