23 mars, 2006

This is normal

Hann er nú ekkert ómyndarlegur hægra megin séð, drengurinn

Hérna sjáum við hins vegar vinstramegin, og það er ekki jafn fallegt. Þarna gefur að líta fjólubláa línu og plástur. Þar voru tekin sýni í dag, sýnatakarinn þurfti að merkja þau til að vita hvort sýnið er hvað.


Hérna sést stærðin kanski betur (eða að minnsta kosti frá öðru sjónarhorni), í daglegu lífi stendur þessi hnúður eiginlega frekar aftur, og gerir óþægilegt að sitja í stólum (allavega með baki), liggja á bakinu, reka öxlina utaní, og svo framvegis.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var gott að hitta þig í gær!

Nafnlaus sagði...

Villi minn!
Þetta er fín síða hjá þér og það er gott að skrifa sig í gegnum erfiðleika eins og þessa sem þú ert að ganga í gegnum – hvort sem maður hefur bloggsíðu eða dagbók í skrifborðsskúffunni. Þegar ég sé þessar myndir af þér dettur mér í hug fyrsta myndin sem ég tók af þér þar sem þú hvíldir öruggur í fangi minnst fræga stórmennis sögunnar. Það er langt síðan og mikið hefurðu gert og átt eftir að gera og ef einhvern tíma er ástæða til að velta sér upp úr góðu hlutunum þá er það núna!
Við sendum góða strauma héðan að norðan.
Kveðja frá Láru frænku.

Nafnlaus sagði...

Villi minn, mér finnst þú rosalega duglegur og það er gott að þú hefur fundið þér leið til að létta á hjarta þínu um leið og þú gefur okkur hinum tækifæri til þess að fylgjast með gangi mála. Ég hugsa hlýtt til þín og óska þér að sjálfsögðu góðs bata og styrks í því sem framundan er hjá þér.
Kær kveðja, Kibba

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta bara nokkuð smart. Þ.e.a.s. þú ert smart. Svaka kroppur, he,he,he. Æji svona erum við, þessar eldri kellur. Algerir perrar (úps).
Kveðja, Olla.

Nafnlaus sagði...

Hefðir mátt vera með "Blue Steel", þá hefði nú þessi myndataka orðið allt önnur og kvenfólkið væntanlega slefandi...

Gunni Bró

Nafnlaus sagði...

Elsku Villi.
Baráttukveðjur og hlýir straumar, hugsum til þín. Ég er heima allan daginn ef þig vantar að spjalla.
kveðja Elma og Þráinn