24 mars, 2006

Ég heiti Villi og ég er....

Vegna þess að mér hefur verið hrósað töluvert fyrir ritsnilld, sem er að minnsta kosti ekki meðvituð, verð ég að koma út úr skápnum og játa.... ég er bariton eða jafnvel bassi, væri ég tenór eins og flestir virðast halda, væri þessi síða full af rusli og innantómum þvættingi.

Semsagt, eins og Nonni söngkennari segir: "Vilhjálmur, þú er svo gáfaður, að þú hlýtur að vera uppsunginn bariton".

Verst bara að ég kemst ekkert niður...

Annars er ekkert nýtt að frétta.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll elsku Villi minn. Ég verð að segja að þetta kemur mér ekki á óvart! Ekki bara það að þú skulir vera svona vel gefinn, heldur líka er oft mark takandi á þér! Svo ertu stundvís og hreinlegur og svo geturðu hlustað á aðra! Þetta eru einkenni sem fynnast sárasjaldan hjá hreinræktuðum tenórum. Og ég veit nú aldeilis um hvað ég er að tala, ég er nú eldri en tvævetra og hef kynnst mörgum söngvurum. En nóg um það. Þú ert nú doltið merkileg manneskja! Við sem umgöngumst þig höfum ekki farið varhluta af því. Þú hefur kennt mér eitt og annað sem án efa mun nýtast mér í lífinu. Þú er laaaaaang flottastur!!! Ég hugsa til þín og bið fyrir þér og hlakka svo til að sjá þig sem fyrst:-)
Þín vinkona, Anna Sigga.

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það annars, Villi minn, færðu nokkuð að borða? Á ég ekki að bjóða þér í mat? Ég kann eina eða tvær uppskriftir!
Kv.
Anna Sigga Panna Sigga.

Ps. Íbbi sendir stuðningskveðjur!!!
Kv.
AS.

Nafnlaus sagði...

Sæll Villi.
Þú þekkir mig ekki neitt en ég er systir Nonna söngkennara og hann var að segja mér frá þér og gaf mér upp vefslóðina þína. Ég á eftir að skoða síðuna þína vel en sendi þér mínar bestu kveðjur og vona að allt gangi vel.
Bergþóra Þorsteinsdóttir

Nafnlaus sagði...

Það er hægt að segja Jón eða séra Jón, en tenór er bara tenór!!!! Allavega hef ég alltaf haldið það kannski þarf maður að fara að endurskoða þetta allt saman.

Nafnlaus sagði...

Sæll Villi
Nonni bróðir sagði mér frá veikindum þínum í gær, og svo frétti ég af bloggsíðunni þinni áðan. Bloggsíða er frábær leið til að setja hugrenningar sínar á blað, fyrir vini og vandamenn að fylgjast með og ekki síst eins og þú komst inná að þurfa ekki að segja sömu hluti aftur og aftur.
Svíar eru frábærir í læknisfræði og þú ert heppinn að komast í þeirra hendur. Gangi þér allt í haginn og sendi ég þér baráttukveðjur og einlæga ósk um fullkominn bata sem fyrst.
kær kveðja
Þyri E. Þorsteinsdóttir (systir Nonna söngkennara)

Nafnlaus sagði...

Þetta hef ég lengi vitað.
En það sem verra er; þá hlýt ég að vera niðursunginn tenór, eins vitlaus og ég get verið.
Ætli við jöfnum þetta ekki bara út í einn meðalgáfaðann barítón, svona miðað við höfðatölu.

Nafnlaus sagði...

Var að skoða þetta hérna aftur. Sá að ég gleymdi að skrifa nafnin mitt undir síðast. Það var ég sem skrifaði um Jón og séra Jón. Risaknús til þín Villi í góða veðrinu. Magnea

Nafnlaus sagði...

Frumraun á blogginu.. en
fínar passamyndir Villi minn!
Vildi bara láta þig vita að ég fylgist með(frábær síða:-)!
Er samt flinkari með símann

Kveðja Lübchen

Nafnlaus sagði...

Við bassar erum góðhjartaðir og styðjum okkar veikari bræður í tenórnum hvenær sem færi gefst - og þú okkar sérlegur fulltrúi á þeim vettvangi Villi og hefur staðið þig vel - og þeir hafa ekki grunað neitt!!
flott að geta farið hingað á bloggsíðuna og malað smá við þig og aðra sem hingað kíkja - bestu kveðjur
Jón Helgi