20 júní, 2006

Það kom að því

að eitthvað nýtt fréttist.

Læknirinn hringdi í mig í gær og sagði mér að kanarnir hefðu komist að sömu niðurstöðu og þeir hérna heima.

Semsé að æxlið hafi verið risafrumutúmor, illskeytt, hrattvaxandi, góðkynja sem vex í bein og æðar.

Hann sagði mér að einhvern næstu daga myndi krabbameinslæknir hringja í mig, og að öllum líkindum myndi hann vilja geisla öxlina.

Mér skilst að einna helstu aukaverkanir sem fylgja geislun, sé sólbruni og þá gjarnan innanfrá.

Það er þá sennilega best að fara að drekka sólvörnina sem fyrst, allavega virðist alveg marklaust að bera hana á sig útvortis, eins og sumarið hefur verið þetta haustið.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ Villi minn.

Erum bara að láta þig vita að við fylgjumst með þér hvort sem þú trúið því eða ekki. Þorum ekki að segja meir.

Hvassfellingar

Nafnlaus sagði...

Já, já, þá er bara að setja sig í gírinn fyrir þessa törn. Þú verður að setja inn myndir með merkingunum (þ.e. tússið, þú veist). Getur oft orðið mjög skrautlegt. Listaverk jafnvel.
En að öllu gríni slepptu Villi minn, þetta er farið að verða svolítið langt verkefni hjá þér. ÉG segi nú bara: Geri aðrir betur!!!
Já sumarið, ha! Arrrrrggggg!
Sumarkveðja, Olla.

Hildurina sagði...

Jæja gott að heyra að niðurstaða er komin :) Finnst þér þú núna vera nógu veikur til að vera í fríi??
Ástarkveðjur og takk fyrir samveruna í gær:)
Hildur Hinriks

Nafnlaus sagði...

Sæll minn kæri.
Bara láta vita af mér. Hugsa til þín reglulega.Gangi þér vel kallinn minn.Kveðja, Geisli...nei ég meina Gísli.

Gigglito sagði...

Heyrðu væni!!
Var að fá fréttirnar!!! Og mikil ósköp sem þetta gladdi mitt litla hjarta.Welcome to da family!!

BbulgroZ sagði...

Ja, gangi þér vel aftur, vinur minn!!!
Kv. Arnar

Nafnlaus sagði...

Cool blog, interesting information... Keep it UP Face lift boston Contact proactiv solution zyban dangerous side effects female amateur videos Cheap meridia without prescription