24 maí, 2007

Bláar varir

Nú spyr afi Bergur líklega hvort stráknum sé ekki kalt, en mamman er komin með sveppasýkingu í brjóstin og stráksi á tunguna. Það er læknað með fjólubláum tússlit:)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé litríkur drengur :)
Hann er samt alveg voða voða fallegur, sem er svo sem engin furða þar sem hann er made of the most lovely people in Iceland ;)

Hlakka mikið til að sunnudagsins!!

Knús
Embla frænka

Nafnlaus sagði...

æ,æ þar voru þau óheppin. Menn eru
nú ægilega sætir þó bláir séu.
Knús og kossar. Kv Bogga

Tinnuli sagði...

Æ það er mikið á mann lagt! Brjósakveðjur! Tinna og co.

Nafnlaus sagði...

Kæra litla fjölskylda með stóra hjartað.
Ég vil þakka fyrir daginn hann var yndislegur.
Bergur Þorgils Vilhjálmsson var yndi eins og við var að búast og að sjálfsögðu toppuðu þið stundina með því að játast fyrir framan guð og menn. Innilegar hamingjuóskir á Skírnardaginn og Brúðkaupsdaginn.
Kær kveðja Silla,Ingi Valur og börn.

Nafnlaus sagði...

Okkar ynnilegustu hamingjuóskir með nöfnin á drengnum og brúðkaupið, megi góður guð blessa ykkur framtíðina.Kossar og knús.
Kv Bogga og Einar.

Ps.Hverjum hefði dottið í hug í firra að innan árs yrði það Frú
Agnes?

Nafnlaus sagði...

Tvöfaldar innilegar hamingjuóskir í tilefni skírnar og brúðkaups. Megi þið öll lengi lifa, húrra, húrra, húrraaaaa!

Bestu kveðjur að norðan
Lára og fjölskylda

Nafnlaus sagði...

Okkar allra bestu kveðjur í tilefni skírnar og brúðkaups. Þetta hefur sannarlega verið stór dagur í lífi litlu fjölskyldunnar...

Kveðja,
Ása, Raggi og strákarnir.

Hildigunnur sagði...

hei, það er ekkert verið að segja frá :) Maður hefði nú kannski smellt einum á þig þarna í gær...

Innilega til hamingju, öll þrjú :-D

Nafnlaus sagði...

Kæra fjölskylda
Innilegar hamingjuóskir með þetta fallega nafn á prinsinn ykkar og einnig með giftinguna.
Hlökkum til að hitta ykkur í sumar.
Kær kveðja frá Rómarborg, Heiða, Björgvin, Þorgils Björn og Maddý