29 apríl, 2006

Svona

rétt til að öppdeita, doktorinn hafði samband og sagði að nú stæði aðallega á því að þeir skurðfélagar finndu tíma sem þeir væru báðir lausir. En ekki bara það heldur þarf skurðstofan líka að vera laus. Ég er alltaf laus, en það er nú eiginlega aukaatriði:)

Sumsé meiriháttar púsluspil.

Í sambandi við myndir, þá er ég að fara á söngvaraball í óperunni á morgun, þannig að ég verð mjög líklega á forsíðu Séð og Heyrt í næstu viku. Annars hef ég fullan hug á að láta mynda mig í kjólfötunum hans afa og mun án efa birta eina eða tvær slíkar hér.

Vegna fjölda (eða minnsta kosti nokkurra) áskorana um birtingu fleiri nektarmynda, þá hef ég ákveðið að bjóða frekar uppá heimsendingu. Þ.e. ef gríðarlegur áhugi er fyrir hendi, þá mæti ég bara á staðinn (ath, tilboð sem gildir einungis fyrir ungar og einhleypar stúlkur:)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvers eiga gamlar einhleypar stelpur að gjalda :-\
Annars er ég sosem búin að sjáetta!

Nafnlaus sagði...

Þú ert langt genginn í fertugt, þannig að þú getur gleymt þessu með þessar ungu, og einbeitt þér frekar að þessum stálpuðu.

Kv. Árni Guð.

Nafnlaus sagði...

Þú ert alltaf velkominn í heimsókn Villi minn! Við ræðum þetta með nektina þegar þar að kemur;-)
AgnesBB

Nafnlaus sagði...

relax and enjoy
Tramadol
Viagra
phentermine
cialis