Svona svo því sé haldið til haga, þá líður mér ekkert sérstaklega illa, líkamlega. Allavega ekki verr, eða svosem betur heldur en í gær eða fyrir viku eða mánuði. Reyndar finnst mér ég finna meir og meir fyrir æxlinu, eins og það sé að stækka, en það virðist ekki valda meiri óþægindum.
Ég er aumur í kringum herðablaðið, eins og með vöðvabólgu, eða harðsperrur, og það er auðvitað ekkert sérlega gott, en alls ekki mjög vont.
Þetta var líkamlega heilsan, andlega heilsan er annað mál, hefur verið býsna sveiflukennd, og misjöfn. Að meðaltali þó ekki mjög slæm.
23 mars, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Mér finnst þú taka á þessu og tala um þetta af æðruleysi, Villi. Það er nú samt svo að þó að t.d. mér hafi oft fundist ég geta skynjað hvernig samferðafólki mínu líður, á líkama og sál, þá er ég nokkuð viss um að jafnvel þó að við gefum okkur það að það sé gizka erfitt að "fela" það hvernig manni líður frá degi til dags þá "sjá" aðrir ekki nema hluta af því. Hvað sem því líður þá hugsa ég til þín og bið þér bæna um allt hið besta. Sjáumst, félagi. :o)
Einar Clausen
Elsku Villi minn, dugnaðarforkurinn.Mig langaði bara að láta þig vita að við erum mörg þarna úti sem hugsum til þín kæri vin.Sendi þér ljós og orku, vona og treysti að það skili sér til þín ljúfurinn. Upp með hökuna og horfum fram á við - you can do this boy!
Kær kveðja,Gísli Magna.
Þú ert ert frábær Villi minn! Gat nú verið að þú þyrftir að ná þér í eitthvað óvenjulegt;-) Lestu nú bókina sem þú hefur aldrei haft tíma til að lesa!
kær kveðja
Agnes BB
Sæll Villi.
Var að frétta af þessari síðu og verð að segja að ritfærni tenórsins hefur komið mér verulega á óvart. Við höfum öll ofurtrú á sænskum læknum, enda hafa allir okkar bestu læknar numið hjá svíum. Ég dáist að hughreysti þinni, hún mun skila þér langt. Ég sendi þér mínar bestu óskur um góðan bata og mun áfram fylgjast með framvindunni hér á síðunni.
Kveðja, Olgeir bassi
Go chondro!!! Það vita nú allir að þú hefur alltaf verið sjaldgæfur, kemur ekki á óvart að þú náir þér í e-ð megasjaldgæft æxli!
Það er nú svei mér gott að málin séu að skýrast. Nú verður þetta vonandi fjarlægt sem fyrst þannig að þú getir einbeitt þér að batanum. Mundu það sem ég sagði þér í upphafi. Svona stór, hraðvaxandi æxli eru yfirleitt með bestu batalíkurnar. Ennþá betra er að það eru engin meinvörp. Ég og fleiri erum tilbúin með hjálparhendur hvenær sem er, hvar sem er. Ekki vera feiminn við að spyrja.
Ég verð að minnast á það hvað þú þekkir margt skemmtilegt fólk og hvað það er gaman að lesa síðuna þína.
Áfram svona. Kv. Olla.
Sendum baráttukveðjur úr Kópavoginum. Sendum þér hlýja strauma og krossleggjum fingur og þú ert efst í huga okkar.
Skarpi, Gunna Sigga og krakkarnir
Hæ Villi!!
Héðinn benti mér á síðuna þína - og mig langaði að bæta við baráttukveðjurnar sem þú hefur fegið frá fólki í gegnum síðuna - sem er frábær leið hjá þér til að "díla" við þetta
- ég sendi þér góða strauma !!
kveðja Ása Dóra
Skrifa ummæli