26 maí, 2009

Hér eru myndir af slasinu

Bergur teygði sig í kaffikönnu (mokka sem sett er á hellu, tveggja bolla) sem var á eldavélinni og sturtaði úr henni yfir sig.
Við hentumst með hann í baðkerið og smúluðum hann þangað til sjúkrabíllinn kom. Síðan fórum við á slysó og fengum sérlega góða þjónustu, hjúkkurnar blésu sápukúlur til að dreifa athygli drengsins meðan hreinsað og bundið var um sárin á öxl og bringu.
Hann fékk svo vaselín í andlitið yfir blöðrurnar og við svo send heim. Lýtalæknirinn leit við og sagði að þetta væri vel sloppið, Bergur myndi gróa hratt og örugglega og ekki fá nein ör.

Svona leit drengurinn út þegar við komum heim af slysó.

Hér er svo mynd af því hvernig hann leit út daginn eftir, þá var bruninn sem sé kominn meira fram. Skrýtið hvernig þetta þróast.

Hér er svo Hulda að keyra bróður sinn í vagninum, þetta er nú alls ekki alslæmt:) jafnvel bara bráðskemmtilegt
Posted by Picasa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi greyjið litli snáðinn. Vona að honum sé ekki mikið illt lengur. Ég brenndi mig einu sinni þegar ég var lítil og það sem ég man helst er hvað þetta var sjokkerandi og hvað mig sveið... og auðvitað það að ég þurfti hjálp frá stóru systur til að opna jólapakkana, það var kannski það leiðinlegast við þetta allt saman ;)
Batakveðjur,
Elín Harpa

Unknown sagði...

Úff, gott að ekki fór enn verr. Einu sinni hellti þjónustustúlka á kaffihúsi í Kanada fullri pressukönnu af kaffi yfir lærið á mér. Magnað hvað endalaust margar vatnskönnur gerðu til að bjarga því. Ég hef engin ör í dag.
Falleg börnin þín Villi, með og án brunasára.

Nafnlaus sagði...

Þetta hefur nú verið frekar ljótt en verður vonandi fljótt að batna kærar kveðjur að austan Bogga og co