18 maí, 2006

Hér er ég....

sumsé, vaknaður eftir aðgerð. Reyndar vaknaði ég heldur fyrr, þ.e. í fyrradag og var heldur ruglaður. Læknirinn var að reyna að segja mér eitthvað, en það var nú bara eins og að henda perlum fyrir svín.

Sem betur fer hringdi hann svo bara í mömmu, og Stefán bró setti inn þær upplýsingar sem hér birtust í kommentunum eftir því. Þannig að nú vitið þið jafn mikið og ég.

En ég á von á því að hitta doksa hér á eftir þar sem nánar verður vélað um framhald þessa máls og mér mögulega sleppt heim, kannski þó ekki fyrr en á morgun eða hinn.

Annars líður mér nú bara alveg bærilega, eiginlega betur en ég hefði að óreyndu trúað, þvælist reyndar með drenpoka, sem liggur úr skurðinum til að taka affallið sem seytlar úr við skurðinn. En það er nú samt ekkert til að hafa áhyggjur af. Einnig segja þeir að ég sé heldur blóðlítill, eigi bara eftir að vinna það upp.

Á von á Gunna bró á eftir, bað hann að taka með sér myndavélina, þannig að vonandi fáið þið að sjá stórkostlegar myndir af sigri læknavísindanna yfir hinu illa...

10 ummæli:

Hildigunnur sagði...

aaahh, gott að heyra í þér :-)

Hildurina sagði...

Yndislegt að heyra í þér dúllurass hugsa mikið til þín, knús

Nafnlaus sagði...

Velkominn á fætur kallinn minn.
Ertu með tölvu á spítalanum?
Kveðja, Olla.

Nafnlaus sagði...

Sæll mein liebling

Gott var að heyra frá þér, annars var það verra að heyra ekki væri allt búið enn. Gangi þér vel minn kæri, Kristín biður að heilsa með ástar og saknaðarkveðjum... (Þetta er næstum því eins og kveðja í óskalögum sjómanna;-)

Sæmundur "tenore climaxis" Helgason

Nafnlaus sagði...

Jæja, gæskurinn, velkominn úr þessu, ekki hebbði ég nú trúað því að bloggið yrði mætt svo fljótt, en það er auðvitað töggur í okkur, Langnesingum. Stuðningskveðjur! Agg frænka.

Anna Sigga sagði...

Elsku bestasti Villinn minn!!!
Mikið ósköp er nú gott að heyra frá þér sjálfum, þó Stefán bróðir eigi auðvitað ekkert nema þakkir skildar fyrir sitt innlegg (þó hann vilji ekki kyssa þig órakaðan). Þetta er nú alveg stórkostlegt! Fyrst þetta var hægt þá verður eftirleikurinn trúlega auðveldur, er það ekki?
Hlakka ógeðslega til að sjá þig í eigin persónu :-)

Nafnlaus sagði...

Halló Villi.

Gott að sjá þig blogga. Lítum á það sem skjótan bata. Ekki við öðru að búast þegar þú ert annars vegar.

Bestu kveðjur frá Hvassfellingum

Nafnlaus sagði...

Já, Villi! Sammála agg að það er sko töggur í Langnesingum! Gott að sjá þig pára á apparat og það var gott að bróðir stóð sig í upplýsingagjöfinni. Þeir fara nú væntanlega vel með þig á Skaganum og fíla líklega Kill Bill átfittið í botn. Batakveðjur, Þuríður V.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta :)

Nafnlaus sagði...

gott að heyra í þér, hitt dótið verður ekkert mál fyrir villapálinn er þa nokk?

hlakka til að hitta þig random í kringlunni.. (fyrir aðra þá er þetta smá prævat djókur.. múhahaha)