07 apríl, 2006

Jæja, vaknaður!

Þetta var nú ekki svo slæmt, samt soldill skurður, að mér skilst, sennilega nálægt 10cm.

Er merkilega lítið aumur í þessu, kannski vegna parkódíns forte...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, hann er yndislegur máttur verkjalyfjanna. Velkominn á fætur kæri vin og farðu nú varlega. Engar skúringar í bráð. Bara chilla yfir helgina.
Fylgist áfram með.
Kv. Olla.

Anna Sigga sagði...

Hjúkk!!!
Mér varð nú bara hugsað til kattarins þíns sáluga... :-)
En, í alvöru talað, gerðu nú eins og hún Olla frænka segir!
Þú manst að ef þú ert svangur þá hringirðu bara í mig, Önnu Siggu frænku! :-)

BbulgroZ sagði...

Guð blessi parkodín forte

Nafnlaus sagði...

Hæ, elsku kallinn. Ég leyfi mér að fullyrða fyrir mína hönd og VERKSTJÓRANS að þú tæklar þetta allt saman eins og að drekka kótelettu með nefinu eða að borða djúpsjávarrækju. Þú ert hetja og verður það áfram. Hlakka til að hitta þig, góði maður. :o)

Einar Clausen.