13 maí, 2006

Sjálfhverfa

Er nokkuð sjálfhverfara en manneskja sem bloggar um eigið líf, nema ef vera skyldi tenór að blogga?

Það er sérstakt að renna í gegnum færslurnar og lesa um sjálfan sig eftirá. ÉG með æxli, ÉG í nýja gallanum mínum, nýji skurðurinn MINN, læknirinn MINN hringdi í MIG og svo framvegis...

Ég, ég, ég og aftur ég. Er kannski bara nóg komið?

4 ummæli:

Anna Sigga sagði...

Elsku Villi minn!
Þegar öllu er nú á botninn hvolft er ekkert sem stendur manni nærri en maður sjálfur.
Maður situr uppi með sjálfan sig alla ævi!
Það er örugglega hægt að tækla þetta á ýmsa vegu, en sjálfhverfa, sem í mínum huga er nokkurn vegin það sama og sjálfselska, er ekki það sama og að elska sjálfan sig.
Það verður maður að gera, því maður sjálfur er það eina sem maður getur gefið af. Og ef maður passar ekki uppsprettuna, þá fer í verra! Við erum jú í þessu stússi í þessu lífi til að gefa af okkur og auðga okkur sjálf, vonandi, í leiðinni.
Er það ekki annars?
Hef ég kannski misskilið þetta allt saman?
Hvað heldur þú?

Ps. Þú ert laaaaang flottastur, í galla eða án :-)

Nafnlaus sagði...

Ertu fyrst að fatta þetta núna eftir 32 ár.






p.s. Smá grín, Norðurlandamót í ólympískum lyftingum á RÚV í dag.

Heyri í þér seinna kv. Á.Guð

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, bíddu við.
Er þetta ekki ÞÍN bloggsíða?
Mundu bara Villi minn, ÞÚ startaðir þessari síðu til þess að skrifa um og komast í gegn um ÞÍNA lífsreynslu á ÞINN hátt.
Haltu bara áfram svona og hananú.
Kv. Olla.

Nafnlaus sagði...

Til hvers hélstu eiginlega að blogg væri ;) Jú notla nema þú ætlir að halda uppi bloggi með brjáluðum stjórnmálapælingum en þá er ég farin...

Kv. Lára