14 maí, 2006

Það er bæði satt og

rétt, að ég hef sjálfur ákveðið að hafa þetta blogg svona. Það er bara svolítið erfitt að lesa sjálfur þetta raunaraus eftirá.

Var annars að koma af alveg ágætri frumsýningu á Litlu Hryllingsbúðinni í óperunni, og var líka að fylgjast með norðurlandamótinu í lyftingum í Smáralind í dag.



Á milli fór ég svo í stórafmæli Pálma Hrafns frænda míns, sem verður tveggja ára 17. maí

11 ummæli:

Anna Sigga sagði...

?%#$&? Ég náði þessu síðasta ekki alveg :-!

Nafnlaus sagði...

Jæja já. Ég er að tala um commentið þarna efst.
Er ekki alveg að fatta það. En það er engin nýlunda. Ég er ekki heldur að fatta Sylvíu Nótt. Bara skil ekki alveg um hvað málið snýst. Finnst hún ÖMURLEG.
But thats me!
Kv. Olla.
Ps. frændi þinn er algert krútt.

Nafnlaus sagði...

Þessi whoami123 er bara að reyna að fá fólk á bloggsíðuna sína til að selja því einhverjar skyndilausnir til að auglýsa sig og fyrirtæki sín. Til þess semur hann einhvern langhund sem lítur gáfulega út en er ekkert innihald fyrir og sendir inn á sem flest blogg, óviðkomandi sér... bara auglýsing, ekkert að sjá, haldið áfram...

Hildurina sagði...

Er að hugsa til þín elsku Villi minn ert sennilega í aðgerðinni núna og vonandi finnur straumana í undirmeðvitundinni.
knús
Hildur Hinriks

Nafnlaus sagði...

Allir puttar krossaðir, allar bænir og góðar hugsanir til þín Villi minn.

Toj, toj, toj.
Gangi þér vel!

Kv. Olla.

Nafnlaus sagði...

Best að ég setji inn fréttir hér í tölvuleysi bróður míns:
Aðgerðin heppnaðist vel, foreldrar okkar fóru upp á skaga og voru hjá honum eftir aðgerð.
Æxlið var heldur stærra en áður var haldið og vildu læknarnir því ekki skera burt alla "skurnina" sem umlykur víst svona æxli, vegna nálægðar við lungu og aðrar nauðsynjar í brjósholinu.
Þetta gæti þýtt einhverskonar eftirmeðferð (geisla/lyf/hormóna), en það kemur seinna í ljós.
Sjúklingurinn er uppdópaður og líður bölvanlega í bili, en við öðru er ekki að búast.

Ég bæti við fréttum hér þangað til að hann kemst á fætur.

Nafnlaus sagði...

Þakka þér fyrir Stefán að lofa okkur að fylgjast með.
Láttu hann endilega vita að við hugsum til hans og hlökkum til að heyra frá honum.
Sendi baráttukveðjur með von um skjótan bata.
Kveðja, Olla.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir, Stefán og baráttukveðja frá mér til dýrsins og ykkar aðstandenda allra.

Anna Sigga sagði...

Takk, elsku Stefán, ég var orðin doooltið spennt að heyra einhverjar fréttir. Kysstu drenginn frá mér með óskum um skjótan bata :-)
Held áfram að fylgjast með!

Nafnlaus sagði...

Í dag er kominn litur á Villa (eftir mínum bestu heimildum), og hann kominn fram úr.
Honum líður mun betur, búinn að losna við svæfingardrungann.

Fátt annað að frétta...

Anna Sigga: Kyssi hann ekki fyrr en hann rakar sig :^D

Stefán

Nafnlaus sagði...

Sígandi lukka er best.
Ef þú treystir þér ekki til að kyssa hann Stefán, klappaðu honum þá á kollinn. Annars er hann svo mjúkur og mikill bangsi að það verður bara notalegt að kyssa hann.
Knús og kveðjur, Olla.