03 apríl, 2006

Sjónvarpið

Ég komst að því ákveðinn misskilningur er í gangi. Ég skrifaði um það hér fyrir nokkru þegar ég sótti sjónvarpið mitt heim til mömmu og pabba. Einhverjir virðast hafa dregið þá ályktun að ég hafi legið yfir því síðan.

Það er alrangt. Ég er eiginlega alltaf að komast að því betur og betur hversu ónauðsynlegt það er. Hafandi 30 stöðvar eða svo, finn ég ekkert til að horfa á nema fótbolta (og reyndar pílukast á fimmtudagskvöldum á skysports1). En það er líka gott að fatta það, ég get núna alveg haft sjónvarp, án þess að týna mér í því.

Það var nefnilega ástæða fyrir því að ég fór með sjónvarpið á sínum tíma í geymslu. Ég vaknaði upp einn daginn, og áttaði mig á því að ég hafði ekki tíma til að gera neitt, nema horfa á sjónvarpið. Ég kom heim úr vinnunni, lagðist í sófann fyrir framan imbann og lá þar þangað til ég fór að sofa.

Lausnin var sem sagt, að losa sig við skriflið, og voilá, það virkaði:)

Enn er ekkert að frétta af æxlinu, fer og hitti lækninn á morgun, mögulega verða fréttir eftir það.

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Sammála, ekkert gaman að sjónvarpinu nema Enska boltanum...
Arnar

Nafnlaus sagði...

Vúhú loksins einhver annar en ég ekki með sjónvarp!! Þó að þú sért reyndar fallinn, mitt heimili eiginlega líka því við vorum að fá alminlegt net heima og þá er hægt að horfa á imbann í tölvunni í neyð...