01 apríl, 2006

Status Quo

Hljómsveitin Status Quo hélt tónleika í Reiðhöllinni í Víðidal, sennilega 1987. Tónleikarnir voru klukkan 3 að degi til.
Það var sumar og ég var á skátamóti einhversstaðar upp við Vífilsstaði sömu helgi.
Mig langaði óskaplega á þessa tónleika, hver vill ekki sjá hljómsveitina sem samdi lögin Rockin´ all over the world og In the army now?
Því miður, eða sem betur fer, var stranglega bannað að yfirgefa skátamótið, eða allavega var mér bannað það.
En tónleikarnir floppuðu frekar illa, ef mig brestur ekki minni.
Þannig að betur var heima setið.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér því að nú sit ég og velti mér upp úr ástandi, sem hefur verið óbreytt ansi lengi.
Það er vissulega ekki þægilegt að svífa í lausu lofti, ég held bara að ég hafi ekki komist í hann krappari.

Fékk skilaboð frá lækninum áðan, hann er í stöðugu sambandi við Svíþjóð, þeir eru ekki búnir að átta sig á þessu ennþá, láta vita um leið og þeir vita meira.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kæri Villi einhvernveginn lætur skaparinn vissar manneskjur ganga í gegnum skrítna hluti góða og vonda til þess eins að láta mannfólkið læra af , ég er enn að velta fyrir mér hvað þú og þínir eiga að fá út úr þessari lífsreynslu en eitt átt þú Villi minn þú átt marga að sem hugsa til þínog erum með ástand þitt í hjarta sér ÞÚ ERT EKKI EINN .... heyri í þér fljótlega
kveðja Silla

Nafnlaus sagði...

elsku Villi minn,á meðan ekkert heyrist er enn von um það besta í stöðunni, engar fréttir eru góðar fréttir eller hur? við hugsum til þín..

Nafnlaus sagði...

Ég hef aldrei náð þessu æði varðandi Status Quo. Óttalega lítið spennandi. Einnig lítið spennandi að þurfa að bíða svona lengi eftir þessum upplýsingum..

Anna Sigga sagði...

Góði Guð, gefðu mér þolinmæði.........en flýttu þér :-)

Nafnlaus sagði...

jahérnahér,væri farin á límingum fyrir margt löngu síðan. Þó að ég eigi erfitt að átta mig á hinni guðlegu forsjón í þessu samhengi þá liggur hitt ljóst fyrir: þér var bjargað frá þessum tónleikum.

Lübchen

Nafnlaus sagði...

Elsku Villi!
Nú skín sól í heiði, krossum ennþá fingur og tær og vonum að niðurstöður berist fljótt. Það er merkilegt hvað þarf alltaf að leggja löng þolinmæðispróf fyrir fólk í þessum aðstæðum. Það var gott að hitta þig í gær og ég vona að við hittumst fljótt aftur. Baráttu- og batakveðjur.
Þuríður Vilhjálms

Nafnlaus sagði...

Hæ Villi minn.

Takk fyrir að lofa okkur að fylgjast með þér. Hef verið að fylgjast með hér og verð nú bara að segja að fyrir utan að vera hörku penni og orðheppinn drengur þá skín jákvæðnin þín alltaf í gegn sem er nú kannski ekki alltaf auðvelt, en það er nú einu sinn bara þinn stíll(mikill kostur!)góurinn sem betur fer. Þú er kominn í mínar bænir og hugsa hlýtt til þín , gangi þér vel.

Kv. Dóra fyrrum félagi úr Kammer West.

p.s. Tökum vonandi "Drykkjumanna dúettinn" við tækifæri.(vegna fjölda áskoranna)

Skarpi sagði...

Þér er alveg óhætt að trúa að þú ert ekki einn. Við stöndum þétt að baki þér og styðjum þig og krossleggjum allt sem við getum.
Kveðjur úr Kópamaros