06 september, 2008

Fyrst maður er nú byrjaður...

Hulda Valgerður situr hér í fangi Friðriks Vals, en hann þurfti einmitt að æfa sig fyrir að eignast litla systur.

Systkinin liggja saman hjá ömmu á Hringbraut, voða sætt:) Rétt er að taka fram að faðir þeirra réð klæðnaðinum á þeim, en systirin var heldur bleik fyrir smekk móðurinnar.


Posted by Picasa

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hvað Friðrik Valur var heppinn að fá að æfa sig í að halda á stelpu fyrst hann er um það bil að fá eina slíka.

kveðja Amma

Nafnlaus sagði...

Drengurinn lét sér aldeilis vel líka að fá að halda á Huldu Valgerði. Við skulum vona að systirin verði svona brosmild og meðfærileg eins og "prufueintakið" þegar hún verður komin á svæðið :-)
Kveðja, Jóhanna Ósk (Friðriks Vals mamma)

Nafnlaus sagði...

Þau eru nú öllsömul meiri rassgötin! ;) Kv. Lára (p.s. svo það er stelpurófa á leiðinni nonono...)

Nafnlaus sagði...

Halló unga fólk, nú er 28. sept, hafa börnin ekki þroskast á þessum tíma, ég frétti að Hulda Valgerður væri farin að skoða myndir og orðin býsna skrafhreyfin eins og frumburðurinn. Fleiri myndir ef eitthvað er til í handraðanum. !!! Sú gamla í Sóleyjarima.