09 maí, 2006

Staðfestar fréttir

Sjúkrahúsið á Akranesi ætlar að taka á móti mér á mánudaginn 15. maí, kl. 13.00 og skoða mig. Væntanlega verð ég þar yfir nóttina, og skorinn á þriðjudeginum, eftir hádegi.

Þetta mun ganga mjög vel, og ég verð orðinn gríðarlega hress fljótlega.

Að öðru, það er soldið skemmtilegt að spöglera í því sem manni er ráðlagt. Og það í sjálfu sér að fólk, sem er manni misnáið, finni sig knúið til að gefa manni ráð.

Til dæmis hefur mér verið ráðlagt að borða ekki ákveðið kjöt, heldur hinsegin, drekka ákveðinn drykk, og þess háttar ráðleggingar sem snúa að mat. Einnig hefur fólki verið tíðrætt um hegðun, til dæmis að ég eigi nú að hvíla mig vel, fara í sund og svo framvegis.

Einnig hefur, tja, nokkuð oft komið upp þessi setning: "Þú verður að passa þig að loka þig ekki af." Það er nú samt þannig, að það var það sem mér fannst ég eiginlega þurfa hvað mest, sérstaklega fyrst, en hafði ekki tíma til. Það er, mig vantaði tíma til að sitja einn heima og spökulera um þetta ástand, átta mig á því, og kannski einhvern veginn venjast því.

Mig langaði ekkert sérstaklega til að vaða um allt og þurfa að útskýra, nánast á klukkutímafresti, hvað væri að, hvernig það hefði skeð og hvað yrði gert og hvenær. Vitandi ekki sjálfur svarið við neinum af þessum spurningum.

Hins vegar eru þessi ráð öll gefin af góðum hug, og hver veit nema maður nýti sér einhver, eða jafnvel öll:)

12 ummæli:

Hildurina sagði...

júhú loksins! Ekki gleyma gallanum. Knús

BbulgroZ sagði...

Já þú mættir oftar láta sjá þig í gallanum...

Hildigunnur sagði...

Loka þig af? lol! Ég hef bara sjaldan séð þig eins oft og undanfarnar vikur :-D

tojtoj, elsku Villi. verðum með alla putta og tær í kross.

Nafnlaus sagði...

Loksins ég verð að hitta þig um helgina og knúsa þig. þetta er allt undir manni sjálfum komið vel ég það að fara eftir þessum ráðleggingum lífið er val sé þig. Kv. Jenný

Nafnlaus sagði...

Þetta er frábær pistill hjá þér Villi og sýnir að þú ert hugsandi maður.
Já þetta með ráðleggingarnar hjá fólki. Borða eitthvað eitt framyfir annað? Iss piss aldrei, heyrt það. Borðaðu bara það sem þú ert vanur svo framarlega sem það inniheldur ekki Arzenic eða önnur óæskileg efni.
Bíð spennt eftir næsta pistli.
Kv., Olla.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast, Villi. Þú verður svo "skorinn" og massaður eftir Skagafjarnaferðina að smillir þú þér á strípur létu Gilzinn, Arnar Grant, Baltasar Kormákur, Fabio og Starkaður Menendez sig hverfa og létu aldrei sjá sig aftur meðal þotnaliðsins.

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá þig. ;o)

Nafnlaus sagði...

Sjáumst Villi minn. Loksins, loksins
Lübchen

Nafnlaus sagði...

Gott mál og aldeilis tímabært.
Hafðu það náðugt á Skaganum.

Anna Sigga sagði...

Bíð í ofnæmi!!!
Guð og aðrar góðar vættir veri með þér!

Hildigunnur sagði...

ekki arsenik, neinei, láttu þá ferska kóríanderinn í friði :-D

Nafnlaus sagði...

Góðar fréttir. Gangi þér vel í aðgerðinni. :)