18 maí, 2006

Myndir

Gunni bróðir kom í heimsókn í gærkvöldi og tók þessar myndir

Hér sést vel lengd skurðarins


Takið eftir hægra megin á myndinni, þ.e. sviðsvinstra fyrir leikhúsfólkið, að þar virðist ég vera heldur vambmikill. Þetta er nú vegna þess að þrátt fyrir dren sem sett var og við sjáum hér neðar, nær ekki að fanga allt sullið sem kemur úr sárinu, þannig að það lekur þarna niður í kviðarholið og á sennilega eftir að mynda stóran og fallegan marblett.


Hér má sjá útbúnaðinn sem maður þarf, fatla til að hafa hendi og dren í og svo gulan galla, þ.e. ef maður er á Akranesi. Ég hef það fyrir satt að þjónustan sé margfalt betri ef maður segist vera ÍA maður frekar en eitthvað annað. Að minnsta kosti kvarta ég ekki.


Hér þótti okkur bræðrum við hæfi að hafa kvarða. Það nærtækasta var legókubbur úr leiksvæðinu í setustofunni(nb. þetta er átta takka stór legókubbur). Þar voru þessar myndir einnig teknar, yfir júróvísjón áhorfi.

Þarna sést líka vel að drenið er leitt úr skurðinum og tekið út undir hendinni, ekki beint úr skurðinum.

Þeir eru sniðuðgir þessir kallar....

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna Villi minn, gott að heyra að þetta er afstaðið. Vonandi grær þessi Langanes-skurður vel. Gangi þér allt í haginn!

Hildurina sagði...

looking good villi minn :)

Nafnlaus sagði...

Ég hef alltaf sagt að það er betra ef vömbin dreifist.
Þetta jafnar sig allt með tímanum. Þarna er nefninlega þyngdarlögmálið að segja til sín. Það leitar allt suður og niður. Láttu mig þekkja það (brjóstin, rassinn, undirhakan o.m.fl.).
Batakveðjur, Olla.

Anna Sigga sagði...

Þetta er nú doltið merkilegt allt saman! Hugsa sér að það skuli vera hægt að skera í burtu svona stóra kúlu!
Vona að þú hafir það bærilegt, elsku Villi minn!
Held áfram að hugsa til þín :-)

Nafnlaus sagði...

Ég skil þetta nú ekki alveg.... biðst afsökunar á því.... hvaða sull er að koma úr sárinu? Er það gröftur? Eða það sem var inni í vængstúfnum? :-/ Batnist þér sem best Villi minn! Hugsa til þín á hverjum degi!
kv.Agnes BB

Nafnlaus sagði...

Elsku Villi.
Farðu vel með þig.
kv. Elma

Villi sagði...

Hmmm, ætli það sé ekki bara restin af mér að reyna að flýja...., nei annars, þetta eru umbúðirnar sem settar voru strax á, eftir skurð. Þannig að eitthvað hefur nú aðeins blætt í þær, og það er það sem sést. Þetta gula sem sést hinsvegar efst á myndinni er legókubbur, það kannski skýrir málið betur fyrir leikskólakennurum:)

Nafnlaus sagði...

Ég er ánægður með þig, karl minn.
Þú rústar þessu dæmi.
E.C.

BbulgroZ sagði...

Þetta er dálaglegur skurður Villi. Gangi þér allt í haginn kallinn minn.