Sá sem spyr er ágætis kunningi, sem maður spjallar kannski nokkuð oft við, allavega þegar við hittumst á förnum vegi. Kunninginn hefur greinilega ekki heyrt að ég sé með krabbamein.
Hingað til hef ég alltaf sagt, að allt sé fínt, og gangi bara vel (og yfirleitt hefur það verið sannleikanum samkvæmt). Hins vegar finnst mér ég vera búinn með þann kvóta í bili, get ekki aðspurður sagt að allt sé fínt og gangi vel. Samt finnst mér ekki þægilegt að segja: Frekar skítt, er með æxli. Það eyðileggur alveg stemminguna.
Það sem mér finnst verst, er að það virðist oft fá meira á viðmælandann, heldur en mig, ég hef nú reyndar haft lengri tíma til að átta mig á þessu en þegar upp er staðið er það ég sem þarf að díla við ástandið.
Þannig að fyrirgefið ef ég segist aðspurður hafa það frekar skítt, það er ekki illa meint, en ég nenni ekki að fara eins og köttur í kringum heitan graut í þessu sambandi.
Og það er enn ekkert að frétta
30 mars, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Villi minn. Það er best fyrir þig að segja bara hug þinn við hvern sem er. Við hin verðum bara að díla við tilfinningar okkar hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Það ert þó þú þrátt fyrir allt sem ert að ganga í gegn um þetta og þú bara mátt til með að gera það á þinn hátt. Annars var ég mjög glöð að þú bloggaðir núna. Er í vinnunni og allir sjúklingarnir sofandi eins og er og tími til að kíkja í tölvuna. Þín er sárt saknað úr Búst og örugglega fleiri stöðum. Vonandi sjáumst við sem fyrst. Kveðja, Olla.
Mér hefur verið sagt að ef þjóðveji fái svona spurningu svari hann sannleikanum samkvæmt. Hér á Íslandi er hinsvegar "lenska" að það sé staðlað svar við svona spurningu. Það eina sem ég segi við þig að ef ég spyr þig hverig þú hafir það þá er þér frjálst að svara eins og þér finnst henta. Ekki hafa áhyggjur af stemningu.
Kveðja og hlýir straumar úr Kópamaros.
P.s. Þú gætir náttúrulega notað strumpasvarið.
"Ég hef það alveg strumpað."
Skarpi
Kæri vin.
Um að gera að nota bloggið til að blása út frústrasjón (mikið lítur þetta orð illa út,Frú Strasjón).Og það er þetta með helvítis heita grautinn,bara láta vaða!Við viljum fæst "stuða" fólk í kringum okkur með heiðarlegum svörum - en á maður nokkuð að vera pæla í slíku? Held ekki.Aðalmálið að gera það sem hentar þér minn kæri,og eins og Olla segir, við verðum bara að díla við tilfinningar okkar.
Njóttu dagsins Villi minn - ansi gott veður úti núna finnst þér ekki?
Kv.Gísli Magna.
Elsku Villi minn!
Ég held við metum það við þig ef þú treystir okkur fyrir tilfynningum þínum og líðan, frekar heldur en ef þú ert að reyna að hlífa okkur við óþægindum sem jafnast ekki við nema brot af þínum eigin. Ég held flestir geri sér grein fyrir þessu. Við ættum að þola það.
Hugsa til þín oft á dag og bíð spennt eftir fréttum :-)
Elsku karlinn!
Hef nú ekki komið mér að því að kommentera á síðuna fyrr en nú, en hef vissulega hugsað til þín!
Í stuttu máli sagt:
1.Síðan er stórskemmtileg.
2.Það er aðdáunarvert hvernig þú nálgast "viðfangsefnið".
3.Það síðasta sem þú þarft að hafa áhyggjur af er hvort að fólk stuðast eitthvað við það að fá ekki staðlaða svarið "allt fínt" þegar það spyr hvernig þú hafir það!
Haltu rétta hugarfarinu.
Hugsa til þín.
Kveðja,
Óli Sveins
elsku Villi minn!
Haltu áfram að vera samkvæmur sjálfum þér þú hefur hingað til hlustað á innra þig, haltu því áfram annars ertu ekki Villi okkar !!!!!
kveðja Silla
Elsku Villi!
Sé ekki að kommentið mitt hafi komist á blað síðast, svo ég sendi þér aftur baráttukveðjur og góða strauma. Og maður á alltaf að svara sannleikanum samkvæmt. Það getur bara opnað fyrir betri stemmningu heldur en kreist bros og "allt fínt". Það verður bara þvingað.
Kveðja, Þórunn í Ásk.
Nú er tækifærið Villi. Ef einhver sem þér finnst ekkert ógurlega skemmtilegur spyr stöðluðu spurningarinnar þá geturðu aldeilis stuðað hann.
Njóttu!
bestu kveðjur úr baunalandi
Sigrún Þórsteins
Já, að vera með eitthvað sem er farið að líkjast appelsínu á herðablaðinu, vita ekkert í raun hvers kyns það er eða hvernig það mun arta sig er dálítið sem flokkast ekki undir að vera bara hress og kátur !!!
Jón Ólafur kórstjóri sagði mér frá þessu á þriðjudaginn eftir eina erfiðistu stund stutta tenórferilsins í minningarathöfinni um hann Pétur blika.
Ég vona að svíarnir fari höndum um sýnið af mikilli fagmennsku og komi með gott svar handa okkur tenórunum enda skilst mér að við séum í útrýmingarhættu fyrir uppsungum bartítónum eða falsettubössum.
Kveðjur,
Árni Jón.
Hjallakirkjukór.
Niðursunginn kontratenor :-)
Skrifa ummæli