17 mars, 2006

Ekkifréttir

Síðan ég skrifaði bréfið sem ég birti hér á undan, hef ég nánast verið í fullri vinnu við að mæta í rannsóknir. Olnbogabæturnar eru eins og á hardkor dópista, allar útstungnar eftir blóðtökur, litarefni og geislavirk efni.

Ég er búinn að fara í: tölvusneiðmynd og röntgen, segulómun og röntgen, blóðprufu, beinaskann og röntgen, og svo að lokum tölvusneiðmynd aftur.

Niðurstöðum úr þessum prófunum er læknirinn minn að safna saman, og fer með til Svíþjóðar (held ég) á laugardaginn til að sýna Norðurlandameistaranum í axlaræxlum, og ráðgast við hann.

Það er alveg ljóst að ég fæ ekki að vita meira, fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi, jafnvel ekki fyrr en undir næstu helgi. Hins vegar mun ég birta góðar fréttir hér um leið og þær berast:).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jibbý..
Ég var fyrstur til að nota kommentakerfið hjá þér. Það er fínt að geta fylgst með þessu öllu saman hér.
Gangi þér vel í baráttunni

Gunni Bró